Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Qupperneq 30

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Qupperneq 30
30 Ljósmæðrablaðið - desember 2014 Ljósmóðirin Dr. Dennis Walsh kom til landsins í lok október sl. og var með fræðsludag fyrir ljósmæður á fæðingarvakt Landspítalans (23B) um eðlilegar fæðingar. Dr. Dennis Walsh er ástralskur að uppruna, en búsettur í Bretlandi, þar sem hann starfar við rannsóknir og kennslu. Við í ritnefnd Ljósmæðrablaðsins settumst niður með honum í lok dags og spurðum hann nokkurra spurninga um líf hans og störf. Segðu okkur aðeins frá sjálfum þér. Ég er fæddur í Brisbane sem er í Queensland í Ástralíu og flutti til Bretlands þegar ég var rúmlega tvítugur. Ég lærði hjúkrun í Ástralíu og lærði svo ljósmóðurfræði í Bretlandi 1985‒1986 í Leicester. Ég giftist breskri konu. Ég vann sem ljósmóðir til ársins 2000, svo fór ég í háskóla, var þar kennari og tók doktorsgráðu með áherslu á ljósmæðrareknum einingum. Það efni hefur verið mér hugleikið og hef ég rannsakað það mestalla tíð. Síðan þá hef ég unnið í mismunandi háskólum og starfa núna við háskólann í Nottingham. Þar starfa ég mest við rannsóknir og kenni meistara- og doktorsnemum. Sérgrein mín er ljósmæðrareknar einingar og rannsóknir um eðlilegar fæðingar. Þetta er það sem ég kenni og skrifa um. Hvernig byrjaði áhugi þinn á ljósmóðurfræðum, var þetta gamall draumur? Nei, þetta var ekki gamall draumur. Ég held að ég hafi ekki gert mér grein fyrir hvað ég var að fara út í þegar ég hóf námið. Ég vissi að minnsta kosti ekki það sem ég veit núna. Ég hef sennilega verið á milli tvítugs og þrítugs. Ég starfaði sem hjúkrunarfræðingur á bráðadeild í Leicester. Mér fannst enskar ljósmæður alveg einstakar, þær taka sjálf- stæðar ákvarðanir og þurfa í raun ekki á læknum að halda. Þær eru við stjórn í eðlilegum fæðingum og heimafæðingum. Það varð til þess að ég fór að hugsa: „Þetta er það sem mig langar til að gera. Þetta held ég að gæti verið skemmtilegt“. Þess vegna fór ég í námið. Ég held að þegar karlmaður fer að læra ljósmóðurfræði, þá þurfi hann að vera meðvitaður um kynhlutverk. Við köllum þetta kvenfrelsi í Bretlandi. Hann þarf að vera meðvitaður um kvenfrelsishugsjónina í barnsfæðingum. Karlmenn hafa reynt að taka fæðinguna yfir og stjórna henni, en þú vilt alls ekki gera það ef þú ætlar að starfa sem karlljós- móðir. Þú mátt ekki stjórna. Hann þarf að vera nærgætinn og veita stuðning, konan er sú sem stjórnar. Ef karlmaður ætlar að læra ljós- móðurfræði, þá er gott fyrir hann að tala við einhvern sem segir honum þetta. Enginn sagði mér þetta. Ég var svolítið barnalegur. Ég var ekki alveg viss, en ég er ánægður með að hafa lært þetta, mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Ég áttaði mig á þessum gildum miklu síðar, en það er betra að átta sig á þeim strax í upphafi. Finnst þér að ef karlmaður lærir ljósmóðurfræði að þá þurfi hann að breyta starfsheiti sínu úr ljósmóðir í ljósfaðir, eins og oft hefur heyrst í umræðunni? Nei, ég held ekki af því að stærsti hluti ljósmæðra í heiminum eru konur. Midwife þýðir að vera með konu. Það er mikilvægt að við höldum nafninu eins og það er í dag. Þetta snýst ekki um að vera eigin- maður eða um kyn. Við þurfum bara að komast í snertingu við okkar kvenlega innsæi. Á Íslandi eru engir karlmenn starfandi sem ljósmæður, það þekktist í gamla daga en í dag er þessi stétt eingöngu skipuð konum. Myndir þú hvetja karlmenn til að læra ljósmóðurfræði? Í Englandi eru um 20.000 ljósmæður og af þeim eru um 100 karl- menn, mjög lágt prósentuhlutfall. Karlar verða að búa yfir mikilli löngun til að verða ljósmóðir því þetta er mjög sérstakt starf. Venju- lega sinna konur þessu starfi betur en karlmenn vegna þess að það er þeim eðlislægara en ég held að karlmenn geti verið góðar ljósmæður en þeir verða að gera sér grein fyrir hlutverki sínu. Þeir verða að skilja fæðingu og skilja hvernig á að styðja konur. Já, karlmenn geta lært ljósmóðurfræði ef þeir eru alveg vissir um að það sé það sem þeir vilja gera. Ég held að karlmenn verði alltaf lítill hluti af stéttinni og ég held að það sé alveg eðlilegt. Ef við lítum á söguna þá hafa konur sinnt þessu starfi, ég held að það sé eðlilegt. Það þýðir ekki að þú getir ekki orðið ljósmóðir ef þú ert karlmaður, held bara að þeir verði alltaf fáir. Átt þú börn? Já, ég á tvær dætur. Fyrri var fædd í Leicester á spítala. Seinni dóttir mín var líka fædd á spítala en það var vatnsfæðing. Það fannst mér frábær upplifun því ég gat verið með konunni minni í pottinum og hjálpað til við fæðinguna. Það var góð reynsla og hefur haft áhrif á starf mitt sem ljósmóðir. Getur þú útskýrt betur hvernig það hafði áhrif á þig að sjá dætur þínar fæðast? Jú, þegar maður sér einhvern sem maður elskar eins og konuna sína fara í gegnum þessa reynslu gerir það mann auðmjúkan. Hún var svo sterk. Hún notaði engin lyf og ég veit að þetta var erfitt fyrir hana. Svo ég hugsaði: „Vá hún er stórkostleg. Hún getur sýnt hvernig eðli- leg fæðing er, styrkjandi, jákvæð, glöð og ánægð. Þetta gerði það að verkun að ég ber meiri virðingu til kvenna sem velja sér þetta og sjá hag sinn í því að fara í gegnum fæðingu svona. Vatnsfæðingin hafði sérstök áhrif á mig, af því að það er svo gott að upplifa þessa nánd sem foreldrar. Samkvæmt mörgum rannsóknum þá fækkar eðlilegum fæðingum þegar konum með eða án áhættuþátta er blandað saman (lowrisk og highrisk deildir), eins og gert hefur verið á Landspítalanum með sameiningu Hreiðursins og Fæðingargangs. Hver er þín skoðun á því? Þarf ég að tala varlega? Sameiningin hér stangast á við það sem almennt er verið að gera á öðrum stöðum í heiminum, því allar rann- sóknir segja að það gangi betur að viðhalda eðlilegum fæðingum þegar þessar deildir eru aðskildar, ég þekki þessar rannsóknir vel, ég hef tekið þátt í nokkrum þeirra. Ég tók þátt í gerð Cochrain- Ljósmæður verða að taka sjálfstæðar ákvarðanir og vera sveigjanlegar Viðtal við Dr. Dennis Walsh

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.