Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Page 74

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Page 74
74 FÓLK 30 nóvember 2018 Þegar þingmenn unnu alvöru starf n Ók vörubíl á Langanesi n Lék í sjónvarpsþætti í Kóreu n Ritstýrði DV H ugtakið stjórnmálastétt er ekki gripið úr lausu lofti. Oft finnst okkur sem alþingismenn sitji í fílabeinsturni, aftengdir við þjóðfélagið og tuði um hluti sem skipti raunverulegt fólk litlu máli. Á meðan sitji stærri og alvarlegri mál á hakanum. Það verður hins vegar að hafa það í huga að þing- menn eru fólk af holdi og blóði. Með baksögu eins og við öll. DV skoðaði fyrri störf fulltrúanna okkar. Vörubílstjórinn Sumir halda að Steingrímur J. Sigfússon þingforseti hafi fæðst á Alþingi. Hið rétta er að hann hefur verið þar síð- an árið 1983. Þar áður starfaði hann með- al annars sem vöru- bílstjóri á Langanesi. Knattspyrnustjórinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sat um áratuga skeið í flug- turninum á Akureyri og stýrði umferð. Hann var þó með knattspyrnustjóradraum í maganum og sýndi getu sína í draumaliðsleik DV sumarið 1995 sem hann vann örugglega. Vallarstjórinn Logi Már Einarsson starf- aði lengi sem arkitekt áður en hann settist á þing og fékk formannssætið hjá Samfylkingunni óvart upp í hendurnar. Í heimabæ hans, Akur eyri, er hann þó fyrst og fremst þekktur sem vallarstjórinn á Þórsaravellin- um. Uppboðshaldarinn Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, er þekktur fyrir að svara hratt fyrir sig. Það hefur hann sjálfsagt lært þegar hann var uppboðshaldari. Stór í Kóreu Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- málaráðherra er af mörgum talin framtíðarleiðtogi Fram- sóknarflokksins. Hún hefur gerst svo fræg að leika í sjón- varpsþætti í Suður-Kóreu árið 1994. Sagðist hún hafa orðið nokkuð þekkt á göt- um Seúl eftir þetta en þó ákveðið að láta staðar numið í leik- listinni. Kúluvarparinn Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, á að baki langan feril í stjórnmálum og viðskiptalíf- inu. Á árum áður var hann hins vegar fyrst og fremst þekktur sem einn af fremstu kúluvörpur- um landsins. Jafningjafræðarinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálf- stæðisflokksins, komst fyrst í kastljósið þegar hún ræddi um humar og hvítvín. Þar áður að- stoðaði hún unglinga með jafningjafræðslu í Hinu húsinu. Organistinn Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Ísfirðingur og þingmaður Samfylkingarinnar, er músíkölsk fram í fingurgóma. Hún hefur lokið áttunda stigi á píanó og í sex ár starfaði hún sem organisti víðs vegar í kirkjum Vestfjarða. Fréttaritari Al Jazeera Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiðir órólegu deildina í Vinstri grænum. Enginn veit í raun hvort hún er í stjórn eða stjórnarandstöðu. Hún var áður fréttaritari Al Jazeera á Íslandi. Fararstjórinn Willum Þór Þórsson var einn af þekktustu knattspyrnustjórum Ís- lands. Svo þekktur að færri vita að hann situr á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn. Á árum áður var hann fararstjóri hjá Samvinnuferðum- Landsýn. Í slorinu Smári McCarthy er guðfaðir Pírata og kannski stærð- fræðingur. Eins og svo margir Píratar er hann forfallinn tölvunörd en þar áður vann hann í fiskvinnslu. Tónlistarkennarinn Svandís Svavarsdóttir er í dag heilbrigðisráðherra sem hlýt- ur að vera eitt mest stressandi starf landsins. Áður fyrr var hún tónlistarkennari í Hrís- ey sem hlýtur að vera eitt það rólegasta. DV hefur ekki heimildir um hvaða hljóðfæri hún kenndi á en við giskum á harm- onikku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.