Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 4
4 21. sept 2018FRÉTTIR Leyfið börnunum að koma til Ásmundar S varthöfði hjó eftir því í vik- unni að Ásmundur Einar Daðason hefði verið gerður að nýjum félags- og barna- málaráðherra og óskar honum innilega til hamingju með það. Ásmundur er vel að því kominn. Svarthöfði er ekki alveg með það á hreinu að hvaða leyti málefni barna voru ekki undir hans um- sjón fyrir þennan nýja titil. En það gildir einu. Vonandi fær hann feita launahækkun fyrir að bæta þessu við sig. Ásmundur er í rauninni sér- staklega hentugur barnamála- ráðherra. Hann er kallaður Dalafressinn og klæðist stundum grænum og mjög líflegum jakka- fötum. Börnin tengja við þetta. Svarthöfði hefur einnig tekið eftir vaxandi óánægju almennings með Krakkafréttirnar á RÚV. Eða allavega óánægju Möggu Frikka og Jóns Vals Jenssonar með þær. Það sér hvert mannsbarn að ein- hver Göbbels uppi í Efstaleiti notar barnaefnið til að menga ómótaðar barnssálir til að skapa framtíðar herskara „rétthugsandi“ fólks. Nú er lag, að mati Svarthöfða, að ríkisstjórnin láti sverfa til stáls og hreinsi út liðið sem stýr- ir barnaefninu. Þessir smákóngar á RÚV hafa allt of lengi fengið að stunda sinn heilaþvott óáreittir. Ásmundur sjálfur ætti í krafti sinnar nýju stöðu að fá að stýra barnaefninu milliliðalaust og er borðleggjandi að hann myndi leika í því sjálfur. Krakkafréttirn- ar ætti auðvitað leggja niður enda þurfa börn ekkert að vita hvað er að gerast í samfélaginu. Svarthöfði sér fyrir sér að Ásmundur verði með vikulegan söngþátt fyrir börn- in með frumsömdu efni. Hann yrði ekki lengi að hrista fram úr erminni lög á borð við „Allir eru að fá sér“, „Vegur- inn heim til mín“, „Skattar hafa verið greiddir“, „Gubbu- lagið“ og „Þórólfur á mig.“ Ásmund- ur gæti annað- hvort spilað und- ir á kassagítar eða rappað þetta eins og er nýmóðins. Fleiri ráðherrar mættu bæta titlum við sig. Til dæmis Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra. Þetta er allt of þjált og hún getur vel bætt við sig tveimur til þremur stólum. Einnig Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra og ráðherra norrænna samstarfs- mála. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Upphaflega voru það Skotar sem tóku upp á þeirri kúnst að djúpsteikja kjúkling. Banani er skilgreindur sem ber. Umboðsmaður Elvisar Presley tók upp á því að framleiða „Ég hata Elvis“-nælur til þess að græða á fólki sem keypti ekki hefðbundinn Elvis-tengdan varning. Fredric Baur lét jarða sig í Pringles- -dós, en hann fann einmitt upp á því íláti. Frank Sinatra fékk þrjár stjörnur á Walk of Fame-götunni í Hollywood, eina fyrir þátttöku hans í kvikmynd- um, eina fyrir sjónvarp og eina fyrir tónlist. Hver er hann n Hann er fæddur í mars árið 1983. n Hann var með grín- þátt á Rás 2 sem hét Tímaflakk. n Árið 2008 setti hann upp sýn- inguna Fyndinn í fyrra. n Árið 2009 lék hann í frægri gam- anmynd á móti föður sínum. n Árið 2011 hitaði hann upp fyrir grínistann Jon Lajoie. SVAR: ÞÓRHALLUR ÞÓRHALLSSON Svikahrappar ógna ein- hverfum pilti í Reykjavík n Ráðist á móður piltsins n Flókin svikamylla um kaup á hundi E rlendir svikahrappar hóta einhverfum pilt í Reykja- vík ofbeldi ef hann borgar þeim ekki 150 þúsund krón- ur. Eyjólfur Páll Víðisson, frændi piltsins, gagnrýnir lögregluna harðlega í samtali við DV. Segir hann að ráðist hafi verið á móður piltsins fyrir utan heim- ili þeirra og fjölskyldan sé mjög hrædd. „Móðir hans upplifir sig óörugga á heimili sínu og er vör um sig hvert sem hún fer.“ Eyjólfur segir að lögreglan sýni málinu ekki áhuga vegna þess hve lág upp- hæðin er. „Þeir vilja ekki gera neitt því þetta er svo lág upphæð, það væri annað ef þetta væru nokkrar milljónir. Vandinn er sá að hann og móðir hans eiga ekki slíka pen- inga og það er heldur ekki þeirra að borga,“ segir Eyjólfur. Lögreglan segir málið í rann- sókn og hafnaði því alfarið í sam- tali við DV að mál af þessum toga væru ekki tekin alvarlega. Skipti þar engu hver upphæðin væri. Smáhundur til sölu á Bland Svindlið gekk þannig fyrir sig að fyrir þremur vikum fékk pilturinn skilaboð á Snapchat frá einstak- lingi, „Reid“, sem hann þekkti ekki og var spurður hvort hann vildi eignast pening. DV hefur und- ir höndum skjáskot af samtalinu þar sem sést að pilturinn gaf Reid kennitöluna sína og reiknings- númer. Reid var búinn að auglýsa smáhund til sölu fyrir 150 þúsund krónur á bland.is og hafði fengið ónafngreindan kaupanda til að leggja þá upphæð inn á reikning piltsins. Eyjólfur segir að pilturinn hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann ætti að láta Reid fá áðurnefnda upphæð. Um kvöldið fékk móðir piltsins skilaboð frá áðurnefndum kaupanda hundsins og vildi sá fá peningana sína aftur. Þegar þar var komið sögu var pilturinn búinn að eyða peningnum. Þá rann upp fyrir piltinum, móður hans og kaupandanum að þau höfðu lent í svikamyllu. Þarf að kæra piltinn Kaupandi hundsins, sem vildi alls ekki láta nafn síns getið, staðfesti atburðarásina í samtali við DV. Hann taldi sig vera að kaupa hund af viðurkenndum aðila og lagði peningana inn á piltinn, síðar sama dag hafi svo runnið á hann tvær grímur og þá hafi hann haft samband við móðurina. „Ég er bú- inn að ræða við lögregluna og fékk þau svör að ég þyrfti að kæra pilt- inn ef ég vildi fá peningana mína aftur,“ segir kaupandinn. „Ég lét Bland vita strax og þeir tóku þetta út. Nokkrum dögum síðar sá ég aðra svona auglýsingu og lét taka hana út líka. Eitt er víst, ég er aldrei að fara að kaupa neitt á netinu aftur. Ég bara trúði ekki að þetta gæti gerst.“ Ráðist á móður piltsins Reid er búinn að senda piltinum hótanir ítrekað. Fékk pilturinn meðal annars senda mynd frá Leifsstöð þar sem svikahrappur- inn lætur piltinn vita að hann sé kominn til landsins og meðfylgj- andi mynd af byssu, sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en sem líf- látshótun. Hótanirnar koma bæði í gegnum Snapchat og gervimenn á Facebook. Eyjólfur segir að pilturinn skilji ekki um hvað mál- ið snýst. „Hann fékk bara lagt inn á sig pening og hélt að hann væri orðinn ríkur. Hann er einhverfur og með þroskaröskun. Hann skildi ekki hvað maðurinn var að tala um og gaf honum upplýsingar sem hann átti ekkert að gefa.“ Meðal þess var heimilisfang- ið piltsins. Fyrir stuttu var ráðist á móður hans á bílastæðinu fyrir utan heimili þeirra. „Hún er ör- yrki og er viðkvæm í baki. Það var maður sem stökk á hana á bíla- stæðinu,“ segir Eyjólfur og bætir við að pilturinn sé miður sín yfir öllu saman. DV hefur undir hönd- um myndir af áverkum sem hún hlaut við árásina, sem hefur verið tilkynnt til lögreglu. n Ari Brynjólfsson ari@dv.is Byrjunin á svik- unum. Maður sem kallaði sig Reid hafði sam- band við piltinn á Snapchat. Auglýsingin sem birtist á Bland. Reid býður honum auðvelda peninga, skjáskotin sem DV hefur undir höndum sýna að pilturinn, sem er ein- hverfur og með þroska- röskun, skilur manninn ekki fullkomlega. Svikahappurinn fékk kennitölu og reiknings- númer hjá piltinum. Hann brást svo ókvæða við þegar hann frétti að pilturinn væri búinn að eyða peningunum. Svikahrappurinn sendi piltinum mynd af byssu. Áverkar á móður piltsins. Hún vildi ekki koma fram undir nafni en gaf leyfi fyrir birtingu myndarinnar. Þetta bréf var á bílrúðu fjölskyldunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.