Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 2
2 21. sept 2018FRÉTTIR Í íbúð einni í fjölbýlishúsi að Sól­ götu 8 á Ísafirði fer fram undar­ legur búskapur. Hænsnarækt. Í risi hússins halda pólsk hjón tíu hænur. Nágrannar eru orðnir lang­ þreyttir á gagginu í fuglunum en hafa gefist upp að reyna að berjast gegn því. Matvælastofnun skoð­ aði aðstöðu fuglanna fyrir rúmu einu og hálfu ári og var niðurstað­ an sú að hún væri til fyrirmyndar. „Strangt tiltekið þarf viðkomandi ekki leyfi ef hann er með færri en 250 fugla,“ segir héraðsdýralæknir Vesturumdæmis í samtali við DV. „Ég held að þær fái betri mat að borða en við“ Þrjár íbúðir eru í húsinu sem er á þremur hæðum. Á jarðhæðinni eru tvær íbúðir sem hvor er um 70 fermetrar að stærð. Á efri hæð­ inni búa síðan hjónin Marzena og Wieslaw Nesteruk í tvöfalt stærri íbúð auk þess sem þau hafa að­ gang að risi hússins. Þar hafa þau komið fyrir haganlega upp­ settu rými fyrir hænsnin. „Pabbi var bóndi í Póllandi og hélt þar hænur. Það fer mjög vel um fugl­ ana uppi á lofti. Þær eru tíu tals­ ins og ég held að þær fái betri mat að borða en við,“ segir eldri sonur þeirra, Dariusz, í stuttu samtali við blaðamann sem var að falast eftir viðtali við foreldrana. Það var ekki hægt því þau voru stödd í sumar­ leyfi á Spáni. Það eru þó ekki allir hlynntir hænsnastóðinu í húsinu. Ná­ grannar, bæði í húsinu og nærliggj­ andi húsum, eru orðnir þreyttir á ástandinu. „Það er með ólíkind­ um að þetta sé leyfilegt. Hænur eiga ekki heima í fjölbýlishúsum. Gaggið í þeim er afar þreytandi og svo fylgir þessu óþefur. Þau halda einnig hund og kött og því er fjöl­ býlishúsið orðið að eins konar bóndabýli,“ segir nágranni í sam­ tali við DV. Hann kveðst hafa haft samband við Heilbrigðiseftirlitið og Matvælastofnun vegna málsins og talið að lausn væri í sjónmáli þegar héraðsdýralæknir boðaði komu sína fyrir um 18 mánuðum. „En það gerðist ekki. Þau veittu þessu bara blessun sína,“ segir nágranninn og sagðist hafa orðið mjög undrandi. Þarft ekki leyfi fyrir færri en 250 fugla Í samtali við DV staðfestir Elísa­ bet Fjóludóttir, héraðsdýralæknir Vesturumdæmis, að hún hafi farið við annan mann og tekið hænsnaræktina út á sínum tíma. „Við fengum þessa tilkynn­ ingu og fórum því og skoðuðum aðstæður. Aðbúnaður dýranna var til fyrirmyndar og þar með höfð­ um við engar heimildir til þess að grípa inn í. Við höfum síðan ekki fengið neinar tilkynningar um að aðbúnaður dýranna hafi versnað. Strangt tiltekið þarf viðkomandi ekki opinbert leyfi fyrir fuglun­ um nema þeir séu yfir 250 talsins,“ segir Elísabet. Aðspurð hvort hún þekki önnur dæmi um hænsna­ rækt innandyra í fjölbýlishúsum segir Elísabet: „Nei, þetta verður að teljast frekar óvenjulegt. En sá sem heldur fuglana kann greini­ lega sitt fag,“ segir hún. n sem þurfa að segja af sér Undanfarnar vikur hafa íslenskir embættismenn og stjórnendur keppst við að toppa hver annan í fúski og vanhæfni. DV tók saman fimm einstaklinga og hópa sem þurfa að stíga til hliðar, þjóðinni til heilla. Steingrímur J. Sigfússon Sjaldan hefur þjóðin sameinast jafn mikið í almennri hneykslun og þegar upplýst var að lýsing um hábjartan dag á hinum alræmda Þingvallarfundi hefði kostað ríflega 22 millj- ónir króna. Flestir telja að um ótækt bruðl sé að ræða og sá sem ber höfuðábyrgð á farsan- um er Steingrímur sem þó sýnir enga iðrun. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands Á þeim rúmum sex árum sem Agnes hefur gegnt embætti biskups Íslands hefur meðlimum fækkað um 10 þúsund. Þjóðkirkjan logar stafna á milli í pólitískri baráttu og reglulega sætir Agnes gagnrýni fyrir orð sín og gjörðir. Til dæmis í nýlegu máli séra Þóris Stephensen þar sem hún brást ekki við sem skyldi. Guðni Bergsson, Framkvæmda- stjórn KSÍ Tæknilega séð kannski ekki opinberir starfs- menn en þetta fólk hefur sálarlíf þjóðar- innar (út af gengi íslensku knattspyrnu- landsliðanna) í höndum sér. Það brást því ábyrgðarhlutverki með því að ráða Eric Hamrén sem landsliðs- þjálfari. Það var búið að vara við þessu. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orku- veitunnar Farsinn innan Orku- veitunnar virðist engan endi ætla að taka. Í ljós hefur komið að þrír karlar í stjórnunarstöð- um hafa gerst sekir eða hafa verið sakaðir um kynferðislega áreitni innan vinnustaðarins. Bjarni hefur stigið tímabundið til hliðar vegna málsins en hann ber ábyrgð á því að óheilbrigt ástand hefur fengið að grassera innan vinnu- staðar- ins. Dagur B (raggi) Eggertsson borgarstjóri Dagur brosti út að eyr- um þegar hann skrifaði undir samkomulag árið 2015 um að braggi frá stríðsárunum myndi ganga í endurnýjun lífdaga í Nauthólsvík. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 158 millj- ónir króna en kostnaður endaði í 415 milljónum króna. Einhver þarf að axla ábyrgð á þessu hneyksli. Á þessum degi, 21. ágúst 1776 – Hluti New York-borgar verður eldum að bráð skömmu eftir að Bretar náðu henni á sitt vald. 1921 – Geymslusíló í Oppau í Þýska- landi springur með þeim afleiðingum að 500–600 manns missa lífið. 1937 – Bók J.R.R. Tolkien, Hobbitinn, er gefin út. 1964 – Malta hlýtur sjálfstæði frá Bretlandi en verður áfram innan vé- banda Breska samveldisins. 1981 – Sandra Day O’Connor er, fyrst kvenna, samþykkt einróma af Öldunga- deild Bandaríkjaþings sem dómari við Hæstarétt landsins. Síðustu orðin „Ákveðið fiðrildi hefur nú þegar tekið flugið.“ – Rússneski rithöfundurinn (og skordýrafræðingurinn) Vladimír Nabokov (22.4. 1899–2.7. 1977). „Gaggið í þeim er afar þreytandi“ n Pólsk hjón halda tíu hænur í þriggja íbúða húsi n „Pabbi var bóndi í Póllandi“ „Strangt tiltekið þarf viðkomandi ekki opinbert leyfi fyrir fuglunum nema þeir séu yfir 250 talsins. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.