Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2018, Blaðsíða 62
62 FÓLK 21. sept 2018 Á huginn á fötum byrjaði þegar ég fermdist,“ segir Helgi, sem saumaði þá sína fyrstu flík með aðstoð ömmu sinnar, bol og buxur. „Það er skemmtilegt að geta sagt að ég hafi saumað fötin mín sjálfur.“ Fyrir ári fór Helgi til Los Angeles og lærði að handsmíða skó hjá Dominic Ciambrone, sem kallar sig The Shoe Surgeon. „Ég var búinn að vera mikill aðdá- andi hans í svona ár og sá að hann var reglulega að auglýsa nám- skeið í Bandaríkjunum og það var draumur minn að fara,“ segir Helgi. „Ég sagði foreldrum mínum frá því og mamma sagði mér bara að skrá mig, þrátt fyrir að ég hefði ekki hugmynd um hvernig ég ætti að borga námskeiðið.“ Helgi fór þá leið að óska eftir styrkjum í sínu nærsamfélagi, en hann er búsettur í Garði. Fjöldi fyrirtækja og einstaklinga styrkti hann til fararinnar, og einnig núna í haust þegar hann fór á sitt annað námskeið, í þetta sinn til New York. „Mig langar að þakka fjöl- skyldu, vinum og styrktaraðilum fyrir að standa við bakið á mér. Í fyrra skiptið var ég að hand- smíða Stan Smith-skó frá grunni. Þá kviknaði áhuginn fyrir alvöru, þetta er erfitt, krefjandi og skemmtilegt á sama tíma. Ég keypti til dæmis Michael Kors- tösku í Orlando og smíðaði skó úr henni. Í seinna skiptið var ég að handsmíða Air Jordan 1-skó,“ segir Helgi, sem segir þó fata- hönnunina vera í fyrsta sæti, þótt gaman væri að læra skósmíðina frekar líka. „Ég var í 40 klukkutíma með þetta skópar, en núna mætti reikna með að ég sé 30–35 klukkutíma,“ segir Helgi. 30 manns voru á námskeiðinu og aðeins nokkrir sem eru ekki búsettir í Bandaríkjunum; einn frá Japan, tveir frá Frakklandi og síðan Helgi. Fáar konur voru í þetta sinn, en fólk á öllum aldri, sá elsti var yfir fimmtugt og Helgi yngstur ásamt einum jafn- aldra. En af hverju ætti fólk að kaupa sérhannaða skó frekar en fjöldaframleidda? „Það er svo mikil vinna í að smíða eitt skópar, þú sérð 40 klukkutímar í stað 30 mínútna þegar um er að ræða fjölda- framleidda skó. Þeir eru fram- leiddir í vélum, en hjá okkur með höndum, eina vélin sem við notum er saumavél þannig að gæðin eru margfalt betri og vinnan töluvert meiri og líka skemmtilegra að eiga skó sem eru handsmíðaðir og enginn ann- ar á,“ segir Helgi. Lærimeist- arinn Dominic smíðar sína skó út í ákveðnum fjölda og þá eru þeir allir hand- smíðaðir frá grunni. Air Jordan-skórnir sem Helgi smíðaði í haust keppa nú í netkeppni á vegum skólans og eru verðlaunin vegleg: skórnir sem vinna fara í framleiðslu hjá Dominic. „Þetta er nýtt. Allir sem vildu taka þátt í keppninni sendu inn skóna sína og síðan er netatkvæða- greiðsla, sem all- ir geta tekið þátt í,“ segir Helgi sem langar í skóla úti að stúd- entsprófinu loknu og halda áfram að læra fatahönnun. n „Það hefur verið týnt tímabil í lífi mínu. Mjög týnt. Ég iðrast.“ Ef þú þyrftir að eyða einni milljón á klukkutíma, í hvaða verslun færir þú? Ég held að Elko kæmi sér vel. Gæti auðveldlega rölt þar um í klukkutíma og náð upp í millu. Hvaða lag skammastu þín mest fyrir að hafa haldið upp á? Sem unglingur hélt ég í skamma stund upp á þýsku þungarokks- hljómsveitina Helloween. Þeir eiga bara slæm lög. Það hefur verið týnt tímabil í lífi mínu. Mjög týnt. Ég iðrast. Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast? Schindler’s List. Án gríns. Eina myndin sem ég hef farið þrisvar sinnum á í bíó. Sex ára barn spyr þig hvort jólasveinn- inn sé til. Hvernig svarar þú? Ehh, já! Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur? Þú varst ekki maður með mönnum nema þú ættir Millet-úlpu. Það voru til bleikar, rauðar og bláar. Ég átti bláa. Yfir hverju getur þú alltaf hlegið? Fóst- bræðrum. Tímamótaklassík sem breytti íslenskum húmor. Borðar þú mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag? Ekki séns. Hef heyrt að það sé bráðdrepandi. Hvað ætti ævisagan þín að heita? „Það er bara þannig.“ Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að hætta? Að reykja. Hverju laugstu síðast? Að mér þætti erfitt að hætta að reykja. Hef aldrei reykt. Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í heiminum á þínum líftíma? Held að internetið skori nokkuð hátt á þeim lista. Hefur heldur betur minnkað heiminn. Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af? Metallica-tónleikunum í Egilshöll. Hvaða kvikmynd þætti þér helst við hæfi að breyta í söngleik? Sódóma Reykjavík uppfull af 90’s tónlist yrði snilld og myndi slá í gegn. Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið? Þegar ég vann á valtara í eitt sum- ar. Einmanalegustu mánuðir lífs míns. Um hvað varstu alveg viss þangað til þú komst að því að þú hafðir rangt fyrir þér? Hefur aldrei hent mig. Sorrí. Ef þróunarkenningin er rétt, af hverju eru svín þá ekki með vængi? Nákvæm- lega! Hver samdi þessar spurningar eiginlega? Hringið í Nobel! Hvað er framundan um helgina? Þarf að passa upp á ykkur alla helgina, þannig að verið þið þæg. Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum fyrir ákveðnar skoðanir sínar, bæði hvað varðar löggæsluna í landinu, sem og aðra þjóðfélagsumræðu. Biggi gaf sér tíma á frívaktinni til að sýna lesendum DV á sér hina hliðina. HIN HLIÐIN Skór Helga keppa um að komast í framleiðslu Helgi Líndal er 17 ára nemandi í fatahönnun við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann hefur brennandi áhuga á fötum og skóm og hefur farið tvisvar til Bandaríkjanna að læra skósmíði hjá virtum skó- hönnuði. Skórnir sem hann smíðaði keppa nú í net- keppni um að komast í framleiðslu. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.