Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Síða 22
22 MATUR 30 nóvember 2018 Faxafen 12 108 Reykjavík Sími 534 2727 alparnir.is MIKIÐ ÚRVAL AF VETRARFATNAÐI HREYFING • KRAFTUR • ÁNÆGJA Faxafen 12 108 Reykjavík Sími 534 2727 alparnir.is SKÍÐASENDING KOMIN Cloud dömu skíði Atomic Redster X7 Skíðabuxur verð frá 9.995 kr.- Leita þarf að dauðum hænum í búrum daglega, en ég veit að margir gera það ekki, hvorki í búr- né gólfframleiðslu. Þær hænur rotna því bara með þeim sem eru á lífi. Velferð hænsna er langt und- ir því sem telst mannlegt. Í sumum búrum er ekki einu sinni mokað út skít heldur látið anga af amm- oníakfýlu svo dögum skiptir, eða mánuðum,“ bætir hún við. Hún segir erfitt að lýsa þeirri þjáningu sem hænurnar upplifa á sinni stuttu ævi. „Hænan þjáist frá fæðingu til dauða. Hún fæðist í búri og drepst þar ef hún er ekki gösuð eða snúin úr hálslið. Þegar egg klekjast er unginn geymdur á smá svæði þar til hann er kyngreind- ur. Karlkynið er drepið og kven- kynið sett í búr þar til hænurnar eru þriggja mánaða. Þá fara þær á eggjabýli til að framleiða. Hæn- an fær að lifa í átján mánuði, ef hún nær því. Ef hún deyr ekki úr eigin ammoníaklykt, öndunarfæri hennar skemmast út af fínu dún- ryki eða af því að hún er plokkuð til dauða af þeim sem hún býr með í búrinu. Hænur gera það ef þeim leiðist. Svo borða þær hana jafnvel ef enginn sér að hún er slösuð eða dauð.“ Hræjunum hent í ruslið Rakel lýsir einnig ferli sem kallað er fiðurfelling þar sem hænan er svelt og vatn tekið af henni. Þetta er gert til að hænan safni kalkforða sem gerir eggjaskurnina harðari að sögn Rakelar. „Hafið þið aldrei keypt egg og skurnin er léleg? Þá er hænan hálfnuð með líftíma sinn og þá fer þetta ferli í gang. Hænan er látin svelta í fimm til sjö daga með ljósin slökkt. Margir fuglar deyja í þessu ferli,“ segir Rakel. Hún segir hænsnaslátrun heldur ekkert efni í fallega ævintýrasögu. „Þegar slátra á hænunum er ekkert sem heitir mannúðlegt við það ferli. Þær eru gasaðar hjá stærri búum en á þeim minni eru þær jafnvel handsnúnar úr hálslið hver á fætur annarri. Þeim er síðan hent í ruslið og það urðað. Skítur hænsna er borinn á túnin. Sumir bændur henda hræjunum ekki í rusl heldur í skítinn og láta hræin síðan eyðast upp þar. Svo er þessu dreift á túnin sem fínasti áburður væri.“ Við höfum alltaf val Rakel er menntaður leikskóla- kennari en er nú í jóganámi til að bæta sín eigin lífsgæði. Ári áður en hún hætti sem eggjabóndi, árið 2016, gerðist hún grænkeri fyrir tilstuðlan dóttur sinnar, sem er 23 ára. Rakel hefur verið grænkeri all- ar götur síðan og segir pott brotinn víða í matvælaiðnaði. „Fólk hræðist að tala um þetta málefni og engu líkara en þetta sé tabú. Ég var svoleiðis sjálf. Margir bændur hugsa vel um dýrin sín og aðrir ekki. Neysla hefur breyst mikið. Fólk er farið að opna augun fyrir velferð dýra og er farið að velja annað sem mér finnst að sjálf- sögðu frábært. Við höfum alltaf val að borða eitthvað annað og vera óhrædd við að prófa eitthvað nýtt. Þótt Íslendingar séu aldir upp á kjöti, fisk og eggjum þýðir það ekki að við þurfum að borða það í dag. Í mínum draumaheimi tíðk- aðist hvorki át á dýrum né afurð- um þeirra,“ segir Rakel og brýnir fyrir fólki að hugsa sig tvisvar um áður en það leggur sér eitthvað til munns og skoða umbúðir mat- væla gaumgæfilega. En hvað situr mest í þér eftir þennan tíma sem eggjabóndi? „Ég sé eftir að hafa ekki talað um þetta fyrr og reynt að tala um þetta við aðra. Ég hvatti til eggjaneyslu fyrst um sinn, til að auka söluna auðvitað. En einn lít- ill bóndi með þrjú þúsund hænur segir ekkert. Risarnir eiga markað- inn og þeir gera allt sem þeir vilja og komast upp með allt sem þeir geta. Mér fannst ég samt gera mitt allra besta miðað við ömurlegar aðstæður í þessum bransa. Í raun felst mín eftirsjá í því að hafa verið þarna og lifað í þessum heimi. Ég get þó ekki breytt því sem liðið er og er þakklát fyrir að mitt tímabil þarna sé búið.“ n „Margir fuglar deyja í ferlinu, kremjast, brjóta vængi eða lappir. Þá þarf að snúa þá úr hálsliðn- um og henda þeim í ruslið. Hér sjást hænurnar sem Rakel hélt á sínum tíma.Rakel var eggjabóndi í sjö ár.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.