Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐA Sandkorn 30 nóvember 2018 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Sendiherra- draumurinn úti Plott Gunnars Braga Sveins- sonar gekk kannski hundrað prósent upp á sínum tíma. Skipun Árna Þórs í sendi- herrastöðu, á sama tíma og Geir var skipað- ur, vakti athygli. Plottið um að fá greiða fyrir greiða er hins vegar úti núna. Það yrði banabiti hvers utan- ríkisráðherra að skipa Gunnar Braga sem sendiherra. Hann getur ekki einu sinni fengið stöðu ræðismanns á kyrrahafs- eyjunni Tonga. Í raun er það nánast óhugsandi að Gunnar fái nokkra stöðuveitingu eftir að þingferlinum lýkur og líklegt að hann verði að reyna fyrir sér í einkageiranum. Lausmælgi Gunnars á hótel- barnum er líka að vissu leyti ágæt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Nú geta þeir afskrifað fram- tíðargreiðann með góðri sam- visku. Lekinn af Klaustri mun skila okkur á betri stað M ér finnst óskaplega skít- legt af þér sem fjölmiðla- manni að ætla að fara nýta þér það, fyrir utan að snúa út úr því líka. Þetta er algjör þvæla og mér þykir leitt að þú ætlir að fara snúa þessu upp í svona rugl því að menn verða nú að geta sest niður til að hafa gaman, en þetta var mjög skemmtilegt hins vegar.“ Þetta hafði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokks- ins, að segja þegar DV óskaði eftir viðbrögðum við því að blaðið hefði undir höndum upptökur þar sem hann og fimm aðrir þingmenn, þar á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sátu að sumbli og létu þung orð falla um fjölda fólks. Þá stóðu þingmennirnir í margs konar baktjaldamakki sem hingað til hefur farið fram í lokuðum reyk- fylltum bakherbergjum. Meðal annars ótrúlegri fléttu í tengsl- um við þá ákvörðun að skipa Geir H. Haarde sendiherra. Þar skip- aði Gunnar Bragi, að eigin sögn, „fávita“ í sendiherraembætti til þess að draga athyglina frá skipun Geirs. Taldi Gunnar Bragi að leik- fléttan myndi tryggja honum sjálf- um sendiherraembætti í framtíð- inni. Upptökurnar voru teknar upp án vitundar þingmanna þar sem þeir drukku áfengi á sama tíma og þeir áttu að vera í vinnunni. Gunnari Braga fannst illa að sér vegið og almenningi kæmi ekki við hvað hefði átt sér stað þetta kvöld. Þetta væri þeirra einkalíf og hvert annað fyllerí þar sem slegið er á létta strengi. Og það var fyrsta spurningin sem ritstjórn DV spurði sig að? Fljótlega lá svarið fyrir. Ritstjórn DV gætir þess að virða einka- líf þingmanna en þarna vógu al- mannahagsmunir þyngra. Í raun er þessi leki ekki ósvipaður Panamaskjölunum sem felldi heila ríkisstjórn. Fólkið í landinu á rétt á því að vita ef kjörinn fulltrúi talar í opnu rými um baktjaldamakk, þegar reynt er að leggja á ráðin um að kljúfa stjórnmálaflokk, þar sem talað er á skelfilegan hátt um kon- ur, fatlaða og útlendinga og þá með þeim hætti að erfitt var að hafa það eftir. Þingmenn eiga að umgangast þetta embætti af virðingu og, eins og forsætisráðherra sagði, hefur þetta áhrif á virðingu íslenskra stjórnmála. Þjóðin sjálf er slegin vegna þessara upplýsinga. Á Alþingi ríkir sorg og starfsmenn þingsins sem og þingmenn eru niðurlút- ir og sorgmæddir. Líklegt er að málinu ljúki á næstu dögum. Þá þurfa þingmenn að draga lær- dóm af þessari ótrúlegu atburða- rás. Ábyrgðin liggur fyrst og fremst þar. Það á að gefa fólki tækifæri á ný og gefa því færi á að bæta sig. En ætli einstaka þingmenn sér ekki að horfast í augu við veruleikann, taka sig á, biðjast afsökunar eða segja af sér þá þarf þjóðin að láta þá sæta ábyrgð í næstu kosningum. Gunnar Bragi var eins og áður segir ósáttur. Hann var reiður blaðamanni DV og átti vart orð yfir að manneskja hefði tekið samtal þingmannanna upp. Eftir að DV birti sínar fyrstu fréttir mátti sjá afar lítinn hóp taka undir þetta og vildi skjóta sendiboðann sem kom þessum sögulegu upplýsingum á framfæri. En það er þessari mann- eskju að þakka að þjóðin hefur fengið að líta inn í reykfyllt bakher- bergi stjórnmálanna og enn eimir af hinum gömlu, ljótu vinnubrögð- um á þingi, vinnubrögðum sem þjóðin vonaði að heyrðu sögunni til. Sá sem lak upplýsingunum til DV kallaði sig Marvin og taldi sam- ræður þingmannanna eiga erindi við almenning. Þegar hann heyrði þingmennina hæðast að Freyju Haraldsdóttur og þingkonu Sam- fylkingarinnar, Albertínu Frið- björgu Elíasdóttur, var honum nóg boðið. Í samtali við DV segir Marvin: „Þá fékk ég æluna upp í háls og ákvað að hér myndi ég sitja þang- að til að samtali þeirra væri lok- ið. Þetta væri ekki í boði í siðuðu samfélagi.“ Marvin fannst allt tal þing- mannanna viðbjóðslegt og að það ætti erindi við almenning að kjörnir fulltrúar töluðu með þessum hætti. Hann var að reyna að gera gagn og það mættu sem flestir taka hann sér til fyrirmyndar. En það er engin ástæða til að enda þessi skrif með háfleygum hætti. Það er viðeigandi að gefa Marvin lokaorðið í þessum leiðara. Einstaklingi sem hefur látið gott af sér leiða fyrir íslenskt samfé- lag og þó að margir eigi um sárt að binda núna mun þetta á endanum skila okkur á betri stað. Marvin seg- ir: „Það hvarflaði aldrei að mér að ég væri að gera eitthvað ósiðlegt. Stjórnmálamenn eru í valdamikl- um stöðum og hafa skyldum að gegna gagnvart okkur.“ n Leiðari Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Spurning vikunnar Keyptir þú mikið á Black Friday? „Nei, ég var í Berlín.“ Ása Hafsteinsdóttir „Ekki eitt einasta stykki. Er verslunareigandi frá Akureyri og staddur hér fyrir tilviljun.“ Ragnar Sverrisson „Nei, ég var ekki á Íslandi.“ Sonja Hiller „Ég keypti ekki nokkurn skapaðan hlut á föstudaginn.“ Guðjón Árnason Fara Ólafur og Karl í Sjálfstæðisflokkinn? Staða Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar er nú orðin ómöguleg innan vébanda Flokks fólksins. Þeir sátu und- ir svívirðingum á formanninn, Ingu Sæland, og mótmæltu ekki. Hlutur Karls er sérstak- lega alvarlegur í ljósi þess að hann tók þátt í að níða af henni skóinn. Þeir tveir mynda helming af þingliði flokksins og ógna því heilindum flokksins og trú- verðugleika. Inga hlýtur að óska eftir því að þeir segi af sér en ósennilegt er að sú verði raunin. Þeir geta heldur ekki leitað til Miðflokksins eftir allt það sem á undan er gengið. Það liggur því beinast við að Ólafur og Karl gangi í Sjálf- stæðisflokkinn. Ólafur hefur áður gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hugsanlega gætu þeir þó þurft að ganga eyði- merkurgöngu sem óháðir þing- menn í nokkra mánuði á með- an rykið sest.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.