Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Page 46
Bækur og menning 30. nóvember 2018KYNNINGARBLAÐ Það er flestum bókaunnendum ljóst að höfundarverk Þórarins Eldjárs er ekki smátt í sniðum, enda hefur komið út eftir hann fjöldinn allur af skáldsögum, smásögum, ljóðum, barnaljóðum, þýðingum og fleiru á 45 ára ferli. „Bókaútgáfunni Gullbringu er nú um stundir aðallega ætlað að endurútgefa höfundarverk mitt, gefa út ófáanlegt efni sem fólk hefur verið að spyrja um. Margt hefur komið út einu sinni og fæst hvergi lengur. Nú verð ég við ósk lesenda minna og við höfum valið smásögur, ljóð og fleira sem eiga sameiginleg umfjöllunarefni eða form og gefið út saman í bókaröð sem kallast Lespúsl,“ segir Þórarinn. Kápurnar á Lespúsl bókunum eru hannaðar af grafíska hönnuðinum Sigurði Oddssyni og vöktu verðskuldaða athygli á síðastliðnum Hönnunarmars. Þegar þeim er raðað rétt saman mynda kápurnar bókstaf úr stafrófinu. Fyrstu fjórar bækurnar mynda þannig bókstafinn a, og svo munu aðrir bókstafir birtast smám saman. Bækurnar eru litlar og handhægar, tilvaldar að lesa á ferðalögum, eða hvar sem er. Lespúsl a samanstendur af fjórum bókum: Vaxmyndasafnið er smásaga þar sem sögð er saga vaxmyndasafnsins sem haft var til sýnis í Þjóðminjasafninu fram undir 1970. Landnámur inniheldur þrjár smásögur sem eiga allar það sameiginlegt að fjalla um einhvers konar landnám á fremur sérstakan hátt. Sonnettur er eins og nafnið gefur til kynna ljóðabók, og þar má finna allar sonnettur Þórarins frá ýmsum tímum. Loks er Ævintýri sem geymir fjórar smásögur í ævintýrastíl. Handhægar jólagjafir „Ég vildi gera þetta svona; gefa út margar litlar bækur sem eru auðveldar í lestri og mynda eina heild í stað stórra óhentugra doðranta. Svo eru þessi kver líka tilvalin sem jólagjafir,“ segir Þórarinn. Erlendar þýðingar Þórarinn er staddur úti í Svíþjóð á bókmenntahátíð í Åmål þar sem hann er að kynna nýja sænska þýðingu á bók sinni Landnámur. Bókin er einnig til í þýðingu á ensku, þýsku, dönsku og frönsku. „Þýðingarnar hafa fengið bókstafinn Þ og henta vel til gjafa fyrir þá sem eiga erlenda vini hér heima eða í útlöndum og langar að kynna þeim íslenskar bókmenntir. Bækurnar passa auðveldlega í póstumslag og eru léttar þannig að það kostar ekki formúu að póstsenda þær milli heimshorna,“ segir Þórarinn. Bækurnar má nálgast í öllum betri bókabúðum landsins og einnig á netinu: https:// gullbringa.is/ n LESPÚSL ÞÓRARINS ELDJÁRNS: Smáskammtalækningar handa leslausum Landnámur á sænsku Landnámur Sonnettur Lespúsl a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.