Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Blaðsíða 84

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2018, Blaðsíða 84
84 FÓLK - VIÐTAL 30 nóvember 2018 S ylvía Erla Scheving er 22 ára gömul söngkona sem er þegar farin að láta að sér kveða í íslensku tónlistarlífi. Árið 2013 birtist hún Íslendingum í Söngvakeppni Sjónvarpsins með laginu Stund með þér. Nú hefur hún gefið út fimm smáskífur og vinnur að barnabók og heimilda­ mynd um lesblindu. Sylvía hefur sjálf þurft að kljást við lesblindu frá unga aldri og þurft að leggja sig alla fram til að ná árangri. Lífið var lærdómur Sylvía segist hafa verið óskaplega venjuleg stelpa frá Seltjarnarnesi. Aðeins fjögurra ára gömul byrjaði hún að læra á píanó. Þá vissi hún að hún elskaði tónlist og að tón­ list yrði alltaf hluti af hennar lífi. Seinna gekk hún í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla. Draumurinn var alltaf að komast í Verslunarskól­ ann og nemendasýningarnar. „Ég var greind lesblind í níunda bekk og ég þurfti að leggjast í mjög mikla vinnu til að komast inn í Versló. Það var því mjög stór sigur fyrir mig þegar ég fékk inngöngu. Ég tók samt aldrei þátt í nemó,“ segir Sylvía og hlær. „Stundum í lífinu þarf maður að fórna einu fyrir annað. Út af lesblindunni þurfti ég að leggja mig alla fram við námið. Líf mitt var bókstaflega lærdómur. Ég var lengur en aðrir með flest verkefni sem gerði það að verkum að lærdómurinn tók mest allan minn tíma. Ég hugsaði alltaf: ef ég legg mig hundrað pró­ sent fram í því sem mér finnst ekki skemmtilegt, þá mun ég leggja þúsund prósent á mig í því sem mér finnst skemmtilegt.“ Áhuginn á dansi kviknaði á sama tíma og tónlistaráhuginn. Tíu ára gömul var hún innrituð í Dansskóla Birnu Björnsdóttur og seinna hjá Dansstudio World Class hjá Stellu Rosenkranz. „Ég á Stellu mikið að þakka. Hún hefur verið mér ákaflega góð og alltaf verið tilbúin að aðstoða mig.“ Stelpur mega syngja um kynlíf Sylvía hefur ekki verið lengi í bransanum en hefur unnið með þekktum og færum framleiðend­ um. „Ég er ótrúlega heppin með fólkið í kringum mig og þá sem ég hef unnið með. Fyrsta lagið sem ég gerði var Gone eftir Lár­ us Örn Arnarsson en Ásgeir Orri gerði textann með mér. Síðan kynntist ég Printz Board sem er framleiðandi í Los Angeles sem hefur unnið með öllum þeim bestu í bransanum, þar að með­ al Michael Jackson og var sjálfur í hljómsveitinni Black Eyed Peas. Vinur minn kynntist honum og þannig náði ég teningu við Printz. Við Printz Board pössuðum mjög vel saman, og erum enn þá í góðu sambandi. Sylvía hefur gefið út fimm smá­ skífur, sú nýjasta er Bedroom Vibes. Sylvía segir að Gone hafi komið öllu af stað og hún gerði myndband við það. Gone hefur nú fengið um 600 þúsund spilan­ ir á Spotify. „Ég eyddi öllum fermingarpen­ ingnum mínum í myndbandið. Ég vann með eðalfólki að því mynd­ bandi og það kom skemmtilega út. Eftir það gaf ég út lagið Wolf Call og ég vann það lag úti í London með mjög góðum framleiðend­ um, Steven Manovski og Sam Grey. Síðan gaf ég út lagið Ægisíðu með teyminu mínu, Jóni Bjarna og Ásgeiri Orra. Þeir eru algjörir snill­ ingar og Bedroom Vibes var unnið með þeim líka.“ Hver er hugmyndin á bak við Bedroom Vibes? „Flest lög sem stelpur syngja eru um ást eða ástarsorg en flest lög sem strákar syngja eru tengd kynlífi. Það pirraði mig hvern­ ig samfélagið sendir okkur stelp­ um skilaboð um að við ættum ekki að gera lög um kynlíf. Það kem­ ur meðal annars fram í orðun­ um drusla, lauslát og fleiri orðum. Það er svo skrýtið, því við erum öll mannleg og erum með sömu þarf­ ir. Hvers vegna eru misjöfn orð og viðhorf milli kynja í þessu sam­ hengi? Mig langaði að snúa þessu al­ veg við. Ef það er í lagi að strákar syngi um kynlíf eins og ekkert sé, af hverju get ég það þá ekki líka? Stelpur þurfa ekki að skammast sín eða finna þörfina fyrir að fela kynferðislegar langanir til þess að koma í veg fyrir að fá druslustimp­ il. Við vorum ekki sett á þessa jörð til að dæma annað fólk.“ Heimildamynd um lesblindu Sylvía er að vinna að mörgum öðr­ um verkefnum, til dæmis að fram­ leiða heimildamynd um lesblindu í samstarfi við Saga Film. „Það verkefni er búið að taka langan tíma og kemur vonandi út á næsta ári. Það ferli er búið að vera mjög lærdómsríkt fyrir mig. Ég fékk þessa hugmynd átján ára og fékk Saga Film með mér í verk­ efnið. Ég henti mér bara í þetta verkefni án þess að kunna nokk­ uð, en í dag fer ég frá því með mikla reynslu. Ég bæði tók þátt í fjármögnun, handriti, leikstjórn og klippivinnu. Þessi mynd skipt­ ir mig miklu máli og get ég ekki beðið með að sýna fólki hana.“ Sylvía hefur einnig verið að skrifa barnabók um hundinn sinn Oreo. Hún segir það mjög metn­ aðarfullt verkefni og er byrjuð að kynna bókina í Bandaríkjunum. „Draumurinn er líka að halda fyrirlestra um lesblindu í skólum til að fylgja myndinni eftir,“ segir Sylvía. Þá er hún einnig byrjuð að vinna að nýrri tónlist. Lagið er til­ búið og verður tekið upp í Lund­ únum. Reykir hvorki né drekkur Hvað finnst þér hafa mótað þig mest? „Þegar ég áttaði mig á að álit annarra skiptir mig ekki máli. Eina álitið sem skiptir máli er hvern­ ig ég lít á mig sjálfa. Sumt sam­ ferðafólk í lífi mínu hefur brugðist mér og reynt að hafa áhrif á sjálfs­ mynd mína. Um leið og þú leyfir einhverjum að ákveða hvernig þú sérð þig, þá ert þú ekki við stýrið í þínu lífi. Við berum ábyrgð á okk­ ur sjálfum og við eigum rétt til að taka okkar eigin ákvarðanir sem eru bestar fyrir okkur sjálf. Ef þú veist hver þú ert og fyrir hvað þú stendur þá er erfiðara að brjóta þig niður. Enginn á að ákveða hvernig þú sérð þig.“ Hvað er það sem er erfiðast við að vera í tónlist? „Ef maður brennur fyrir eitt­ hvað þá verður það aldrei leiðin­ lega erfitt. En þessi bransi er eins og að ganga á fjall. Þú verður bara að halda áfram, fylgja hjarta þínu og hafa gaman af þessu. Þú ert að minnsta kosti að eyða tímanum í að gera það sem þú elskar og tím­ inn er það dýrmætasta sem við eigum. Plötufyrirtæki stóð undir ferð minni til Lundúna í „writing session“ og ég komst að því þar hvað ég passa ekki inn í þenn­ an týpíska bransa. Ég drekk ekki, reyki ekki, reyki ekki gras og fer aldrei að djamma eða á klúbba. Allir þarna úti voru að þessu, en þau virtu mínar ákvarðanir og voru ekki að þessu í kringum mig. Þetta er bara mín ákvörðun og ég hef engan áhuga á að breyta mér til að falla inn í hópinn.“ n Stelpur mega n Sylvía Erla Scheving stefnir hátt n Reykir hvorki né drekkur„Út af les- blindunni þurfti ég að leggja mig alla fram við námið Guðni Einarsson gudnieinarsson@dv.is syngja um kynlíf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.