Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Qupperneq 35
Bækur og menning 30. nóvember 2018 KYNNINGARBLAÐ Jólabækur Drápu Drápa er ungt bókaforlag sem leggur áherslu á að bjóða íslenskum lesendum gæðabækur frá öðrum löndum. Í jólabókaflóðinu að þessu sinni er Drápa með þrjár ólíkar bækur á frábæru verði, allt verðlaunabækur frá Svíþjóð. Þeim sem vilja kynna sér bækurnar frá Drápu er bent á drapa.is þar sem einnig er hægt að skoða og lesa nokkrar síður úr hverri bók. n Hér eru norrænu goðin komin fram á sjónvarsviðið í glæsilegri og eigulegri bók sem sýnir norrænu goðin í algerlega nýju ljósi. Johan Egerkrans er sænskur snillingur sem bæði teiknar og skráir textann. Hann hefur gefið sér góðan tíma og það fer ekki á milli mála að hann hefur kynnt sér viðfangsefnið út í æsar, bæði ígrundað goðsagnirnar og það sem um þær hefur verið skrifað. Hann leggur ekki á borð fyrir lesendur þurrt samansafn sagna úr gömlum alfræðibókum heldur vinnur textann upp á nýtt og raðar honum upp á aðgengilegan og spennandi máta. Þetta er allt öðruvísi en myndasögurnar um Goðheima og ólíkt öllum öðrum útgáfum sem hafa komið út. Þannig á það líka að vera. Þessar goðsagnir tilheyra öllum og þær halda áfram að lifa meðal okkar þegar við segjum þær hvert á sinn hátt. Í Norrænu goðunum kynnumst við öllum persónum norrænu goðafræðinnar – hinum ólíku heimum ása, vana, jötna og fleiri – og fáum auk þess allar helstu sagnirnar um ævintýri goðanna. Bókin er tilvalin jólagjöf fyrir fólk á aldrinum 15–95 ára, ekki síst fyrir menntskælinga sem eru að læra um goðafræðina. Norrænu goðin fæst einnig á ensku. n 990 kr. n 160 bls. – stórt brot, strigaklædd kápa. Norrænu goðin Handbók fyrir ofurhetjur – þriðji hluti: Alein Það breyttist allt hjá Lísu þegar hún varð ofurhetjan Rauða gríman. Hún hefur öðlast áður ófundið sjálfstraust – en er samt ennþá einmana! Hér er komin þriðja bókin í bókaflokknum um stelpuna sem allir lögðu í einelti – en varð svo óvænt ofurhetja. Bækurnar eru spennandi, hraðar og hjartnæmar um stelpu sem grípur til sinna ráða. Síðurnar eru fallega myndskreyttar og eru bækurnar aðgengilegar og góðar fyrir krakka sem vilja spennandi og auðlesnar bækur. Bækurnar hafa ekki bara verið lofaðar sem góðar sögur fyrir börn, heldur líka vegna þess að þær skapa umræðu um einelti og hversu mikils virði vinir eru. Handbók fyrir Ofurhetjur, þriðji og annar hluti, voru valdar saman sem bestu spennubækurnar í Svíþjóð 2108, fyrir 6–11 ára krakka. n 390 kr. n 104 bls. PAX – Níðstöngin Nú er loksins kominn til landsins vinsælasti barna- og unglingabókaflokkur Svíþjóðar undanfarin fjögur ár! Viggó og Alríkur flytja enn einu sinni. Komnir til nýrra fósturforeldra, í nýjan bæ og í nýjan skóla. Þeir lenda strax upp á kant við skólafélagana og kennarana. En í þeim býr kraftur, sem þeir vissu ekki af. Þeir eru nefnilega stríðsmenn hins góða og munu berjast gegn fornsöguleglegum skepnum myrkraaflanna – með aðstoð Estridar og Magnars, gæslumanna bókasafnins. Hörkuspennandi og vel myndskreyttar bækur fyrir 11–15 ára krakka sem gerast í nútímanum – með skírskotunum í goðsagnir og myrkraverur. Þannig kemur norræna goðafræðin meðal annars reglulega við sögu. Asa Larsson, hinn heimsþekkti krimmahöfundur, er annar tveggja höfunda. PAX – Níðstöngin er fyrsta bók í ógnarspennandi bókaflokki. n 990 kr. n 144 bls
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.