Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Blaðsíða 14
14 30 nóvember 2018FRÉTTIR Þ ú ert komin út á rosa- lega skrýtna vegferð með þessu,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, þegar DV hringdi í hann á miðvikudag. Það var áður en nokkur frétt um fund sex þing- manna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustri hafði verið birt. Gunnar hló og gerði lítið úr spurn- ingum blaðamanns. Síðan þá hafa DV og Stundin greint ítarlega frá samtölum þingmannanna á Klaustri, óhefluðum talsmáta um konur, samkynhneigða og fatlaða. Einnig að Gunnar hafi grobbað sig af því að hafa „dílað“ með sendi- herrastöður til að eiga inni greiða. „Óskaplega skítlegt af þér“ „Heldur þú að ég hefði ekki sagt eitthvað ef það hefði átt að setja mig af sem þingflokksformann?“ sagði Gunnar og var ekki sáttur við spurningar blaðamanns DV. „Þetta er svo vitlaust, að halda að menn séu að gera svona yfir bjór.“ Þegar Gunnari var gert ljóst að samtalið hefði verið tekið upp varð hann hneykslaður. „Hver er að taka það upp þegar menn eru að skemmta sér með vinum sín- um? Skítaháttur er þetta. Við vor- um að tala um allan fjandann. Vá, hvað þetta er ómerkilegt. Mér finnst ótrúlegt að þið séuð að fjalla um eitthvað sem er tekið á laun.“ Blaðamaður gekk á Gunnar og spurði hvort alvara hefði verið með því að bjóða Ólafi og Karli að ganga í flokkinn. „Þetta er algjör þvæla og mér þykir leitt að þið ætlið að fara að snúa þessu upp í eitthvað svona rugl. Menn verða að geta sest nið- ur, haft gaman með félögum sín- um. Þú ert að hlusta á hljóðupp- töku sem var tekin upp án okkar vitundar. Mér finnst það óskap- lega skítlegt af þér sem fjölmiðla- manni að ætla að fara að nýta þér það. Auk þess að snúa út úr því,“ sagði Gunnar og byrsti sig. Auðmjúkur eftir fréttaflutning Eftir að efni upptakanna hefur ver- ið gert opinbert og almenningur fengið að sjá inn í „reykherbergið“ hefur talsmáti Gunnars breyst til muna. Í viðtali á Rás 2 á fimmtu- dagsmorgun var hann auðmýktin uppmáluð. „Menn gera alls konar vitleysu þegar þeir eru drukknir, en það réttlætir það samt ekki að setja hlutina svona fram. Ég sagði þarna hluti sem ég – mér bara dauðbrá þegar ég heyrði þetta, en man ekki allt sem fór þarna fram – en til dæmis ummæli mín um Oddnýju Harðardóttur eru bara hræðileg,“ sagði Gunnar. Þá sagðist hann til dæmis hafa beðið Friðrik Ómar Hjörleifs- son söngvara afsökunar. Á upptökunum heyrist Gunnar tala um „smjör á smokknum hjá hon- um þarna Friðriki Ómari.“ Hann sagði einnig að það væri lang- ur listi af fólki sem hann þyrfti að biðja afsökunar. n Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu. Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur. Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR MIKILL MUNUR Á ORÐ- RÆÐU GUNNARS FYRIR OG EFTIR BIRTINGU„Vá, hvað þetta er ómerkilegt. Kristinn Haukur Guðnason Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson bjartmar@dv.is / kristinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.