Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Blaðsíða 46
Bækur og menning 30. nóvember 2018KYNNINGARBLAÐ Það er flestum bókaunnendum ljóst að höfundarverk Þórarins Eldjárs er ekki smátt í sniðum, enda hefur komið út eftir hann fjöldinn allur af skáldsögum, smásögum, ljóðum, barnaljóðum, þýðingum og fleiru á 45 ára ferli. „Bókaútgáfunni Gullbringu er nú um stundir aðallega ætlað að endurútgefa höfundarverk mitt, gefa út ófáanlegt efni sem fólk hefur verið að spyrja um. Margt hefur komið út einu sinni og fæst hvergi lengur. Nú verð ég við ósk lesenda minna og við höfum valið smásögur, ljóð og fleira sem eiga sameiginleg umfjöllunarefni eða form og gefið út saman í bókaröð sem kallast Lespúsl,“ segir Þórarinn. Kápurnar á Lespúsl bókunum eru hannaðar af grafíska hönnuðinum Sigurði Oddssyni og vöktu verðskuldaða athygli á síðastliðnum Hönnunarmars. Þegar þeim er raðað rétt saman mynda kápurnar bókstaf úr stafrófinu. Fyrstu fjórar bækurnar mynda þannig bókstafinn a, og svo munu aðrir bókstafir birtast smám saman. Bækurnar eru litlar og handhægar, tilvaldar að lesa á ferðalögum, eða hvar sem er. Lespúsl a samanstendur af fjórum bókum: Vaxmyndasafnið er smásaga þar sem sögð er saga vaxmyndasafnsins sem haft var til sýnis í Þjóðminjasafninu fram undir 1970. Landnámur inniheldur þrjár smásögur sem eiga allar það sameiginlegt að fjalla um einhvers konar landnám á fremur sérstakan hátt. Sonnettur er eins og nafnið gefur til kynna ljóðabók, og þar má finna allar sonnettur Þórarins frá ýmsum tímum. Loks er Ævintýri sem geymir fjórar smásögur í ævintýrastíl. Handhægar jólagjafir „Ég vildi gera þetta svona; gefa út margar litlar bækur sem eru auðveldar í lestri og mynda eina heild í stað stórra óhentugra doðranta. Svo eru þessi kver líka tilvalin sem jólagjafir,“ segir Þórarinn. Erlendar þýðingar Þórarinn er staddur úti í Svíþjóð á bókmenntahátíð í Åmål þar sem hann er að kynna nýja sænska þýðingu á bók sinni Landnámur. Bókin er einnig til í þýðingu á ensku, þýsku, dönsku og frönsku. „Þýðingarnar hafa fengið bókstafinn Þ og henta vel til gjafa fyrir þá sem eiga erlenda vini hér heima eða í útlöndum og langar að kynna þeim íslenskar bókmenntir. Bækurnar passa auðveldlega í póstumslag og eru léttar þannig að það kostar ekki formúu að póstsenda þær milli heimshorna,“ segir Þórarinn. Bækurnar má nálgast í öllum betri bókabúðum landsins og einnig á netinu: https:// gullbringa.is/ n LESPÚSL ÞÓRARINS ELDJÁRNS: Smáskammtalækningar handa leslausum Landnámur á sænsku Landnámur Sonnettur Lespúsl a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.