Litli Bergþór - 01.07.2017, Síða 41

Litli Bergþór - 01.07.2017, Síða 41
Litli-Bergþór 41 Eftirtaldir aðilar styrkja útgáfu Litla-Bergþórs og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir: Gullfosskaffi við Gullfoss s. 486 6500 Helgi Gumundsson rafvirki s. 864 6960 Hótel Geysir, Haukadal s. 480 6800 Hótel Gullfoss, Brattholti s. 486 8979 JH-vinnuvélar ehf/ Brekkuheiði ehf s. 892 7190 Miðhúsabúið ehf, Miðhúsum s. 486 8640 Skjól-Camping, Kjóastöðum s. 899 4541 Úthlíð ferðaþjónusta s. 486 8770 „Vilt þú heyra afhverju ég sótti um í Laugarási?“ spyr Pétur. „Best að Sísa segi þér frá því“. Sísa segir að fyrstu kynni hennar af þessu landssvæði hafi verið í ferð um uppsveitir Árnessýslu, vorið 1973 þar sem keyrt var um Laugarás og Skálholt. Henni fannst þetta grösug og falleg sveit. Hún þekkti líka til Jósefínu og Guðmundar læknis, sem voru í Laugarási á árunum 1973 til 1983, og voru að hætta þegar þau Pétur komu heim frá Svíþjóð. Hún þekkti einnig Gylfa Jónsson, þáverandi rektor Skálholtsskóla, sem var skólabróðir hennar úr MA. Hún hringdi í hann þegar fjölskyldan var að undirbúa komuna til Íslands og fékk kennslustarf við Skálholtsskóla. Það var því Sísa sem lagði til að Pétur sækti um læknisstöðuna í Laugarási og tæki við af Guðmundi. Konráð læknir var þá farinn fyrir ári síðan og hafði annar læknir, Þórir, verið þar í eitt ár. Um störf þeirra Gylfa í Laugarási vísaði Pétur í viðtöl við þá félaga í Læknablaðinu og Mogganum. Blaðamaður fann þessar greinar og vitnar til þeirra þegar honum finnst þurfa. En þá er best að byrja á upphafinu og pumpa þau hjónin um ættir þeirra og uppruna. „Best að frúin byrji“ segir Pétur. „Þá þarf ég minna að segja“. Sigríður: Ég er fædd á Sauðárkróki 19. nóvember 1947 og uppalin þar. Foreldrar mínir voru Ingveldur Rögnvaldsdóttir úr Blönduhlíð í Skagafirði og Guttormur Óskarsson, mikill Skagfirðingur, þó hann ætti ættir að rekja í Eyjafjörðinn. Hann vann lengst af sem gjaldkeri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Móðir mín var húsmóðir en vann síðar við kaffiveitingar hjá KS og í kvenfataverslun. Við erum tvær alsystur, ég og yngri systir mín Ragnheiður Sigríður, sem býr á Króknum og svo ólu foreldrar mínir upp bróðurdóttur pabba, Elísabetu Bjarnfríði Vilhjálmsdóttur, en hún býr í Reykjavík. Á brúðkaupsdaginn.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.