Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Síða 59
Hreint fyrir jólin 30. nóvember 2018 KYNNINGARBLAÐ
… og eftir Prolan.
Fyrir …Það var ekki fyrr en ég komst í tæri við undraefnið Prolan frá Nýja-Sjálandi,
að ég fann hið fullkomna
ryðvarnar- og smurefni. Þetta
er undantekningarlaust það
besta sem ég hef komist í
tæri við,“ segir Smári Hólm
Kristófersson, stofnandi og eigandi
ryðvarnarverkstæðisins Hjá Smára
Hólm, á Rauðhellu 1, Hafnarfirði.
Í seinni tíð hefur Smári í auknum
mæli sérhæft sig í forvörnum
gegn ryði. Við þá þróun hafa
starfsmennirnir leitað að nýjum og
árangursríkum leiðum til þess að
takast á við ryð og hin hvimleiðu
vandamál sem hljótast af því. Það
var þá sem þeir rákust á Prolan.
Efnið er unnið úr lanolín, öðru nafni
ullarvaxi sem myndast í fitukirtlum
dýra sem hafa ullarfeld. Lanolin
er sannkallað undraefni og er m.a.
uppistaða í mörgum snyrtivörum,
sem og sérhæfðum smur- og
varnarefnum fyrir matvælaiðnað
og flugvélar.
Óhætt að nota í matvælaiðnaði
Prolan hefur varið miklu í
vöruþróun sem stuðlar að því
að útbúa sérhæfðar lausnir fyrir
krefjandi aðstæður. Vörurnar
frá Prolan hafa þá verið
þrautprófaðar við ýmsar öfgafullar
aðstæður og er útkoman sú
að það stenst m.a. allar kröfur
NSF-vottunar, sem þýðir að
fullkomlega óhætt er að nota
efnið í matvælaiðnaði. M.a. stenst
efnið háþrýstiþvott með allt að
170 bara þrýstingi. Einnig þolir
efnið klór og sterk sápuefni auk
þess sem skítur og ryk loðir ekki
við það. Að auki skemmir Prolan
ekki gúmmi (getur haft áhrif á
EPDM-gúmmí), þvert á móti ver
það gúmmí og smyr. Bændur geta
því að skaðlausu úðað efninu
yfir heyvinnuvélar, dráttarvélar
og önnur tæki á haustin. Þegar
vélarnar eru teknar í notkun á vori
er óþarfi að þvo efnið af. Því hafa
íslenskir bændur sýnt Prolan-
efnunum mikinn áhuga, því óhætt
er að nota þau sem ryðvörn á
dráttarvélar og önnur tæki án þess
að valda skaða í umhverfinu eða á
framleiðsluvörum bænda.
Ótrúleg virkni
Það hafa margir heyrt um WD 40
enda varla til það heimili sem er
ekki með efnið í kústaskápnum til
þess að laga hin ýmsu vandamál
sem koma upp á heimilinu. „Ég
get fullyrt að Prolan gerir allt sem
WD 40 gerir, og meira til. Prolan
er líka smurefni. Þess vegna hefur
Prolan margfalt meiri virkni. Sjálfur
hef ég gert tilraunir með virkni
Prolan. M.a. er hægt að nota
það til að verja keðjur, járn og ál.
Ég setti til dæmis upp rekka við
Hellisheiðarvirkjun til að prófa
hvort Prolan stæðist tæringu af
völdum brennisteinsvetnis, en
þekkt er að gufa frá virkjuninni
tæri allar rafmagnssamstæður
í flutningslínum á Hellisheiði. Ég
setti þetta líka á bíla frá Tempra
og fleiri fyrirtækjum. Auk þess hef
ég prófað þetta sem felgubón og
fleira. Prolan hefur ótrúlega virkni
á allt sem ég hef prófað það á og
meira til.
Prolan hefur ótrúleg áhrif á
klakasöfnun á bretti og undirvagna
á bílum. Jeppakarlarnir sem ösla
í klaka og krapa uppi á jöklum og
nota Prolan segja mér að það
festist aldrei klaki undir bílunum
hjá þeim. Það eina sem hefur
áhrif á Prolan undir bílunum er
barningur af sandi frá hjólbörðum
sem virkar þá eins og sandblástur.
Það stenst í raun ekkert efni slíkt,
en þá þarf bara að úða aftur á
þá álagsstaði með Prolan. Þegar
menn gera við bíla sem áður hafa
verið úðaðir með Prolan-efni eru
aldrei vandræði með að boltar og
skrúfur hafi ryðgað fastar. Enda
smýgur Prolan inn í allar glufur og
gengjur og smyr.
Felguhringir á vörubílum sem
gjarnir eru á að ryðga fastir hætta
að vera til vandræða sé Prolan
borið á þá. Því eru vörubílstjórar
í Danmörku mikið farnir að nota
Prolan. Sama á við bremsurnar,
en hægt er að úða Prolan á
bremsudælur sem eiga til að ryðga
fastar í bílum til að koma í veg fyrir
það. Einnig er þjóðráð að bera
Prolan á gúmmífattningar (með
svampi) í bílhurðum á veturna til
þess að koma í veg fyrir að þær
frjósi fastar.“
Sjá nánar á Facebook-síðunni
Prolan ryðvörn og vefsíðunni
smariholm.com
Rauðhella 1, Hafnarfirði
Sími: 861-7237 n
PROLAN:
„Besta ryðvarnar- og smurefni
sem ég hef komist í tæri við“
… og eftir Prolan.
Fyrir …