Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Side 22
22 UMRÆÐA Sandkorn 21. sept 2018 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS RÚV eyðir milljónum í hrein skrifborð Nú er Ríkisútvarpið að eyða milljónum í að skipta um inn­ réttingar. Öllum skrifborðshús­ gögnum er hent og keypt ný í staðinn. Lítil skrifborð og allir skápar bannaðir. Ákvörðunin kostnaðarsama byggir á nýrri stjórnunartísku sem heitir „Clean Desk Policy“. Hvergi má sjást bók eða blað. Ekki er gott að segja hvort um byltingar­ kennda stefnu sé að ræða sem muni bæta líðan starfsmanna Ríkisútvarpsins eða hvort um sé að ræða eitthvað stjörnuga­ lið rugl millistjórnenda sem só­ lundi skattfé. Áfengisfrumvarpið sýndarmennska Sjö þingmenn hafa nú lagt fram frumvarp um að sala á áfengi verði leyfð í sérverslunum einkaaðila. Þor- steinn Víglunds- son, fyrrverandi félagsmálaráð­ herra, stendur fyrir frumvarp­ inu ásamt sex öðrum þing­ mönnum Viðreisnar, Pírata og Sjálfstæðisflokks. Þetta er nú í fimmta sinn sem frumvarpið er lagt fram og hljóta kjósendur að fara taka slíkum áætlunum með fyrir­ vara. Að minnsta kosti hvað Viðreisn og Sjálfstæðisflokk varðar. Þessir tveir flokkar mynduðu hryggjarstykkið í hinni skamm­ lífu stjórn sem sat árið 2017 en með þeim dansaði Björt fram­ tíð sem einnig vildi vín í búð­ ir. Ef full alvara væri á bak við þetta þá hefði þetta raungerst fyrir ári. Staðreyndin er sú að mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti því að áfengi verði selt í búðum og því ekki til vin­ sælda að láta reyna á þetta fyrir alvöru. Ætla mætti að frum­ varpið sé aðeins sett fram til að flagga meintu frjálslyndi í tilraun til að laða að yngri kjós­ endur. U m áramótin renna út kjara­ samningar sem Samtök atvinnulífsins og Alþýðu­ samband Íslands skrifuðu undir í janúar árið 2016. Aðeins þeir sem hafa búið í helli undan­ farna mánuði hafa ekki tekið eft­ ir þeirri ólgu sem undir kraumar og er að brjótast upp á yfirborðið í launþegahreyfingunum. Hver hallarbyltingin hefur rekið aðra og nýju leiðtogarnir eru með blóðið á tönnunum eins og Svíarnir segja. Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi formaður Alþýðusambands Ís­ lands, hefur verið harðlega gagn­ rýndur fyrir linkind í kjarabarátt­ unni og treysti hann sér ekki til að sækjast eftir endurkjöri. Enda hefði hann að öllum líkindum ekki riðið feitum hesti frá þeirri rimmu. Auk þessa sáum við Sósíalista­ flokkinn, flokk sem kemur til dyr­ anna eins og hann er klæddur, vinna stórsigur í borgarstjórnar­ kosningunum í vor. Á meðan töp­ uðu hinir hefðbundnu vinstri­ flokkar, Samfylkingin og Vinstri græn, fylgi og minnstu munaði að hinn síðarnefndi dytti út úr borgar stjórn. Ráðandi öfl benda á aukinn hagvöxt, kaupmátt og lágt at­ vinnuleysi. Það sé engin ástæða til að raska ástandinu. Vissulega er ekki hægt að rífast við staðreynd­ ir á blaði en staðreyndin er sú að meðaltöl og miðgildi endurspegla ekki raunveruleika allra. Fjöldi Ís­ lendinga lepur dauðann úr skel þrátt fyrir góðærið. Það er líka staðreynd. Almenningi svíður þegar frétt­ ir berast af svívirðilegum kaup­ hækkunum forstjóra fyrirtækja, kaupaukum og bónusum. En þetta eru einkafyrirtæki. Það sem svíður enn þá meira er þegar kjörnir fulltrúar okkar, sem eiga að hafa okkar hagsmuni að leiðarljósi, moka úr vösum ríkis­ sjóðs í eigin pyngjur. DV gerir út­ tekt á launum þingmanna á þessu ári og tölurnar segja sína sögu. Kjararáð hefur hækkað grunn­ laun þingmanna og annarra emb­ ættismanna mikið á undanförnum árum og hefur það ekki farið fram hjá neinum. Þingmenn veigruðu sér við ábyrgð á því batteríi þar til það var aflagt í sumar, þrátt fyrir að ráðið væri mestum hluta kosið af Alþingi. Þingfararkaupið, eða grunn­ launin, segja hins vegar ekki alla söguna því ofan á það leggjast sporslur af ýmsum toga. For­ mannsálag, þingflokksformanna­ álag, álag fyrir formenn nefnda, álag fyrir varaformenn nefnda og álag fyrir annan varaformann nefnda. Húsnæðiskostnaður, dvalarkostnaður, bílakostnað­ ur, flugkostnaður, símakostnaður, netkostnaður. Þingmenn slá ryki í augu fólks þegar þeir láta eins og þetta allt sé meitlað í stein og engu sé hægt að breyta. Það er hægt að afþakka 550 þúsund króna mánaðargreiðslu fyrir formennsku í stjórnar­ andstöðuflokki. Það er hægt að sleppa því að fara í fyllerísferð­ ir til Siglufjarðar á kostnað þings­ ins. Það er hægt að afsala sér ráð­ herralaunum og þiggja aðeins þingfararkaupið eins og dæmi Ögmundar Jónassonar sýnir. Og ef skrifstofustjóri Alþingis neyðir þingmenn til að taka við húsnæð­ isgreiðslu þá er hægt að láta hana renna beint til góðgerðarmála. Ef þingmenn eru að vinna störf sín af hugsjón og vilja ekki að ástandið á atvinnumarkaðinum springi í loft upp þá verða þeir að taka til í þessum málum. Eins og Michael Jackson söng: „Ég ætla að byrja á manninum í speglinum.“ n „Það sem svíður enn þá meira er þegar kjörnir fulltrúar okkar, sem eiga að hafa okkar hagsmuni að leiðarljósi, moka úr vösum ríkissjóðs í eigin pyngjur. Leiðari Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Spurning vikunnar Myndir þú fara í tannviðgerð erlendis? „Já, tengdó fór og lætur vel af þessu. Verðmunurinn er svakalegur.“ Símon Sigurðsson „Já. Mamma og bróðir minn eru búin að fara og það margborgar sig.“ Karen Ösp Einarsdóttir „Alveg skírt nei. Ég veit hverju ég geng að hér.“ Hulda Jeppesen „Já, ég hef farið til Taílands og sparaði mér nokkur hundruð þúsund kall.“ Þórir Flosason Þið þurfið ekki að taka við þessu öllu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.