Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 28
28 FÓLK 21. sept 2018 píanó þá spurði hann hvort ég gæti ekki hugsað mér að spila á trommur með hljómsveitinni og ég lét til leiðast. Ég var 17 ára, að verða 18, og þurfti þarna að halda í við þessa reynslubolta eins og ég gat. Þá kom það oft fyrir að pabbi rauk upp og húðskammaði mig þegar ég klúðraði einhverju. Hann gat verið rosalega skapstór.“ Valgeiri brá svo mikið við að sjá þessa nýju hlið á föður sínum að hann ákvað að fljúga aftur heim til Íslands hið snarasta. „Ég hringdi heim og bað mömmu um að senda símskeyti til mín og ljúga að afi minn væri að deyja og ég yrði koma heim strax. Það gerði hún og ég notaði það sem afsökun til að fara aftur heim. Ég kvaddi með þeim orð- um að ég myndi snúa til baka fljótlega en ég var samt búinn að ákveða að ég ætlaði aldrei að koma aftur til baka. Ég vildi ekk- ert vita af þessu fólki.“ Valgeir sleit þar með öll tengsl við föðurfjölskyldu sína. „Mér skilst að pabbi hafi alltaf viljað taka þráðinn upp aftur en hans fyrrverandi hafi alltaf sagt honum að „let it go“, gleyma þessu bara. Hún dró úr honum með að hafa samband aftur.“ Næstu tvo áratugi vissi Valgeir ekkert um föður sinn, hvað hann væri að gera eða hvort hann væri yfirhöfuð á lífi. „Hugurinn leitaði þó til hans nokkrum sinnum. Einhvern tím- ann um miðjan níunda áratuginn fór ég í leikhúsferð til London. Ég var þarna eitthvað að vafra um borgina og fór þá að velta fyrir hvar pabbi væri og hvernig hann hefði það. En svo varð ekk- ert meira úr því. Einstaka sinn- um hvarflaði þetta svo að mér. Ég vissi svo lítið um þessa ætt mína, þessi 50 prósent af genunum í mér.“ Örlagaríkt símtal Um 22 árum eftir að Valgeir flaug fyrst til London lágu leið- ir feðganna saman á ný. Sagan á bak við þá endurfundi sýnir að það er lítið um tilviljanir í þessu lífi. „Það var sem sagt þannig að kunningjakona mín, Álfheiður Ingadóttir, og systir hennar voru staddar í London og settust inn á veitingastað. Þar var maður að spila á píanó. Allt í einu byrjaði hann að spila íslenskt lag, Litla flugan, sem þær þekktu auðvitað samstundis. Hann kom svo til þeirra í pásunni því hann heyrði þær tala íslensku. Þegar þær spurðu hann út í hvernig hann þekkti lagið þá sagði hann þeim að hann hefði einu sinni verið á Íslandi, og að hann ætti meira að segja son þar. Þegar hann sagði þeim nafn mitt sögðust þær þekkja mig. Hann bað þær þá um að skila kveðju til mín. Þær höfðu að vísu ekki sam- band við mig heldur sögðu ein- hverjum öðrum frá þessu, sem sagði einhverjum öðrum og eftir einhvern tíma barst þessi saga til vinkonu minnar sem síðan hringdi í mig og lét mig vita. Ég hafði samband við Jakob Frímann Magnússon, sem var þá var menningarfulltrúi í sendiráði Íslands í London, fékk nafnið á þessum veitingastað og bað Jak- ob um að fara og athuga hvort pabbi væri þar.“ Þegar Jakob Frímann fór á veitingastaðinn var faðir Valgeirs hvergi að finna. Í ljós kom að hann lá á sjúkrahúsi. „Þannig að Jakob hringdi í mig aftur og sagðist ætla að fara á spítalann og sjá hvort pabbi væri þar og hvort það væru líkindi með okkur feðgum. Ég fékk síð- an þriðja símtalið frá honum sem var eitthvað í þessa átt: „Já sæll, þetta er Jakob Frímann hérna, ég fann nú ekki hann pabba þinn en hann er víst með ristilkrabba- mein.“ Þarna fór ég að pæla í þessu. Þarna var ég búinn að fá þessar upplýsingar. Ég hugsaði með mér að ég yrði að fara til hans, ég yrði að hitta hann. Ég sagði við mína fyrrverandi að ég ætlaði að fljúga út til hans um páskana, þá ætti ég frí. En þá sagði hún: „Nei, Valgeir, farðu bara núna. Þú verður að fara núna“.“ Valgeiri tókst að redda sér ódýrum farmiða til London og hélt á fund föður síns. „Ég kom þarna inn í andyri sjúkrahússins og vissi ekkert á hvaða deild pabbi væri. Þá heyrði ég allt í einu mann fyrir framan mig spyrja starfsmann: „Where’s mister Martin?“ Hann var þá líka að leita að pabba. Og ég tengdi strax. Ég gekk í humátt á eftir hon- um alla leið inn á sjúkrastofuna þar sem pabbi lá. Allt í einu blasti hann þar við mér og við horfðu- mst í augu. Honum var augljós- lega mjög brugðið og spurði hvað ég væri að gera hér. „Ég er kom- inn til að hitta þig,“ sagði ég. Og þarna brotnuðum við báðir niður, féllumst í faðma og grétum. Mað- urinn sem ég hafði elt inn á stof- una var fljótur að láta sig hverfa og skildi okkur eina eftir, en ég komst seinna að því að hann var umboðsmaður pabba. Við áttum þarna þrjá daga saman og töluðum um heima og geima á meðan ég keyrði hann um allt í hjólastólnum. Systir mín kom í heimsókn og það urðu miklir fagnaðarfundir. Þarna náðum við loksins þessari tengingu sem var ekki til staðar 22 árum áður. Pabbi var agalega stoltur og kepptist við að kynna mig fyrir öllum sem komu í heim- sókn. „This is my son,“ sagði hann montinn. Pabbi var orðinn mjög veik- ur og það sást á honum. Við töl- uðum samt um að hann myndi seinna koma til Íslands og heim- sækja barnabörnin sín þar. En þegar ég kvaddi hann, gekk út af sjúkrastofunni og horfði á hann fjarlægjast þá vissi ég að ég myndi aldrei sjá hann framar. Nokkrum dögum síðar, daginn eftir pálma- sunnudag, fékk hringingu frá systur minni sem tilkynnti mér að pabbi væri dáinn. Ef ég hefði beðið til páska með að fara út þá hefði ég aldrei náð að hitta pabba á lífi. Það eru engar tilviljanir í þessi lífi. Það er stýring í gangi.“ Valgeir flaug aftur til London og fylgdi föður sínum til grafar. „Daginn fyrir jarðarförina fékk ég að fara á útfararstofuna og sjá hann. Ég kom inn í herbergið þar sem pabbi lá í kistunni, smink- aður í jakkafötum með slaufu. Ég sat þarna einn inni í herberginu, bara ég og líkið. Það var lítil loft- rist efst í einu horninu og í öðru horni var kveikt á kerti. Svo allt í einu komu geislar í gegnum loft- ristina og féllu á hann. Ég fann fullkominn frið inni í mér, algjöra kyrrð og sátt.“ Valgeir segir að jarðarförin hafi verið fjölmenn og erfidrykkjan eftirminnileg. „Þetta var mjög óformlegt, eiginlega var þetta meira eins og partí. Þarna úti líta þau á þetta þannig að öll sorgin og gráturinn eigi heima í kirkjunni en þegar heim er komið þá eru sagðar sög- ur, hlegið og fallegar minningar af hinum látna rifjaðar upp.“ Faðir hans hafði skilið við konu sína 15 árum áður en Valgeir átti þó tvær hálfsystur. „Og þarna eign- aðist ég nýja fjölskyldu. Við erum búin að heimsækja hvert annað og rækta tengslin og það er mjög kært á milli okkar. Önnur systir mín er einnig að vinna við leiklist og söng. Mér fannst ég hafa fundið þarna hinn helminginn af mér. Ég hélt áfram að kynnast pabba eftir á, í gegnum fólkið hans. Ég hef oft fengið að heyra að ég sé með alls konar hreyfingar og takta sem minna á hann.“ Missti allt Valgeir lét heyra í sér þegar bús- áhaldabyltingin stóð sem hæst. Rétt eins og svo margir fór hann illa út úr bankahruninu árið 2008. „Það var selt ofan af mér og það gekk ekkert að eiga við umboðs- mann skuldara. Fyrir hrun höfð- um við keypt íbúð í gömlu húsi, ásamt risi. Þetta átti að vera fjár- festing til elliáranna. Svo var alltaf verið að hringja og hvetja okkur til að endurfjármagna og steypa okk- ur í meiri og meiri skuldir. Svo kom þessi skilnaður og þá fóru heilar árstekjur. Ég sat einn eftir og réð ekki við þetta. Við keyptum á 21 milljón og allt í einu var verðgildið komið í 35 milljónir en ég skuldaði 50 milljónir. En ég er búinn að sleppa takinu á þessu. Þetta skipti mig rosalega miklu máli á sínum tíma en ekki lengur. Þetta var bara hús. Í dag á ég ekki neitt og ég skulda ekki neitt og því fylgir mikið frelsi. Þegar þú átt ekkert þá hefur þú engu að tapa. Það er ekkert sem bind- ur mig. Í dag á ég ekki mikið, en ég á alltaf nóg. Ég á mig. Ég hafði í alvöru trú á því að okkur myndi takast að breyta hlutunum, en það gerðist ekki.“ Valgeir gegndi á sínum tíma formennsku fyrir Borgarahreyf- inguna og var varaþingmaður flokksins. Það voru hans fyrstu og síðustu afskipti af þingmennsku. „Ég brann rosalega mikið fyrir hugsjónum og mig langaði að breyta samfélaginu. Ég vil það ennþá; ég vil að við fáum nýja stjórnarskrá, ég vil breyta stjórn- arkerfinu. Ég vil uppræta spillingu og ég vil að fólkið í landinu fái að njóta ávaxta erfiðisins í stað þess að eitt prósent landsmanna fái að sölsa undir sig öll auðæfin. En ég er einhvern veginn búinn að sleppa takinu. Ég vil ekki vera beinn þátttakandi í pólitík. Ég gæti ekki starfað sem þingmaður, að standa í þessu eilífa þrasi og koma aldrei neinu í verk. En ég vil og mun halda áfram að berjast fyrir réttlæti og ég hef sterka pólitíska tilfinningu fyrir því hvernig ég vil hafa hlutina. Og ég get haft áhrif með öðrum leiðum.“ Leitum að lífsfyllingu á röngum stöðum Í dag starfar Valgeir sem kennari og markþjálfi í Fjölsmiðjunni. Hann aðstoðar ungmenni sem vantar stuðning og þjálfun til að halda áfram í námi eða komast út á vinnumarkaðinn. Hann hefur orðið vitni að ótrúlegum framför- um og segir starfið í Fjölsmiðjunni gríðarlega mikilvægt fyrir samfé- lagið í heild. Hann er á góðum stað í dag. Og hann vill vekja aðra miðaldra karl- menn til vitundar. Hann kynnt- ist bandarískum rithöfundi sem skrifaði bókina „The Middle Life Playbook“ og hyggst þýða bókina yfir á íslensku. „Miðaldra íslenskum karl- mönnum hættir svo oft til að breytast í sófakartöflur þegar seinni hálfleikur lífsins tekur við. Konurnar fara á fullt í þetta „borða, biðja, elska“-dæmi á með- an karlarnir staðna á vissan hátt. Þetta er sinnuleysi og sofanda- háttur. Við erum svæfðir með endalausri afþreyingu og talin trú um að við verðum ekki hamingju- samir nema við kaupum þetta og hitt, nýjan jeppa eða nýtt grill. Sá vinnur sem á mesta dótið þegar hann deyr. Við leitum að lífsfyll- ingu á röngum stöðum. Íslenskir karlmenn eru almennt mjög upp- teknir af því að halda uppi ein- hverri ímynd, þurfa að eiga fullt af hlutum og alltaf hafa rétt fyrir sér. Halda kúlinu. Ekki gráta eða sýna tilfinningar. Þeir tengjast ekki sjálf- um sér. Við förum í gegnum lífið í ákveðinni röð, nám, vinna, hús, bíll og fjölskylda en hvað tekur svo við í seinni hálfleik? Menn staldra ekki við og spyrja „hvað er ég að gera hérna? Er ég í alvörunni ham- ingjusamur eða er ég bara að fljóta með straumnum?““ n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.