Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Síða 2
2 7. desember 2018FRÉTTIR M örg dæmi eru um að börn í grunnskólum hér á landi noti samskiptamið- ilinn Instagram til þess að dreifa slúðri um hvort annað. DV hefur undir höndum skjáskot þar sem verið er að tala um kynlíf 14 ára barna. Samkvæmt heimildum DV eru foreldrar og skólayfirvöld víða um land að takast á við slík- ar slúðursíður. Síðurnar sem um ræðir eru nafnlausar og auglýsa eftir slúðri frá grunnskólanemum, síðurnar eru margar og er því oft- ast óskað eftir slúðri úr tilteknum skólum. Grunnskólanemar geta þá sent inn slúður, satt eða ekki, og látið það birtast án þess að það sé hægt að rekja það beint til þeirra. Hrefna Sigurjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heimili og skóli – landssamtök foreldra, segir í sam- tali við DV að svona mál komi reglulega upp í skólum. „Það er fátt nýtt undir sólinni í þessum efnum, netið og samfélagsmiðlar eru reglulega notaðir í misgáfuleg- um tilgangi.“ Í flestum tilfellum lenda svona mál á borðum skólanna sem hafa þá samband við foreldra. „Börn eða foreldrar sem verða vör við svona geta haft samband við skól- ann sem getur þá haft samband við alla foreldrana. Við höfum séð það gert þegar svona mál koma upp, hvort sem það er Snapchat eða Instagram, að kennarar senda á foreldra og tilkynna þeir hafi frétt af svona mál, þá ræða foreldrar þetta við börnin sín og spyrja hvort þeim þyki þetta í lagi og hvort þau taki þátt í þessu. Það þarf alltaf að tækla svona mál af skynsemi. Svo eru dæmi um að börn séu alltof ung til að vera á samfélagsmiðlum og þá er það foreldranna að grípa inn í.“ Hrefna hefur í gegnum vakn- ingarátakið SAFT heimsótt marga skóla og rætt við ótal nemendur um örugga notkun á internetinu, hún ítrekar að hegðun af þessu tagi sé ekki landlæg meðal ung- menna. „Krakkar vita alveg að það á ekki að gera svona, þau eru ekki vitlaus. Það er best að höfða til samviskunnar. Þau eru upp til hópa mjög skynsöm og meðvituð um hvað má og hvað ekki. Við för- um í alla sjöttu bekki með fræðslu og þau eru dugleg að tala og koma með dæmi.“ Skjáskotin sem DV hefur undir höndum eru flest mjög gróf, börn allt niður í 13 ára aldur eru nafn- greind og talað um að þau séu að stunda kynlíf. Til dæmis er ein síða merkt skóla í Reykjavík og þar stendur: „Slúður [nafn skól- ans], sendið okkur slúður í Dm og við póstum þeim ;)“. 130 not- endur á Instagram fylgja þeirri síðu, slúðrinu er svo deilt í geng- um „story“ þar sem það er sjáan- legt í sólarhring. Sumar síður eru ekki bundnar við tiltekna skóla og eru meira en 2 þúsund fylgjendur. Það skal tekið fram að slúðrið er ekki aðeins bundið við nemendur, stundum er um að ræða kennara. Einelti hefur skelfileg áhrif á sálarlíf einstaklinga, hefur það meiri áhrif þegar þolandinn veit ekki hver gerandinn er? „Neteinelti getur tekið á sig ýmsar myndir, allt frá því að dreifa myndum í að útiloka einhvern. Nafnleysi bætir við óvissu og ótta. Jafnvel myndi ólíklegasti aðili, sem myndi aldrei gera það augliti til auglitis, stunda slíkt á netinu. Vegna þess að það er auðveldara. Tækni veitir vald og það verður mikið ójafnvægi þannig að valdið færist á milli einstaklinga. Gerandi getur orðið þolandi á mjög stutt- um tíma, jafnvel samdægurs.“ n Á þessum degi, 7. desember 1703 – Ógnarstormur skellur á suður- hluta Englands. Hann fékk heitið Stóri stormurinn 1703 og fór vindhraðinn upp í tæplega 200 kílómetra hraða á klukku- stund. Um 9.000 manns misstu lífið. bækur sem koma ekki út þessi jól en allir vilja lesa Hið árlega jólabóka- flóð er hafið. Líkt og fyrri ár er nóg af titlum í boði og allir ættu að geta fundið eitthvað til að setja í jólapakkann hjá öllum. Mikið er um ævisögur og minningar forvitnilegs fólks, en það eru þó ekki allir sem hafa sögu að segja að gefa út bók. DV tók saman fimm bækur sem koma ekki út fyrir þessi jól, en ættu að gera það. Reynsla mín af Íslandi eftir Kio Briggs – Einlæg frásögn af manni sem kom til Ís- lands og var sýknaður. Tilvalin bók fyrir alla sem hafa þurft að leita réttar síns. Myndirnar sem Instagram bann- ar mér að birta eftir Ellý Ármanns. Listræn ljósmynda- bók. Bók sem verður alltaf í útleigu á öllum skólabókasöfnum. Mannasiðir eftir Hildi Lilliendahl Viggósdóttur. Bók sem útskýrir í smáatrið- um hvernig íslenskir karlmenn eiga að haga sér og hvað þeim á að finnast. Tilvalin í pakkann fyrir karldýrin sem skilja ekki hvað þeim á að finnast. Ég hlífi engum – Allt látið flakka eftir Gerði Kristnýju. Viðtalsbók við athafnamanninn Hilmar Leifsson. Hilmar fer yfir ferilinn og segir allt sem hann veit um undirheima landsins. Skilur engan eftir ósnort- inn. Tíu fingur upp til Guðs eftir Hreiðar Má Sigurðsson. Kaup- þingsforstjórinn fyrrverandi segir frá starfsemi bankans á árunum 2002 til 2008. Stórkostlega einlæg frásögn sem útskýrir allt á manna- máli. Síðustu orðin „Já, þetta er erfitt, en ekki eins erfitt og að leika í gamanleik.“ – Enski leikarinn Edmund Gwenn (1877–1959) 1982 – Bandaríkjamaðurinn Charles Brooks yngri verður þess vafasama heiðurs aðnjótandi að verða fyrstur manna þar í landi sem tekinn er af lífi með banvænni sprautu. Aftakan fór fram í Texas. 1869 – Bandaríski útlaginn Jesse James fremur sitt fyrsta staðfesta bankarán. Fyrir valinu varð bankinn í Gallatin í Missouri. 1988 – Öflugur jarðskjálfti, 6,9 að styrkleika, skekur norðurhluta Armeníu með þeim afleiðingum að 25.000–50.000 manns missa lífið og 31.000–130.000 manns slasast. 1972 – Appollo 17 hefur ferð sína til tunglsins, þá síðustu sem farin var. Áhöfnin tekur ljósmynd sem síðar fær nafnið Bláa marmarakúlan. GRÓFU SLÚÐRI UM GRUNNSKÓLANEMA DREIFT NAFNLAUST n Mál koma reglulega upp í grunnskólum n Börn allt niður í 13 ára nafngreind„Krakkar vita alveg að það á ekki að gera svona Hrefna Sigurjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heimili og skóli – landssam- tök foreldra. Ari Brynjólfsson ari@dv.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.