Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Side 44

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Side 44
44 Ljósmæðrablaðið - desember 2014 Sjálfstæður rekstur í höndum ljósmæðra Vorið 2010 stóðum við stöllur alsælar með lokaverkefni okkar í ljósmóðurfræði undir hendinni og vorum með stóra drauma. Heiti lokaverkefnisins var „Ljósmæðrasetur – hagkvæm barneignarþjónusta í höndum ljósmæðra“. Tilgangur og markmið þessa lokaverkefnis til embættisprófs í ljósmóðurfræði var að skoða kosti ljósmæðrastýrðar þjónustu út frá efnahags- og faglegu sjónarmiði. Einnig að þróa viðskiptaáætlun fyrir sjálfstætt starfandi ljósmæðrasetur sem staðsett yrði utan sjúkrahúss en lokaverkefnið var byggt á þeirri viðskiptaá- ætlun. Fljótlega eftir útskrift stofnuðum við fyrirtæki sem fékk nafnið Ljósmæðrasetrið sf. og í framhaldinu fórum við að halda námskeið fyrir verðandi foreldra til að undirbúa þá sem best undir það ferðalag sem fæðingin er. Við fórum á fund Maríu Sigurðardóttur ljósmóður og þáverandi eiganda 9 mánaða og úr varð að við leigðum hjá henni aðstöðu til að halda námskeiðin. Nóg var að gera hjá okkur strax frá upphafi og hafa námskeiðin verið haldin óslitið 3‒4 sinnum í hverjum mánuði síðan sumarið 2010 og hafa nú um 1.200 pör setið námskeiðin hjá okkur. Við störfum báðar við fæðingar og finnst það vera mikill kostur þar sem reynsla okkar þaðan nýtist okkur mjög vel á námskeiðunum. Við leggjum þar aðaláherslu á fæðinguna sjálfa og hvað parið getur gert til að vinna sig sem best í gegnum fæðinguna. Það er ánægjulegt að nú hafa verðandi foreldrar aukið val um þjónustu sem þeir geta sótt á meðgöngunni, eins og fæðingarfræðslu- námskeið hjá heilsugæslunni, hjá Lygnu fjölskyldumiðstöð og hjá 9 mánuðum – ljósmæðrasetri. Það sama má segja um brjóstagjafanám- skeið en allir þessir fyrrnefndu staðir bjóða upp á brjóstagjafanám- skeið fyrir verðandi foreldra. Það er mikilvægt að ljósmæður í mæðra- vernd upplýsi sínar konur um þá valkosti sem þær hafa um fræðslu á meðgöngunni. Enda segir orðrétt í klínískum leiðbeiningum Land- læknis í kafla 1.2 um upplýst val: Mikilvægt er að hverri konu sé gert kleift að taka upplýsta ákvörðun um þá þjónustu sem hún þiggur á meðgöngunni. Það er á ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna sem annast konuna að útskýra hvaða valkosti hún hefur og veita skýrar og óhlut- drægar upplýsingar. Virða ber þá ákvörðun sem konan tekur. Þetta er í samræmi við lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 (tilvitnun lýkur). Það var svo um mánaðamótin febrúar/mars á þessu ári að breytingar urðu á högum okkar undirritaðra. María Sigurðardóttir kallar okkur á fund til sín þar sem hún segir að hún sé búin að ráða sig til starfa í Danmörku og ætli því að selja fyrirtækið sitt, 9 mánuði. Hún segist vilja bjóða okkur fyrirtækið til kaups. Við þökkuðum henni vel fyrir að hugsa til okkar en sögðum henni jafnframt að við værum ekki á leið í stærri fyrirtækjarekstur en að halda utan um okkar litla fæðingar- fræðslunámskeið. Áður en kvöldið var liðið vorum við stöllur þó búnar að hringjast á og spá og spekúlera hvort þetta gæti hugsanlega verið það sem okkur langaði einmitt til að gera. Hvað varð um drauminn okkar stóra þegar við útskrifuðumst, þ.e. að sinna sjálfstætt rekinni barneignaþjónustu? Hugmyndin um að sinna konum á meðgöngu og pörum á barneignar- aldri fannst okkur mjög spennandi. Var hugsanlega kominn vísir að því sem við tókum fyrir í lokaverkefni okkar? Tíminn var skammur, við höfðum aðeins nokkra daga til að ákveða okkur og útvega fjármagn til þess að fjármagna kaupin. Við urðum því að vinna hratt og vinna mikið. Eftir nokkra daga umhugsun og viðræður við fjármögnunaraðila varð úr að við festum kaup á fyrir- tækinu. Við vorum á þessum tíma á leið til Hong Kong að heimsækja skólasystur okkar, Ólafíu Aradóttur ljósmóður, sem var þá við störf í Hong Kong. Sú ferð var löngu ákveðin og hún skyldi standa en úr því að ákvörðun var tekin um að kaupa fyrirtækið 9 mánuði þá breyttist sú ferð svolítið. Úr varð vinnuferð með skemmtilegu ívafi. Þar fengum við að heimsækja fyrirtækið Annerley, ljósmæðrarekið fyrirtæki sem Hulda Þórey Garðarsdóttir ljósmóðir og Kristrún Lind Birgisdóttir reka og eru eigendur að. Það var gaman að heimsækja Huldu og hennar fyrirtæki en hjá henni fengum við margar góðar hugmyndir og upplýsingar sem við gátum nýtt okkur í væntanlegum rekstri. Þegar heim var komið tók við heilmikill lærdómur í rekstri fyrirtækisins þó aðallærdómurinn hafi þó falist í því að læra á þrívíddarsónarinn. Það Guðrún (Gúa) og Elín Arna.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.