Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Síða 65

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Síða 65
TÍMAVÉLIN 6530 nóvember 2018 Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is ROSTUNGURINN VALLI VÍÐ- FÖRLI Í KLANDRI Á ÍSLANDI n Með forsætisráðherra frá London n Strandaglópur í Keflavík Á rið 1981 komst rostungur- inn Valli víðförli í heims- fréttirnar. Hann fannst við Bretlandsstrendur og átti að fara aftur heim til Grænlands. En þá blandaði forsætisráðherra Íslands sér í málið og fór svo að Valli endaði í kassa í flugskýli Bandaríkjahers. Að lokum var hann sendur aftur heim til Græn- lands þrátt fyrir hótanir þarlendra um að veiða hann í hundafóður. Rúmu ári síðar kom rostungur sem var sláandi líkur Valla í heim- sókn að Snæfellsnesi. Gunnar sá sér leik á borði Í septembermánuði árið 1981 fannst tveggja ára, eintenntur rostungsbrimill við Skegness á austurströnd Bretlands. Vakti þetta mikla athygli í fjölmiðlum ytra og fékk hann viðurnefnið Wally the Walrus. Í íslenskum blöðum, sérstaklega Morgun- blaðinu sem fylgdist grannt með, var hann kallaður Valli víðförli. Rostungar halda sig venjulega við rekís á grunnsævi með fram strandlengjum Norður-Íshafs- landa. Einstaka sinnum koma þeir að Íslandi en sjaldgæfara er að þeir flækist sunnar á bóginn. Nokkrir hafa sést við strendur Bretlands og Írlands. Á þessum árum var náttúru- vernd mikið í deiglunni og tvö samtök í Bretlandi, World Wildlife Fund og RSPCA, tóku Valla und- ir sinn verndarvæng. Vildu þau koma honum aftur á sínar heima- slóðir við strendur Grænlands. Dagblaðið Daily Mail bauðst til að aðstoða og greiða 2.500 punda ferðakostnað gegn því að fá einkarétt á sögunni. En þá komu Íslendingar og stálu þrumunni. Strandaglópur í Keflavík Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra var í heimsókn í Lundúnum þegar mál Valla víðförla kom upp. Á þessum árum voru Íslendingar mjög lágt skrifaðir í náttúruvernd vegna hvalveiða og Gunnar sá sér leik á borði til að bæta orðspor- ið. Ræddi hann við forráðamenn Flugleiða sem einnig voru í Lund- únum og ákváðu þeir að bjóða Valla ókeypis flug til Íslands. Sam- tökin World Wildlife Fund myndu svo ferja hann með báti yfir til Grænlands. Ferð Valla byrjaði með stoppi í Lundúnum. Þar var hann geymd- ur í stóru búri á flugvellinum á meðan hann beið eftir Flugleiða- vélinni. Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara fylgdist með honum en Valli virtist hvergi banginn. Að- eins lúinn reyndar eftir sjóferðina suður til Bretlands. Svo kom vélin og Valli var settur um borð. Íslenski forsætis- ráðherrann og kona hans, Vala Thoroddsen, voru honum sam- ferða sem og blaðamenn frá Daily Mail og Daily Express. Flugferðin gekk áfallalaust fyrir sig en þegar lent var á Keflavíkurflugvelli laugardaginn 26. september kom babb í bátinn. Sendibíllinn sem átti að sækja Valla og fara með hann niður að höfn var allt of lítill. Ekkert sást heldur til bátsins sem átti að ferja Valla og fulltrúi World Wildlife Fund var hvergi sjáanlegur. Valli var strandaglópur á flugvellin- um og starfsfólkið vissi ekkert hvað til bragðs ætti að taka. Eins og oft þegar Íslendingar lentu í vandræðum var haft samband við varnarliðið á Keflavíkurstöðinni. Herforingj- arnir tóku vel í það og áætl- uðu að ferja Valla með flugvél til Grænlands. Til að byrja með yrði hann hins vegar að bíða í einu flugskýli varnarliðsins. Þá kom hins vegar í ljós að engin flutningavél var laus og held- ur ekki flugmaður til að sjá um verkið. Varð Valli því að bíða í flugskýlinu yfir nóttina. Hápólitískt mál Á sunnudeginum hófst al- þjóðleg rekistefna um hvernig leysa ætti hnútinn. Um miðjan sunnudaginn höfðu hundruð símtala milli Íslands, Banda- ríkjanna, Bretlands og Dan- merkur átt sér stað. Gunnar Thoroddsen og Ólafur Jóhann- esson utanríkis ráðherra voru í storminum miðjum til þess að leysa málið farsællega. Gunn- ar hafði boðið Valla hingað en hnúturinn var orðinn vand- ræðalegur fyrir Íslendinga þar sem augu heimsins fylgdust með. Um tíma kom það til tals að Valli yrði áfram á Íslandi og yrði færður Sædýrasafninu í Hafnarfirði að gjöf. Meðlim- ir Dýraverndunarfélags Íslands börðust hins vegar hart gegn því og var hugmyndin slegin út af borðinu. Að lokum leystu íslensk stjórn- völd málið sjálf og var Land- helgisgæslunni falið að sigla með Valla vestur í varðskipinu Tý. Sleðahundafóður Margir höfðu áhyggjur af heilsu Valla þó að fljótt á litið virtist hún ágæt. Við skoðun dýralækna kom í ljós að hann hefði ekki étið neitt vikum saman. Höfðu Bretarnir sérstakar áhyggjur af þessu. Einnig varð þeim bylt við þegar hringt var til Grænlands og beðið um aðstoð við að taka vel á móti Valla þegar hann kæmist loks á leiðarenda. Á hinum enda línunnar var hlegið og sagt að flestir rostungar sem sæjust við strendur Grænlands á þessum árstíma væru veiddir og kjötið nýtt í fóður fyrir sleðahunda. Liði væntanlega ekki á löngu þar til það yrðu örlög Valla. Á mánudeginum lagði Týr af stað. Valli var enn í búrinu sínu og heilsaðist ágætlega á leiðinni. Þriðjudaginn 29. september kom Týr að Aquiteq á vesturströnd Grænlands og var Valla sleppt þar á borgarísjaka. Teygði hann úr sér þegar hann bægslaðist úr kassan- um og dýfði sér síðan ofan í sjó- inn. Valli snýr aftur Eftir að Valla var sleppt fréttist ekk- ert meira af honum í meira en ár. Hefði hann þess vegna getað end- að í maga sleðahunds. Þann 11. janúar árið 1983 var Íslendingum brugðið þegar vitavörður sá rost- ungsbrimil við Rifshöfn á Snæ- fellsnesi. Lét hann vita af þessu og töldu margir að Valli væri snúinn aftur. Fjöldi blaðamanna, ljós- myndara og kvikmyndatöku- manna var sendur í flýti vestur á Rif til að mynda „Valla.“ Fjölmargir heimamenn og aðkomumenn komu einnig til að líta rostunginn augum. Þessi rostungur var um þriggja til fjögurra ára og eintenntur. Hann var um tvö til þrjú hund- ruð kílóum þyngri en Valli var haustið 1981 en það væri eðlileg þyngdaraukning. Þar að auki var hann óhræddur við mannfólk sem gaf til kynna að hann hefði áður verið innan um það. Aldrei fékkst staðfesting á að rostungurinn við Rifshöfn hefði verið Valli sjálfur en mikið var fjall- að um hann í fjölmiðlum. Jafnvel meira en árið 1981. Tengdu sum- ir endurkomu hans við hvalveiði- bannið og að Valli væri að sýna frændum sínum stuðning. Aðrir sögðu að Valli væri kominn til að heimsækja vin sinn Gunnar Thoroddsen. Þriðja og líklegasta skýringin er sú að Valli hafi ver- ið að gera aðra tilraun til að kom- ast til sólarlanda, eftir að hann var truflaður í fyrra skiptið. n Tvífari Valla við Rifshöfn DV 13. janúar 1983. Gunnar Thoroddsen Bauð rostungnum frítt far til Íslands. Frost í kortunum? Ekki láta kuldann koma þér í vandræði Komdu við og láttu mæla rafgeyminn þinn! TUDOR Alltaf öruggt start eftir kaldar nætur MIKIÐ ÚRVAL, TRAUST OG FAGLEG ÞJÓNUSTA Bíldshöfða 12 / S. 577 1515 / skorri.is Við mælum rafgeyma og skiptum um Hr að þjónusta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.