Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Qupperneq 35

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Qupperneq 35
35Ljósmæðrablaðið - desember 2014 fimm ára nám til meistaraprófs og starfsréttinda og 45% leið þrjú, eða að ljósmæðranámi ljúki með meistaraprófi og hjúkrunarnám/ hjúkrunarleyfi er inntökuskilyrði (sbr. mynd hér á eftir). Svarmöguleiki Svör % (fjöldi ljósmæðra) Leið 1 41,1% (46) Leið 2 13,4% (15) Leið 3 45,5% (51) Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um könnunina á skrifstofu Ljósmæðrafélags Íslands. Seinni dag fundarins var unnið í hópum. Settar voru fram þrjár spurningar sem hóparnir fjölluðu um. Lengd ljósmæðranáms. Niðurstaða fundarins var sú að fimm ára mastersnám í ljósmóðurfræði til starfsréttinda væri óskaleiðin. Rætt var um að slíkt nám ætti ekki að vera 3+2 eins og oft er talað um. Rætt var um mikilvægi þess að ljósmæður sjálfar sæju þennan valkost sem heppilegan og til þess fallinn að auka enn á virðingu stéttarinnar. Í því sambandi var bent á að dýralæknar og læknar ljúka víða námi á fimm árum. Bent var á mikilvægi þess að gæta þess að námið henti starfsumhverfi og verksviði/verkefnum ljósmæðra í hverju landi. Starfssvið ljósmæðra (e. scope of practice). Fundurinn var sammála um og lagði áherslu á að í ljósmæðranámi verði lögð áhersla á kennslu og þjálfun á þeim sviðum sem alþjóðasamþykktir (t.d. ICM og WHO) ná til, jafnvel þó ljósmæður hafi ekki tækifæri til að sinna þessum þáttum í sínu landi. Til dæmis sinna ljósmæður í Danmörku ekki sængurlegu nema á einstaka stað, einnig sinna ljósmæður ekki meðgönguvernd í Finnlandi. Mikið er horft til Svíþjóðar varðandi þennan þátt þar sem ljósmæður sinna konum á öllu frjósemisskeiði þeirra. Nokkur umræða skapaðist einnig um íslenska þýðingu á orðinu ,,midwifery“, en það er ekki enn til íslenskt orð yfir það. Rætt var um hvort nota mætti orðið ljósmæðrun yfir midwifery þar sem orðið mæðrun virðist vera að ná fótfestu í málinu, sbr. staðgöngumæðrun. Bent var á í þessu samhengi að hjúkrunarfræðingar tala um hjúkrun (e. nursing). Sameiginleg menntun/námskrá. Umræða varð um að hve miklu leyti væri heppilegt að námskrár landanna væru sameiginlegar. Nemendaskipti milli landa hafa ekki verið vandkvæðum bundin og það sem helst hindrar eru tungumálaerfiðleikar og tryggingar sumstaðar eins og í Englandi. Nemendur sem fara í skiptinám á vegum Erasmus og Nordplus fara með þeim skilyrðum að gestgjafinn tryggi nemandann. Niðurstaða fundarins. Lagt var til að Norðurlandasamtök ljósmæðra (NJF) myndu senda frá sér yfirlýsingu um hvernig æskilegt skipulag náms væri hvað varðar þætti eins og innihald og tímalengd. Hvað félögin teldu best til þess fallið að mennta ljósmæður til þeirra starfa sem þeim er ætlað að sinna. Yfirlýsingin má gjarnan vera löng og til þess fallin að hægt sé að vinna frekar með hana í hverju landi fyrir sig. Ennfremur var ákveðið að stofna vinnuhóp aðila sem hefðu sterka tengingu við stjórn félagsins og menntun ljósmæðra. Vinna hópsins mun fara fram á fjarfundum og gegnum tölvusamskipti. Þessi hópur á skoða spurningar þær sem hóparnir unnu með og skila skýrslu til stjórnar NJF um miðjan febrúar 2015. Skýrslan mun svo verða til umfjöllunar á næsta stjórnarfundi NJF. Í þessum vinnuhópi sitja Kit Dynnes Hansen frá Danmörku, formaður hópsins, Kari Bjerck frá Noregi, Marianne Johansson frá Svíþjóð, Annika Hoydal frá Færeyjum, Eva Matintupa frá Finnlandi og Helga Gottfreðsdóttir frá Íslandi. Hildur Kristjánsdóttir Áslaug Valsdóttir Mynd 1. Yfi rlit yfi r ljósmæðranám á Norðurlöndum.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.