Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Blaðsíða 32
Bækur og menning 30. nóvember 2018KYNNINGARBLAÐ Sýning og kvöldverður – tilvalin jólagjöf Spennandi sýningar fram undan á Sögulofti LandnámssetursGrettir og Auður djúpúðga snúa aftur og tvær sýningar bætast við. Grettis saga Einars Kárasonar og Auðar saga Vilborgar Davíðsdóttur hafa notið gífurlegra vinsælda á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi. Sýningum átti að ljúka í haust en til að koma á móts við þá sem þurftu frá að hverfa verða nokkrar sýningar eftir áramót. Auk þess verða tvær nýjar sýningar frumsýndar á Söguloftinu; FARÐU Á ÞINN STAÐ eftir Theodór Þórðarson (Tedda löggu) og Njálssaga Bjarna Harðarssonar. Það er einfalt að kaupa gjafabréf á sýningarnar á Söguloftinu og hægt að bæta við kvöldverði sem gerir upplifunina enn eftirminnilegri. Best er að senda tölvupóst á landnam@landnam.is en einnig er hægt að kaupa miða á heimasíðu Landnámsseturs: www. landnam.is/viðburðir „Fyrirbærið Söguloft er einstakt á heimsvísu, það þori ég að fullyrða, og starfsemin þar blómstrar, sem betur fer.“ (Silja Aðalsteinsdóttir TMM). n Vilborg Davíðsdóttir heillaði áhorfendur upp úr skónum þar sem hún lagði með þá í ferðalag um slóðir Auðar djúpúðgu á Bretlandseyjum og í kjölfarið til eylandsins á enda veraldar. Saman við viðburðaríkt líf Auðar á Írlandi og Skotlandi fléttast atburður sem markaði upphaf landnámsins blóði: þrælauppreisn á suðurströnd Íslands. Sýningar í febrúar. laugardagur 2. febrúar kl. 20.00 sunnudagur 3. febrúar kl. 16.00 laugardagur 16. febrúar kl. 20.00 sunnudagur 17. febrúar kl. 16.00 sunnudagur 10. mars kl. 16.00 Auðar saga djúpúðgu Grettis saga Einars Kárasonar Einar er sá listamaður sem hefur verið með flestar frumsýningar í Landnámssetrinu. Þetta er hans sjötta sýning en mörgum er enn í fersku minni frábær flutningur hans á Skáldinu Sturlu og Óvinafagnaði. „Það sem Einar gerir best er hvernig hann tekur söguna saman, þjappar henni þannig að hún rúmist á tveim tímum og hvernig hann – um leið og hann styttir – túlkar hana og opnar hana fyrir manni án þess að fara nokkurn tíma offari í skýringum.“ (Silja Aðalsteinsdóttir TMM) Sýningar í janúar. laugardagur 12. janúar kl. 20.00 sunnudagur 13. janúar kl. 16.00 laugardagur 9. febrúar kl. 20.00 sunnudagur 10. febrúar kl. 16.00 Farðu á þinn stað Tedda löggu þarf ekki að kynna fyrir Borgfirðingum og margir landsmenn þekkja hann úr Laufskálanum í útvarpinu. Í þessari sýningu tekur hann sjálfan sig til kostanna í sjálfsævisögulegum einleik þar sem ferðast er frá Kínahverfinu í Borgarnesi og alveg út á Ystu Nöf, þar sem hann nú býr. Hann rekur í máli og myndum ýmis atvik í samskiptum sínum við samferðafólk sitt, allt frá barnæsku og fram til vorra daga. Frumsýnt í janúar. laugardagur 19. janúar kl. 20.00 forsýning laugardagur 26. janúar kl. 20.00 frumsýning laugardagur 27. janúar kl. 16.00 föstudagur 1. febrúar kl. 20.00 laugardagur 16. febrúar kl. 16.00 laugardagur 23. febrúar kl. 20.00 sunnudagur 24. febrúar kl. 16.00 Njála Bjarna Harðarsonar Bjarni Harðarson flytur sína Njálu þannig að nýr skilningur mun vitrast þeim sem eru reiðubúnir að opna bæði hug og hjarta fyrir fagnaðarerindinu. Sunnlendingurinn Bjarni er alinn upp með Njálu sér við hjartastað. Hann þykist því þess umkominn að tala eins og sá sem valdið hefur þegar kemur að því að rýna og túlka þessa bók bókanna í íslenskri miðaldamenningu. Komið og ykkur mun opnast ný Íslandssaga. Frumsýnt í mars. laugardagur 2. mars kl. 20.00 frumsýning sunnudagur 3. mars kl. 16.00 laugardagur 16. mars kl. 20.00 sunnudagur 17. mars kl. 16.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.