Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Qupperneq 34
Bækur og menning 30. nóvember 2018KYNNINGARBLAÐ Aðventuhátíð Kópavogsbæjar verður haldin þann 1. desember og verður mikið um dýrðir. Menningarhúsin í Kópavogi bjóða upp á fjölbreytta dagskrá frá kl. 13.00 og á sama tíma verður opnaður aðventumarkaður á túninu með úrvali af spennandi varningi í anda jólanna. Klukkan 16 verður kveikt á jólatrénu; jólasveinar syngja og dansa með börnunum og skemmtikraftar kíkja í heimsókn. Stórskemmtilegt jólaleikrit Jólaleikritið Strákurinn sem týndi jólunum verður meðal þess sem er á dagskrá en það verður sýnt í Salnum kl. 14. „Verkið er fyrir börn á öllum aldri,“ segir Ingi Hrafn Hilmarsson, annar höfunda og leikari verksins. „Það er fullt af húmor og þótt við séum bara tveir, koma þar við sögu fjölmargar persónur sem bregða sér í alls kyns líki,“ segir Ingi. „Leikritið fjallar um Jónatan, ungan dreng sem er kominn með upp í kok af jólastússinu og stressinu heima fyrir og strýkur að heiman. Á ferðum sínum hittir hann jólaálf sem þykir leitt hvernig er komið fyrir Jónatani. Álfurinn ákveður að blekkja Jónatan og sendir hann í ferðalag, en aðaltilgangur ferðalagsins er að endurvekja jólagleðina í hjarta Jónatans. Í svaðilförinni hittir Jónatan alls konar persónur og meðal annars eldri konu sem ekki er öll þar sem hún er séð.“ Auk Inga Hrafns kemur einnig fram leikarinn Jóel Sæmundsson, hinn höfundur verksins. Menningarhúsin iða af lífi og fjöri til kl. 16. Á Bókasafninu verður skemmtilegt og notalegt jólaföndur þar sem m.a. verður hægt að læra að brjóta origami. Þar mun sjálfur jólakötturinn einnig birtast og lesa glænýja jólasögu eftir Arndísi Þórarinsdóttur. Í tengslum við söguna býður Náttúrufræðistofan börnum að hlýða á létt og skemmtilegt fræðsluerindi um jólaköttinn og ættingja hans. Gaman verður að ganga um Náttúrufræðistofuna þar sem búið er að klæða sum dýrin upp í jólafötin og þeir áhugasömustu geta jafnvel sest niður og teiknað af þeim myndir. Á Gerðarsafni svífur gamli jólaandinn yfir vötnum en þar verður hægt að hanna sinn eigin jólapappír með kartöflustimpli. Tónleikar, útimarkaður og jólaball Menningarhúsin í Kópavogi eru staðsett í hnapp við fallegt og bjart útivistarsvæði. Þar verður stórskemmtilegur aðventumarkaður þar sem seldar verða frábærar gæðavörur. Til að koma öllum í réttu stemninguna verða kórar og tónlistarhópar á svæðinu. Einnig kemur fram hin rómaða Skólahljómsveit Kópavogs, en hápunkti nær hátíðin þegar dansað verður í kringum nýtendrað jólatréð. Menningarhúsin eru staðsett í Hamraborg 4–6, 200 Kópavogi Nánari upplýsingar má nálgast á menningarhusin.kopavogur.is n AÐVENTUHÁTÍÐ Í KÓPAVOGI Jólamarkaður, jólaleikrit, listsmiðjur, jólatréskemmtun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.