Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Blaðsíða 6
6 30 nóvember 2018FRÉTTIR Reykjavíkurborg skrifaði undir samning um leigu á einbýlishúsi í Stigahlíð af aðilum sem tengd­ ust GAMMA áður en leigusalarn­ ir höfðu gengið frá kaupsamn­ ingi um eignina. Leigusalarnir keyptu húsið á 76 milljónir króna en fasteignin hefur skilað þeim um 47 milljónum króna í leigu­ tekjur frá reykvískum skattgreið­ endum á aðeins þremur árum. Húsið var hugsað sem athvarf fyrir hælisleitendur og um tíma dvöldu allt að tuttugu hælisleit­ endur í húsinu, sem er 350 fer­ metrar að stærð. Það var rýmt í júlí á þessu ári vegna slæms ástands þess. Reykjavíkurborg hefur síðan greitt leigu fyrir tómt hús. „Þetta var neyðarúrræði,“ segir upp­ lýsingastjóri Reykjavíkurborgar aðspurður um hátt leiguverð og einkennilegan aðdraganda. Nýttu sér neyðarástand til hins ýtrasta Þann 20. nóvember 2015 skrifaði stærsti eigandi fyrirtækisins Karls Mikla ehf., Arnar Hauksson, und­ ir leigusamning við Reykjavíkur­ borg um leigu á áðurnefndu 350 fermetra húsnæði við Stigahlíð 61. Þá var umrætt hús í eigu annars fyrirtækis sem tengist málinu ekki. DV hefur heimildir fyrir því að til­ boð Karls Mikla ehf. í fasteignina hafi verið samþykkt þann 18. nóv­ ember 2015 og því tók aðeins tvo daga fyrir eigendurna að ganga frá leigusamningi við Reykjavíkur­ borg. Ekki var gengið frá form­ legum kaupsamningi fyrr en 12. desember 2015 og afsali þann 11. apríl 2016. Reykjavíkurborg samdi því um leigu við aðila sem átti ekki einu sinni fasteignina sem leigan snerist um. Arnar Hauksson var á þessum tíma starfsmaður fjármálafyrir­ tækisins GAMMA en hann á 50% hlut í Karli Mikla ehf. Aðrir eigendur félagsins eru þeir Gísli Hauksson, bróðir Arnars og þáver­ andi forstjóri GAMMA, og Pétur Árni Jónsson, fjárfestir og núver­ andi framkvæmdastjóri Heildar fasteignafélags, dótturfélags GAMMA. Þess má geta að Arnar og Pétur Árni eru í eigendahópi umsvifamestu starfsmannaleigu landsins, Elju – þjónustumiðstöð atvinnulífsins ehf., sem hefur ver­ ið mikið í umræðunni undanfarið. DV hefur borið leigusamn­ inginn undir fagaðila og eru þeir á einu máli um að hann sé afar óhagstæður borginni. Í samtali við DV segir Bjarni Brynjólfsson, upp­ lýsingastjóri Reykjavíkurborgar, að ástæðan fyrir því að þessi óhag­ stæði samningur var gerður og það í miklum flýti hafi verið sú að neyðarástand hafi skapast við hýs­ ingu hælisleitanda. Samkvæmt heimildum DV var ástæðan fyrir neyðarástandinu sú að fasteigna­ félög í eigu GAMMA höfðu nokkru áður sagt upp leigusamningum sínum við Reykjavíkurborg á eign­ um sem hýstu hælisleitendur. Þetta vissu eigendur Karls Mikla ehf. fullvel en buðu Reykjavíkur­ borg upp á lausn. Rándýra lausn. Hækkuðu leiguna út af smá- vægilegum framkvæmdum Leigusamningurinn sem skrifaður var undir var tímabundinn eða til þriggja ára. Aðspurður hvort að ekki hefði verið skynsamlegra að semja til styttri tíma í ljósi þess að um neyðarráðstöðvun var að ræða segir Bjarni: „Leigusalarnir kröfð­ ust þess að samið yrði til þriggja ára.“ Áttu leigugreiðslur að hefjast þann 1. desember 2015 og á leig­ utímabilinu að ljúka þann 31. des­ ember 2018. Í leigusamningi seg­ ir að afhending hússins geti ekki orðið fyrr en 15. febrúar 2016. Á meðan myndu leigusalar útvega hælisleitendunum athvarf í þrem­ ur fjögurra herbergja íbúðum í eigu leigusala. Eins og áður segir verður leigu­ samningurinn um Stigahlíð 61 að teljast í meira lagi hagstæður fyrir eigendur Karls Mikla ehf. Húsið var í bágbornu ásigkomulagi en leigusalinn skuldbatt sig til þess að lagfæra þá smáhluti sem hugsan­ lega voru í ólagi í húsinu fyrir af­ hendingu en að öðru leyti hvíldi ábyrgðin á að gera það íbúðarhæft á Reykjavíkurborg. Á tímabilinu 1. desember 2015 til 15. febrúar 2016 greiddi Reykjavíkurborg 800 þús­ und krónur á mánuði í leigu en sú upphæð hækkaði upp í 1.140 þús­ und krónur um leið og einbýlis­ húsið í Stigahlíð fékkst afhent. Í byrjun febrúar varð ljóst að gera þyrfti smávægilegar breytingar á húsinu til þess að það hentaði sem best undir starf­ semina. Bæta þurfti við salerni í tilteknu rými og sturtuaðstöðu í öðru rými. Þá þurfti einnig að út­ búa auka svefnherbergi. Í viðauka við leigusamninginn kemur fram að forsvarsmenn Karls Mikla ehf. hafi gert Reykjavíkurborg tilboð um að fara í þessar framvæmdir gegn því að leigan yrði hækkuð um 144 þúsund krónur á mánuði út leigutímann. Þannig var heildar­ leigan 1.284.000 krónur á mánuði og var upphæðin tengd við vísitölu neysluverðs. Í dag greiðir Reykja­ víkurborg rúmlega 1.362.0000 krónur á mánuði fyrir fasteignina sem stendur auð. n FÖSTUDAGINN 30. NÓV. OG 7. DESEMBER LAUGARDAGANA 1. OG 8. DESEMBER JÓLAHLAÐBORÐ Jólagleði á Ránni í Reykjanesbæ Eyfi sér um jólastemminguna BORÐAPANTANIR Í SÍMA: 852 2083 PANTANIR@RAIN.IS Reykjavíkurborg leigði einbýlishús af leigutaka sem átti ekki húsið n Leigusalarnir tengjast GAMMA n Nýttu sér neyðarástand varðandi húsnæði fyrir hælisleitendur Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson bjartmar@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.