Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Blaðsíða 64
64 30 nóvember 2018 Tímavélin Gamla auglýsingin20. nóvember 2018 F angelsisuppþot eru vin­ sæll efniviður í Hollywood­ bíómyndum og flestum Íslendingum fjarlægur veruleiki. Sumarið 1993 sauð hins vegar upp úr í fangelsinu að Litla­ Hrauni. Til átaka kom og fanga­ vörðum og fangelsisstjóranum var hótað lífláti. Kalla þurfti til aukalið frá Reykjavík og Selfossi til að ná tökum á ástandinu. DV ræddi við fangavörð sem var í uppþotinu miðju. Fangaverðir flúðu af ganginum Aðfaranótt þriðjudagsins 24. ágúst árið 1993 fundu fangaverðir á Litla­ ­Hrauni umbúðir utan af róandi lyfjum. Eftir það var ákveðið að kalla út aukavakt og gera allsherjar leit í fangaklefunum klukkan sex morguninn eftir. Við leitina fund­ ust fíkniefni og einnig ýmis tól, svo sem hnífar, skæri og skrúfjárn. Fangarnir urðu margir óróleg­ ir við leitina. Voru þeir sparkandi, kallandi og hótandi allan þriðju­ daginn. Til að slá á spennuna var ákveðið að aðskilja helstu óláta­ seggina frá hinum og flytja þá í fangelsið á Selfossi. Fyrsti fanginn var fluttur klukkan sjö um kvöldið. Síðan var annar fluttur. Þegar átti að flytja þann þriðja sauð upp úr. Sex fangaverðir voru á vakt og þrír voru á ganginum að taka hann. Fanginn lét mjög illa og náði að brjóta rúður. Þegar fanga­ verðirnir ætluðu að færa hann í járn komu aðrir fangar aðvífandi. Voru þeir um tuttugu talsins, æp­ andi og öskrandi og hótuðu fanga­ vörðunum. Alls voru 52 fangar á Litla­Hrauni. Fangaverðirnir héldu á fanganum og brutu sér leið í gegnum mannfjöldann en ákváðu síðan að sleppa honum til félaga sinna. Á þessum tímapunkti var ástandið í húsinu orðið voveiflegt. Fangaverðirnir þrír sáu þann kost vænstan í stöðunni að koma sér af ganginum því fangarnir voru farn­ ir að hóta að drepa þá. Fóru þeir út til hinna og lokuðu að sér og var þá enginn eftir á ganginum. Samkomulag svikið Á þriðjudagskvöldinu róaðist ástandið. Fangaverðirnir fóru inn á ganga og sömdu við fangana. Ef þeir færu inn á klefana sína á venjubundnum tíma, klukkan hálf tólf, yrði ekkert fleira aðhafst í málinu. Á miðvikudagsmorgninum tók önnur vakt við. Ákváðu þá fang­ elsisyfirvöld að flytja sex mestu óeirðaseggina frá þriðjudeginum í einangrunarvist í Síðumúlafang­ elsinu. Klukkan átta voru klefarnir opnaðir hjá öllum nema þeim. Var föngunum jafnframt tjáð að það kæmi ekki til greina að þeir tækju stjórn fangelsisins og þessi uppá­ koma yrði að hafa afleiðingar. Um það yrði ekki samið. Varð þá allt vitlaust þar sem föngunum fannst yfirvöld hafa svikið samkomulagið frá þriðju­ dagskvöldinu. DV ræddi við fanga­ vörð sem var á staðnum, en hann vill ekki láta nafns síns getið. „Þeir voru vondir út í fram­ kvæmdastjóra fangelsisins og fannst hann ósanngjarn. Þetta voru menn sem voru búnir að vera í dópi.“ Gústaf Lilliendahl var á þessum tíma framkvæmdastjóri og beindist mikil reiði gegn hon­ um. Útbjuggu fangarnir til dæmis mótmælaskilti sem á stóð „Rekið Gústaf.“ Ætluðu að stinga fangelsisstjórann Ráðgert var að taka einn og einn einangrunarfanga út úr fangels­ inu. Þegar sá fyrsti var færður úr klefanum sínum hafði hann í hót­ unum. Réðst hann svo að aðal­ varðstjóranum og sló hann með stól. Var hann þá járnaður niður. Lögreglubíll kom til að sækja hann og flytja til Reykjavíkur um hádegið. Þá trylltust fangarnir á ganginum, brutu rúðu og köst­ uðu hlutum í lögreglubílinn. Skömmu seinna var náð í annan af sexmenningunum. Hann stökk hins vegar á fangavörð og spark­ aði í hann. Sá fangi var járnaður á höndum og fótum og fluttur bein­ ustu leið í Selfossfangelsið. Fanga­ vörðurinn segir: „Eftir að þeir brutu rúðuna tóku þeir glerbrotið og ætluðu að skera framkvæmdastjórann með því og ætluðu að drepa hann. Það er nú eins og gengur og gerist þegar menn eru dópaðir og kolruglað­ ir. Ég gekk þá að þeim sem hélt á brotinu og sagði honum að láta mig hafa það samstundis. Hann gerði það.“ Urðuð þið hræddir? „Nei, við vorum aldrei smeyk­ ir. Þetta tók nokkuð fljótt af og við náðum að stoppa þetta. Þeir hlýddu okkur fyrir rest enda áttu þeir ekkert sökótt við okkur fanga­ verðina. Þetta voru flestir ágætis­ menn en ólátabelgirnir voru tekn­ ir úr umferð.“ Víkingasveit og þyrla Eftir þetta voru mikil læti í húsinu og kallað var á aukalið sem barst um klukkan þrjú. Alls komu fjöru­ tíu manns, lögreglumenn frá Sel­ fossi og víkingasveitarmenn frá Reykjavík. Þyrla frá Landhelgis­ gæslunni kom og sveimaði yfir Litla­Hrauni. Þá var slökkviliðið haft í viðbragðsstöðu. Var föngunum gerð grein fyrir að víkingasveitin væri komin og að loka ætti alla fanga inni í klef­ um sínum. Það gekk vel og tók alls um sex mínútur. Klukkan hálf fjögur kom víkingasveitin inn og fjarlægði fimm fanga til viðbótar og fór með þá í einangrun í Síðu­ múlafangelsinu. Eftir að rykið hafði sest síðar um daginn var haldinn blaðamanna­ fundur á Litla­Hrauni. Voru þar bæði Gústaf og Haraldur Johann­ essen fangelsismálastjóri. Sögðu þeir að uppþotið hefði verið vegna hertari reglna innan fangelsis­ ins. Nokkuð hefði verið um strok fyrr um sumarið og því reglurn­ ar stífari en vanalega. Þetta hefðu fangarnir ekki sætt sig við. Tveir af ólátaseggjunum hefðu reyndar verið meðal þeirra sem tóku þátt í stroktilraununum. Á fundinum sögðu þeir að eftir­ litið yrði hert enn frekar. Það væri aftur á móti vandkvæðum háð í ljósi þess að einangrunarrými væru fá í fangelsinu og takmark­ aðir fjármunir eyrnamerktir fang­ elsismálum. Alls tóku um fjöru­ tíu fangar þátt í uppþotinu en um tíu höfðu sig mest í frammi. Voru verðirnir nokkuð smeykir í ljósi þess hversu mikið magn af vopn­ um hafði fundist á þriðjudags­ morgninum. Haraldur sagði: „Það er nauðsynlegt að efla gæslu því aldrei að vita hvað glæpamenn gera.“ Var ákveðið að Rannsóknarlög­ regla ríkisins og lögreglan á Sel­ fossi rannsakaði uppþotið. Að sögn fangavarðarins sem DV ræddi við var eftirlitið aðeins hert næstu dagana á eftir uppþotið. Þá voru ekki fleiri fangar teknir inn á tímabili. n LEIÐANDI Í GREIÐSLULAUSNUM Greiðslulausnir tengdar helstu afgreiðslukerfum Sjálfstandandi greiðslulausnir og handfrjálsir posar Hlíðasmára 12 201 Kópavogi verifone@verifone.is S: 544 5060 Uppþotið á Litla-Hrauni n Áflog og morðhótanir n Víkingasveitin kölluð til Gústaf Lilliendahl Fangelsisstjórinn á Litla-Hrauni. Síðumúlafangelsið Einangrunarvist fyrir uppþotsmenn. Spenna í loftinu Óeirðaseggirnir leiddir út í bíl. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.