Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Blaðsíða 16
16 30 nóvember 2018 F yrir um ári voru liðsmenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið (IS) hraktir frá einum af síðustu bæjunum sem þeir höfðu á valdi sínu í Írak. Þessu fagnaði Donald Trump Bandaríkjaforseti með tísti þar sem hann sagði að nú „væru dagar kalífadæmisins á enda“. Þá hafði IS misst 98 prósent af hinu svokallaða kalífadæmi sem náði yfir þriðjung Írak og helming Sýrlands á mektardögum IS 2014. Ósigur IS var því nánast algjör, eða hvað? IS hefur sýnt að samtökin eru langt frá því að vera dauð úr öllum æðum og þau eru miklu hættu- legri en margir töldu mögulegt. Þrátt fyrir að hafa tapað yfirráðum yfir nær öllu landsvæðinu, sem samtökin höfðu náð á sitt vald, eru samtökin enn við ágæta heilsu. Og það virðist ekki hafa gert út af við þau að tugir þúsunda liðsmanna þeirra féllu í átökunum. Samtökin samanstanda nú af tæplega tuttugu deildum en í hverri eru hundruð eða þúsundir liðsmanna samtakanna. Þetta sagði Russel Travers, sem stýrir baráttu Bandaríkjanna gegn hryðju- verkamönn- um, fyrir öldungadeild Bandaríkja- þings í október. Sérfræðingar, bæði í Mið- Austurlöndum og á Vesturlöndum, segja að þessi lífseigla IS sé tilkomin vegna upp- byggingar samtakanna. Þau eru byggð upp á mörgum hryðju- verkahópum þar sem lítil mið- stýring er til staðar en sú sem er til staðar virkar mjög vel. Bæði Sam- einuðu þjóðirnar og bandarísk yfir völd telja að nú séu um 30.000 vígamenn undir fánum IS en það eru álíka margir og þegar best lét á blómaskeiði samtakanna. Talið er að um 100 erlendir víga- menn gangi til liðs við samtökin í hverjum mánuði, mun færri en þegar mest var en þá bættust um 1.500 erlendir vígamenn í hóp- inn í mánuði hverjum. Í nýlegri skýrslu The Institue for the Study of War, í Washington, kemur fram að með sömu þróun muni IS geta hafið umfangsmikla hryðjuverka- starfsemi á nýjan leik og sigrað hersveitir í Írak og Sýrlandi. Hafa mikla fjármuni Hryðjuverkasamtökin eru ekki á flæðiskeri stödd en á blómaskeiði þeirra frá júní 2014 fram á vor 2015 voru tekjur þeirra um 5,5 milljarð- ar dollara. Uppistaðan var tilkom- in vegna sölu á olíu og gasi, vopna- og eiturlyfjasölu, skattheimtu, sektum, fjárkúgun, ránum og grip- deildum og alls kyns smygli. Út- gjöld IS voru einnig mikil en samt er talið að þau hafi tekið um 400 milljónir dollara með sér þegar þau hröktust frá svæðum sínum. Nú er unnið hörðum höndum að því að hvítþvo þessa peninga í gegnum löglega starfsemi. Ein af aðferðunum sem notaðar eru felst í því að samtökin, í gegnum milli- liði, kaupa sig inn í lögleg fyrirtæki eins og veitingastaði, bílasölur, lyfjabúðir og alls konar verslan- ir. Milliliðirnir eru ekki endilega stuðningsmenn IS, það er frekar gróðasjónarmið sem ræður för hjá þeim. Þeir fá peninga hjá IS gegn því að greiða samtökunum hluta af hagnaðinum. En vinsælasta aðferðin er að setja peningana í gjaldeyrisvið- skipti. Þannig er hægt að skipta ýmsum gjaldmiðlum í dollara sem er hægt að nota um allan heim. Talið er að í Bagdad séu mörg hundruð litlar gjaldeyrissölur sem eru á vegum IS. IS tók meira að segja þátt í gjaldeyrisuppboðum seðlabankans á árunum 2014 og 2015. Samtökin láta nú aðallega til sín taka á svæði norðvestur af Bagdad og á mörgum svæðum fyrir norðan við Mosul fer IS nán- ast með stjórnina og virðist sem fall kalífadæmisins hafi ekki haft mikil áhrif þar. Samtökin hafa gert samstarfssamninga við fólk sem áður tilheyrði öryggissveitum Saddams Hussein og aðra sem voru honum hliðhollir. Að nætur- lagi leika liðsmenn IS nánast al- gjörlega lausum hala og hafa árás- ir þeirra á öryggissveitir, óbreytta borgara og innviði færst í aukana á undanförnum mánuðum. Talið er að samtökin hafi að meðaltali tekið þrjá til fjóra ættflokkahöfð- ingja og þorpshöfðinga af lífi í viku hverri á undanförnum mánuðum. Samtökin virðast því vera að herða tök sín á þessu helsta áhrifa- og yfirráðasvæði sínu. Í Sýrlandi láta samtökin einnig enn að sér kveða og myrða óbreytta borgara á yfirráðasvæð- um stjórnarhersins. Þá eru mörg þúsund liðsmenn samtakanna á um 20 kílómetra langri ræmu á landamærum Írak og Sýrlands, svæði sem er annars á valdi Kúrda. Kúrdískar hersveitir hófu sókn gegn IS á þessu svæði í septem- ber og njóta stuðnings banda- rískra herflugvéla. En átökin hafa dregist á langinn og IS hefur sótt sér liðsauka frá norðurhluta Sýr- lands. Auk þess hafa Kúrdarn- ir verið uppteknir við að verjast Tyrkjum í norðurhluta Sýrlands og hafa því ekki getað einbeitt sér að fullu að því að gera út af við IS. Sókninni átti að ljúka í desember en nú stefnir í að hún teygi sig inn í næsta ár hið minnsta. Leiðtogi IS, Abu Bakr al-Bagh- dadi, virðist heldur ekki vera dauð- ur úr öllum æðum og í ágúst birtu samtökin hljóðupptöku þar sem hann sór þess eið að hann myndi hefna sín á „vantrúuðum svikur- um“ og hvatti til hryðjuverkaárása á Vesturlöndum. Hann sagði að ein árás á Vesturlöndum sé eins og mörg þúsund árásir í Mið-Austur- löndum. n FRÉTTIR -ERLENT Áskriftarklúbbur DV Meðlimir áskriftarklúbbs DV framvísa aðildarkorti sem er í gildi hverju sinni til að nýta sér þau tilboð og fríðindi sem eru í boði hverju sinni fyrir áskrifendur DV. Áskriftarklúbbur Áskriftarklúbbskorti ð gildir til 31.12.201 8 Wizar lock Wizar lock Leður 239.900 kr. Áskriftarklúbbsverð 179.925 kr. Wizard lock Tau 199.900 kr. Áskriftarklúbbsverð 149.925 kr. T I L B O Ð DV O G VO G U E ÁSKRIFTARKLÚBBA- Tilboðið gildir til áramóta. F Y R I R H E I M I L I Ð Síðumúla 30 - Reykjavík / Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri / Sími 462 3504 ÍSLAMSKA RÍKIÐ LIFIR GÓÐU LÍFI Mokar inn peningum og laðar að sér fjölda nýrra liðsmanna Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is ISIS-liðar Langt frá því að vera dauðir úr öllum æðum. Abu Bakr al-Baghdadi Hvetur enn þá til hryðju- verkaárása á Vesturlöndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.