Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Qupperneq 74

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Qupperneq 74
74 FÓLK 30 nóvember 2018 Þegar þingmenn unnu alvöru starf n Ók vörubíl á Langanesi n Lék í sjónvarpsþætti í Kóreu n Ritstýrði DV H ugtakið stjórnmálastétt er ekki gripið úr lausu lofti. Oft finnst okkur sem alþingismenn sitji í fílabeinsturni, aftengdir við þjóðfélagið og tuði um hluti sem skipti raunverulegt fólk litlu máli. Á meðan sitji stærri og alvarlegri mál á hakanum. Það verður hins vegar að hafa það í huga að þing- menn eru fólk af holdi og blóði. Með baksögu eins og við öll. DV skoðaði fyrri störf fulltrúanna okkar. Vörubílstjórinn Sumir halda að Steingrímur J. Sigfússon þingforseti hafi fæðst á Alþingi. Hið rétta er að hann hefur verið þar síð- an árið 1983. Þar áður starfaði hann með- al annars sem vöru- bílstjóri á Langanesi. Knattspyrnustjórinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sat um áratuga skeið í flug- turninum á Akureyri og stýrði umferð. Hann var þó með knattspyrnustjóradraum í maganum og sýndi getu sína í draumaliðsleik DV sumarið 1995 sem hann vann örugglega. Vallarstjórinn Logi Már Einarsson starf- aði lengi sem arkitekt áður en hann settist á þing og fékk formannssætið hjá Samfylkingunni óvart upp í hendurnar. Í heimabæ hans, Akur eyri, er hann þó fyrst og fremst þekktur sem vallarstjórinn á Þórsaravellin- um. Uppboðshaldarinn Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, er þekktur fyrir að svara hratt fyrir sig. Það hefur hann sjálfsagt lært þegar hann var uppboðshaldari. Stór í Kóreu Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- málaráðherra er af mörgum talin framtíðarleiðtogi Fram- sóknarflokksins. Hún hefur gerst svo fræg að leika í sjón- varpsþætti í Suður-Kóreu árið 1994. Sagðist hún hafa orðið nokkuð þekkt á göt- um Seúl eftir þetta en þó ákveðið að láta staðar numið í leik- listinni. Kúluvarparinn Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, á að baki langan feril í stjórnmálum og viðskiptalíf- inu. Á árum áður var hann hins vegar fyrst og fremst þekktur sem einn af fremstu kúluvörpur- um landsins. Jafningjafræðarinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálf- stæðisflokksins, komst fyrst í kastljósið þegar hún ræddi um humar og hvítvín. Þar áður að- stoðaði hún unglinga með jafningjafræðslu í Hinu húsinu. Organistinn Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Ísfirðingur og þingmaður Samfylkingarinnar, er músíkölsk fram í fingurgóma. Hún hefur lokið áttunda stigi á píanó og í sex ár starfaði hún sem organisti víðs vegar í kirkjum Vestfjarða. Fréttaritari Al Jazeera Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiðir órólegu deildina í Vinstri grænum. Enginn veit í raun hvort hún er í stjórn eða stjórnarandstöðu. Hún var áður fréttaritari Al Jazeera á Íslandi. Fararstjórinn Willum Þór Þórsson var einn af þekktustu knattspyrnustjórum Ís- lands. Svo þekktur að færri vita að hann situr á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn. Á árum áður var hann fararstjóri hjá Samvinnuferðum- Landsýn. Í slorinu Smári McCarthy er guðfaðir Pírata og kannski stærð- fræðingur. Eins og svo margir Píratar er hann forfallinn tölvunörd en þar áður vann hann í fiskvinnslu. Tónlistarkennarinn Svandís Svavarsdóttir er í dag heilbrigðisráðherra sem hlýt- ur að vera eitt mest stressandi starf landsins. Áður fyrr var hún tónlistarkennari í Hrís- ey sem hlýtur að vera eitt það rólegasta. DV hefur ekki heimildir um hvaða hljóðfæri hún kenndi á en við giskum á harm- onikku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.