Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Page 45

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Page 45
45Ljósmæðrablaðið - desember 2014 gekk mjög vel og María ljósmóðir fór svo til annarra starfa á erlendri grund í apríl og undirritaðar komnar á fullt í skipulagningu og að gera ýmsar breytingar á fyrirtækinu sem fékk viðbótarheiti við kaupin og heitir nú 9 mánuðir – ljósmæðrasetur sf. Við erum með margar hugmyndir í kollinum og vonandi gefst okkur tími og tækifæri til að koma eitthvað af þeim í framkvæmd. Við teljum að ljósmæður geti vel unnið sjálfstætt og sem sjálfstæðir rekstraraðilar því ljósmæður eru vel menntuð stétt og geta allt sem þær vilja . Það var ánægjulegt að geta boðið ljósmæðrum og ljósmæðra- nemum í opið hús 9 mánaða – ljósmæðraseturs 9. október sl. til að kynna fyrir þeim starfsemi fyrirtækisins. Við höfum lagt okkur fram við að gera staðinn að okkar og bæta aðstöðu starfsfólks sem og skjól- stæðinga. Við settum á laggirnar nýja heimasíðu í byrjun nóvember sl. www.9manudir.is og útbjuggum fallegan kynningarbækling. Við þökkum þeim ljósmæðrum og -nemum kærlega fyrir að gefa sér tíma til að heimsækja okkur og kynnast fyrirtækinu. Myndir sem hér birtast eru fá þeirri kynningu. Fyrirtækið 9 mánuðir – ljósmæðrasetur veitir margvíslega þjónustu sem fjallað er um hér á eftir: SÓNARSKOÐUN Hjá 9 mánuðum – ljósmæðrasetri er boðið upp á tvívíddar- og þrívíddarsónar og hafa vinsældir þrívíddarskoðunar aukist á síðast- liðnum árum. Ekki er um neinar fósturrannsóknir að ræða hjá 9 mánuðum og er það sett sem skilyrði fyrir skoðun að konur hafi farið í sónarskoðun í viku 18‒20 þar sem aðalgreining fósturgalla fer fram. Þetta er gert samkvæmt ábendingu Landlæknisembættis og upplýsum við allar konur um þessa ábendingu þegar þær óska eftir sónarskoðun. Ef hins vegar kæmi upp sú staða að eitthvað virðist óeðlilegt í skoðun- inni munum við að sjálfsögðu ræða það við foreldrana og senda þá áfram til frekari rannsókna. Foreldrar fá myndir af barninu á pappír og allar myndir bæði í 3D og 4D á USB lykli, en fjórvíddin þýðir að hreyfingum er bætt við, þ.e. hreyfingar barnsins sjást í þrívídd (e. realtime). Sónartækið okkar er af gerðinni Voluson 70 PRO. sem er sónartæki í háum gæðaflokki og uppfyllir öll öryggisskilyrði sem slíkt tæki þarf að uppfylla. Voluson tækin eru leiðandi í heiminum á sviði fósturskoð- ana og gefa einstaklega skýrar myndir af börnum í móðurkviði. Verðandi foreldrar hafa leyfi til að hafa ættingja með sér í skoðun- ina ef þeir óska þess. Þar sem ekki er um greiningarsónar að ræða þá höfum við leyft verðandi foreldrum að hafa með sér gesti sem oftast eru þeir sem standa þeim næst, eins og ömmur og afar. Það er gaman að fylgjast með viðbrögðum fólks og það eru ekki síður afarnir sem sýna mikla tilhlökkun þegar þeir sjá væntanlegt barnabarn sitt birtast á skjánum. Það eru miklar tilfinningar sem koma í ljós í skoðunarher- berginu, tilhlökkun og jafnvel gleðitár sem renna niður kinnar. Þetta er ánægjustund fyrir fjölskylduna alla og eru fjölskyldumeðlimir oft með margar spurningar sem við svörum eftir bestu getu. Sumar konur hafa mikla þörf fyrir að tjá sig, þær tala um líðan sína, spyrja spurninga og við sem ljósmæður þekkjum vel þarfir og væntingar kvenna og erum því vel til þess fallnar að svara spurningum þeirra. Við teljum okkur því geta sinnt þessari skoðun vel og gefum hverri konu góðan tíma eða allt að klukkustund ef á þarf að halda. Með okkur í sónarskoðunum er Ásthildur Gestsdóttir ljósmóðir en hún þekkir vel til sónarskoðana bæði á Akranesi og á Ísafirði.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.