Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Síða 39
Bækur og menning 30. nóvember 2018 KYNNINGARBLAÐ SPENNANDI BÆKUR FRÁ ÓÐINSAUGA: Fjórir höfundar segja frá bókum sínum Föruneyti Signýjar er skáldsaga eftir Jón Axel Egilsson, byggð á íslenskum ævintýrum og þjóðsögum. Hér eru Sálin hans Jóns míns og Hlini Kóngssonur endurvakin. „Sögupersónan er Signý, ung stúlka, sem telur sig eiga sök á því að tröllskessa hafi rænt Hlina, syni Hrings, höfðingjans í Brekavík. Á sama tíma koma tveir ferðalangar fljúgandi úr framtíðinni í tröllarúmi, en missa alla stjórn á því er tröllskessan stekkur upp í rúmið og flýgur á brott með Hlina. En aftan á rúmgaflinum leynist laumufarþegi sem á eftir að breyta sögunni,“ segir höfundurinn. Föruneyti Signýjar er fyrsta skáldsaga Jóns Axels Egilssonar. Skáldsaga byggð á íslensku ævintýri og þjóðsögu hefur ekki verið skrifuð á Íslandi síðan Eiríkur Laxdal skrifaði Ólandssögu 1777, sem var ekki gefin út fyrr en 200 árum seinna, 1986. Mömmugull: Hjartnæm frásögn um það mikilvægasta í lífinu okkar – börnin Föruneyti Signýjar: Persónur úr íslenskum þjóðsögum „Mér þykir svo vænt um bókina Mömmugull og boðskapinn sem henni fylgir. Hún kennir börnum að þau þurfi ekki að eiga mest og stærst af öllu til þess að vera rík. Raunverulegur fjársjóður lífsins hefur alltaf verið beint fyrir framan nefið á þeim. Í þessum kappsama heimi finnst mér mikilvægt að festa þessa vitneskju sem fyrst í sessi. Lesturinn er léttur, skemmtilegur og dásamlegur. Það fullkomnar sögustundina svo að syngja saman lagið Gull og perlur í endann. Það lag læra þau flest í leikskólanum og fjallar það um verðmæti vináttunnar,“ segir Katrín Ósk Jóhannsdóttir, höfundur bókarinnar Mömmugull. Katrín Ósk hefur áður skrifað bækurnar um Karólínu kónguló en þær eru orðnar þrjár talsins. Lavander á ferð – Fantagóð fantasía, uppfull af kímni Sögurnar um Lavander Petrillot eru gamansögur og því hálfgerðir hvítir hrafnar í íslenskum nútímabókmenntum, að mati höfundarins Jóns Páls Björnssonar. „Þunglyndislegur drungi er víðsfjarri herra Petrillot, að fylgja honum eftir á að vera spennandi, óvænt og umfram allt skemmtilegt,“ segir Jón Páll. Aðalsögupersónan er óprúttinn og svikull karl á miðjum aldri sem vílar ekki fyrir sér að ljúga, svindla og stela til þess að komast í gróðann. „En þrátt fyrir það er hann nokkurs konar ævintýrahetja þótt hann hafi tæpast geislandi útlit, hugprýði, hreinleika eða íþróttamannslegt atgervi. Geislandi útlit, hugprýði, hreinleiki og íþróttamannslegur vöxtur eru líka hrikalega ofmetin og nánast gagnslaus ef maður vill græða alvöru peninga,“ bætir höfundurinn við. Þetta er önnur bókin um Lavander. Fyrri bókin heitir Lavander á leik. Tröllasaga – þegar Lóa mannsbarn hittir Rípu tröllastelpu „Bókin um Rípu er fullgerð saga um vináttu tröllastelpunnar Rípu og mannsbarnsins Lóu og ýmsar uppákomur sem verða þegar Rípa fær að kynnast mannheimum. Textinn hentar öllum læsum börnum allt til 12 ára aldurs og þess vegna eldri svo lengi sem þau hafa gaman af ævintýrum. Ég segi gjarnan að ef þau geta lesið Harry Potter þá geta þau lesið Rípu. Síðan breikka myndir Freydísar Kristjánsdóttur lesendahópinn, þar sem yngri börn, allt niður í 3–4 ára njóta þess að skoða þessar stórkostlegu myndir og heyra söguna um leið. Það er von mín að sagan veki áhuga lesandans, skemmti honum og efli kannski málskilning um leið,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, höfundur Rípu. Sigríður hefur áður sent frá sér ljóðabókina Bikarinn tæmdur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.