Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Blaðsíða 62
62 SPORT 30 nóvember 2018 A ron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins í fótbolta, var að gefa út ævisögu sína. Aron – sagan mín kom í verslanir á dögunum en þar fer Aron yfir feril sinn sem knattspyrnumaður, frá æskuár- unum á Akureyri og yfir í stærstu augnablik í íþróttasögu Íslands þegar íslenska karlalandsliðið fór á Evrópumótið í Frakklandi og heimsmeistaramótið í Rúss- landi. Bókin er mjög vel heppnuð, undirritaður fékk bókina í hendur á mánudagskvöld og kláraði hana seint, kvöldi síðar. Saga Arons er merkileg, hann kemur úr stórri fjölskyldu og er vel virkur og fyrir mann eins og mig eru skemmti- legustu kaflarnir í bókinni í fyrri hlutanum. Saga sem maður hef- ur ekki heyrt áður, í seinni hlutan- um hefur Aron verið einn frægasti Íslendingurinn og margt komið fram, hann bætir þó við skemmti- legum sögum sem halda manni við efnið. Einar Lövdahl Gunn- laugsson skrifar söguna og tekst honum vel til. Þekkjandi Aron örlítið fannst mér það vel heppnað hjá Einari að skrifa bókina eins og Aron talar, snáði, böllur og fleiri orð sem Aron notar í tali sínu, fara á prent og það gerir bókina að hans. Ef gagnrýna mætti eitthvað þá hefði Aron mátt vera neikvæðari í garð einstak- linga sem hann hefur lent upp á kant við á ferli sínum. Að mínu viti hefði mátt koma fram allt fylleríið sem var í kringum liðið framan af. Þegar starfsmenn KSÍ voru oftar en ekki að trufla undirbúning leik- manna og drekka óhóflega í ferð- um þegar liðið var í verkefni. Bók- in er hins vegar mjög vel heppnuð og er ekki bara fyrir þá sem hafa áhuga á íþróttum. Hugarfar Arons Einars er smitandi og getur kveikt neista hjá hverjum sem er. Súpurnar sem hafa yljað landann um áraraðir Fyrirliðinn með neglu Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Bækur Aron, sagan mín Höfundur: Aron Einar Gunnarsso, Einar Lövdahl Útgefandi: Fullt tungl 302 bls. HAFNAR ÁSÖKUNUM INGÓS VEÐURGUÐS n Var alvarlegt veðmálasvindl á Íslandi? n Málið kom upp árið 2016 en maðurinn neitar sök í samtali við DV I ngólfur Þórarinsson, stund- um kallaður Ingó Veðurguð, er í áhugaverðu viðtali við Fótbolta.net sem birtist í vik- unni. Þar sakar hann liðsfélaga sinn úr Ægi, sumarið 2016, um að hafa hagrætt úrslitum. Málið kom upp þetta sumarið en ekkert tókst að sanna. Leikmaðurinn sem Ingólfur nefnir til sögunnar er frá Austurblokkinni, lék á Íslandi frá 2009 til 2016, hann kom við sögu hjá Haukum, Keflavík og fleiri lið- um áður en hann lauk ferli sínum á Íslandi þetta umrædda sumar. Aldrei var hægt að tengja hann við hagræðingu úrslita. Samkvæmt heimildum DV úr herbúðum KSÍ áttu sér ekki stað nein óeðlileg veðmál í kringum þennan leik, þá var ekki hægt að rekja neina slóð sem lá til manns- ins sem Ingólfur ræðir um. Um- ræddur leikmaður lék aðeins ör- fáa leiki með Ægi þetta sumar, hann hætti þegar ásakanir um svindlið fóru á flug. Í samtali við DV.is harðneitar umræddur leikmaður ásökun- um Ingólfs. „Þetta er ekki satt, ég átti í vanda með einum liðsfélaga minna þarna. Hann var að reyna að komast í liðið á minn kostn- að og fór að bera út þessar sög- ur,“ sagði leikmaðurinn þegar DV bar málið undir hann. „Hann spilaði sömu stöðu og ég og var ekki að spila.“ Ægir fékk dæmdar á sig vítaspyrnur í fyrstu þremur leikjum tímabilsins og var það eitt af því sem nefnt var til sögunnar þegar kom að hagræðingu úr- slita. Sögur um þetta fóru strax á flug. Leikmaðurinn lék ekkert með Ægi eftir þetta, en tveir liðs- félagar hans í létu vita af málinu sem aldrei tókst að sanna. Hann hefur ekkert spilað á Íslandi eftir þetta atvik. Leikmenn klöguðu „Fyrir einn leikinn tilkynntu tveir Serbar í liðinu þjálfaranum og stjórninni að einn leikmaður í liðinu hefði boðið þeim peninga fyrir að breyta úrslitum í leiknum og svindla,“ sagði Ingólfur í Hlað- varpsþættinum Miðjunni á Fót- bolta.net í vikunni og átti þar við umræddan leikmann. „Mér fannst þetta mál ekki sigla hátt. Eins og samfélagið er þá ertu saklaus þangað til sekt er sönnuð. Þetta mál var erfitt út af því að þetta var orð á móti orði. Það er hrikalegt ef þetta er satt eins og allt bendir til. Að leikmað- ur í liðinu hafi verið að breyta úr- slitum og gefa vítaspyrnur og alls konar hluti þegar tuttugu leik- menn eru búnir að æfa allan vet- urinn. Þá er ekki hægt að standa í þessu. Svona veðmálasvindl eru algjör þvæla,“ sagði Ingó í Miðj- unni. Veðmálasvindl er þekkt vandamál í íþróttum, slíkt mál hafa komið upp á Íslandi en aldrei hefur tekist að sanna neitt. „Ég veit ekki hvernig þetta var tæklað en mér fannst verst að þetta hafi ekki verið gert meira opinbert og fylgt betur eftir. Bæði hjá KSÍ og klúbbn- um. Til að koma í veg fyrir að leikmenn geri þetta aftur og sérstaklega þessi leikmaður ef þetta var satt. Ég trúi þessu persónulega 100%. Þetta lá eig- inlega í augum uppi. Þetta var góður leikmaður en það komu augnablik í leikjum þar sem maður skildi ekki hvað hann var að gera. Maður hélt kannski að hann væri klaufskur en þegar þessar ásakanir komu fram þá lagði maður saman tvo og tvo og þá var þetta frekar augljóst. Að sama skapi finnst mér vont ef það er verið að saka hann um eitthvað sem er ekki rétt. Þess vegna er mikilvægt fyrir alla að- ila að þetta sé leitt til lykta. Var hann að þessu eða ekki? Það þurfa að vera yfirheyrslur eða eitthvert kerfi. Maður sér hvað þetta er stórt vandamál í heim- inum og það þarf að hafa kerfi á þessu.“ Af hverju hætti hann í Ægi eftir þessar ásakanir? Athygli vakti sumarið 2016 að leikmaðurinn hætti að leika með Ægi eftir að þessar ásakan- ir komu upp. Hann segir það ekki tengjast þeim. „Ég var meiddur á þessum tíma, ég talaði við stjórn- ina og við ákváðum að láta staðar numið. Það var aldrei neitt sannað, ég gerði þetta ekki. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er hættur í fótbolta, málinu er lokið, ég er bara að vinna á Íslandi í dag.“ n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.