Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 56
56 21. sept 2018
D
onald hét maður, Neilson.
Hann var breskur og fæddist
1. ágúst 1936. Ættar nafn
hans var Nappey, en hann
breytti því síðar af ástæðum sem
vikið verður að síðar.
Bernska Donalds var víst ekki
hamingjurík. Móður sína missti
hann í klær krabbameins árið
1947, er hann var 10 ára að aldri.
Ári síðar var hann gripinn glóð-
volgur við búðarhnupl, en sök-
um ungs aldurs var látið nægja að
veita honum viðvörun.
Þegar Donald var 18 ára kvænt-
ist hann Irene Tate, sem var tveim-
ur árum eldri en hann, og taldi
hún hann á að segja skilið við
breska herinn, sem hann þjónaði
í á þeim tíma.
Nappey verður Neilson
Árið 1960 eignuðust Donald
og Irene dóttur, Kathryn. Þegar
Kathryn var fjögurra ára tók
Donald upp ættarnafnið Neilson.
Sagan segir að Donald hafi viljað
forða dóttur sinni frá einelti á borð
við það sem hann upplifði í skóla
og í hernum vegna ættarnafns-
ins Nappey, sem líktist óþægilega
mikið orðinu „nappy“, sem þýðir
bleyja á ensku.
Nafn fengið af ísbíl
Samkvæmt einni kenningu varð
Neilson fyrir valinu sem ættar-
nafn eftir að Donald keypti leigu-
bifreiðafyrirtæki af manni sem hét
Neilson. Önnur kenning er sú að
Donald hafi fengið hugmyndina
að Neilson af ísbíl sem bar nafnið
en Donald og Irene keyptu oft ís
handa dóttur sinni í umræddum
ísbíl. Þetta skiptir þó engu máli í
sambandi við framvindu sögunn-
ar.
Ruglaði lögregluna í ríminu
Donald gerðist umsvifamikill inn-
brotsþjófur í árdaga glæpaferils
síns. Hann komst upp með yfir
400 innbrot og fékk hin ýmsu
viðurnefni, meðal annars Vofan og
Handlagni Andy (Handy Andy).
Á nokkurra vikna fresti breytti
hann innbrotsaðferð sinni og tókst
með því að rugla lögregluna í rím-
inu. Til dæmis átti hann það til
að stela útvarpi úr hverju því húsi
sem hann braust inn í, útvarpið
skildi hann síðan eftir skammt frá
húsinu. Þegar hann hafði þannig
skapað mynstur lét hann af þeirri
venju og tók upp einhverja nýja og
ólíka.
Úr innbrotum í vopnuð rán
Eitthvað fannst Donald afrakstur
innbrota sinna vera rýr og eftir að
hann kom höndum yfir byssur og
skotfæri í einu húsi ákvað hann að
snúa sér að ránum.
Lítil pósthús urðu fyrir valinu
hjá Donald og á árunum 1971 til
1974 lét hann til skarar skríða í 18
slíkum. Samhliða þessari þróun
varð Donald ofbeldisfyllri.
Í febrúar 1972 braust hann inn
í pósthús í Heywood í Lancashire
í húmi nætur. Í sama húsi bjuggu
pósthússtjórinn, Leslie, og eigin-
kona hans. Leslie ákvað að takast á
við hinn óboðna næturgest á með-
an kona hans hefði samband við
lögregluna.
Komst tómhentur undan
Leslie og Donald tókust á og
Donald sýndi Leslie hlaupsagaða
haglabyssu. „Hún er hlaðin,“ urraði
hann. Þar sem hlupið beindist upp
í loftið ákvað Leslie að láta á það
reyna. „Við skulum sjá hvort hún
er hlaðin,“ sagði hann og tók sjálf-
ur í gikkinn og viti menn, höglin
skildu eftir sig stærðar gat í loftinu.
Þeir tókust á áfram og Leslie
tókst að rífa lambhúshettuna af
Donald sem svaraði með því að
brjóta nokkrar tær á Donald og
sparka í klofið á honum. Donald
komst, tómhentur, undan og
Leslie gat seinna gefið lögreglu
lýsingu á innbrotsþjófnum.
Svarti pardusinn
Fyrstu þrjú morð sín framdi Don-
ald árið 1974. Í pósthússránum
skaut hann til bana tvo póstmeist-
ara og eiginmann pósthússstýru;
Donald Skepper, útibústjóri í
Harro gate, í febrúar, Derek Astin,
útibústjóri í Baxenden, í septem-
ber, og Sidney Grayland í Langley,
í nóvember.
Þeagr rætt var við ekkju Dereks,
Marion, í sjónvarpsviðtali lýsti
hún ódæðismanninnum á þann
veg að „hann væri svo snar að
hann væri eins og pardusdýr“ og
hann hefði verið svartklæddur frá
1990 glímdi spánska konan Francisca Ballesteros við fæðingarþunglyndi. Hún vildi binda endi á hjónaband sitt en lét þá nægja að myrða fimm mánaða dóttur sína með eitri. Hún ákvað síðan að bíða með að fyrirkoma eiginmanni sínum,
eldri dóttur og syni.
Francisca lét til skarar skríða 12. janúar, 2004, og sendi mann sinn yfir móðuna miklu með eitri. Þann
4. júní, sama ár, biðu 15 ára dóttur Franciscu sömu örlög. Tólf ára sonur Franciscu slapp með skrekkinn
eftir að hafa komist undir læknishendur með alvarleg einkenni eitrunar. Francisca var dæmd til 84 ára
fangelsisvistar árið 2005.
SVARTI PARDUSINN
n Donald Neilson hóf glæpaferil sinn með innbrotum n Síðan stundaði hann pósthúsrán n Hikaði ekki við að beita byssunni
„Við skulum sjá hvort hún er
hlaðin,“ sagði Leslie og tók
sjálfur í gikkinn.
Eftir handtökuna Tilviljun réð því að
Donald Neilson var handtekinn.
SAKAMÁL