Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Síða 25
„Dömur mínar og lollarar, ég þakka ykkur frá innstu
hjartarótum fyrir að setja ykkur í samband en há-
værar frásagnir af afhroði mínu, hruni, dauða, æru-
leysi og eignabruna eru sem sagt heldur orðum
auknar: Ég lifi, sprikla og dilla mér þótt fjölmiðlar
beri á mig ímyndaðar sakir og leyfi sérfræðingum
(lol) að skálda í eyðurnar af sínu annálaða andríki.
Það er ekki liðin heil nótt frá því lögreglan barði að
dyrum á Samastað, ekki hálf klukkustund frá því ég
var sjálft hrakið á flótta, og sögurnar sem ég hef fyr-
ir kærleika guðanna fengið að lesa um sjálft mig í
þeim miðlum sem kalla sig „hefðbundna“ eða jafnvel
„krítíska“ (he he) telja sennilega á annan tug. Það er
að sönnu gaman að fylgjast með – svona einsog það
er gaman að horfa á skordýr sem lent hefur á bak-
inu sprikla í þeirri von að finna fæturna aftur – en er
þetta ekki pínulítið aumkunarvert? Í alvöru.
Fyrir 22 klst. 11 mín. síðan. 622 líkar við þessa stöðu.
181 hafa gert athugasemd.“
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
Hvað
gerði
hán?
„Hæfileiki hans til að koma auga á það sem
er efst á baugi, draga það út á öxul tímans
og snúa upp á það gerir hann að frábærum
satíruhöfundi.“
N A I M A C H A H B O U N / B O R Å S T I D N I N G
„Eiríkur er einn af albestu stílistum lands-
ins og Hans Blær er ókynja, gervamölvandi,
sílækað og fyrirlitið hán sem étur samtímann
í morgunmat.“
S T E I N A R B R A G I
„Grillandi heit skáldsaga. Heldur
manni allan tímann og rúmlega það.“
M U G I S O N
Spenn ndi skáldsaga
um nettröll á flótta
undan réttvísinni eftir
einn beittasta höfund
landsins.