Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Side 4
4 7. desember 2018FRÉTTIR R eykjavíkurborg ráðger- ir að innheimta gistinótta- gjald hjá sveitarfélögum fyrir gistingu í neyðargisti- skýlum Reykjavíkjavíkurborgar, 17.500 krónur fyrir hverja gistinótt, þegar einstaklingur á lögheim- ili utan Reykjavíkur. Gjaldið verð- ur innheimt ársfjórðungslega. „Við finnum fullan skilning frá ná- grannasveitarfélögum að það er ekki sanngjarnt að útsvarsgreið- endur í Reykjavíki beri einir kostn- aðinn við svo umfangsmikla þjón- ustu til íbúa annarra sveitarfélaga,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, for- maður velferðarráðs Reykjavíkur- borgar. Reksturinn kostaði 200 milljón- ir árið 2017 Reykjavíkurborg rekur tvö neyðar- gistiskýli fyrir húsnæðislausa einstaklinga. Gistiskýlið við Lindargötu, sem er ætlað hús- næðislausum karlmönnum og Konukot, sem rekið er í samstarfi við Rauða krossinn í Reykjavík og er ætlað húsnæðislausum konum. Þjónustan er einstaklingum að kostnaðarlausu en í Gistiskýlinu er næturgisting í boði fyrir 25 gesti en 8 konur rúmast í Konukoti, auk fjögurra neyðarrýma. Dvöl einstaklinga í þessum gistiskýl- um á að vera tímabundin á meðan unnið er að lausn á vanda gesta í viðkomandi sveitarfélagi. Rekstarkostnaður við Gisti- skýlið árið 2017 var 141 milljón króna auk þess sem Reykjavíkur- borg lagði fram tæplega 60 milljón króna til Reykjavíkurdeildar Rauða Kross Íslands vegna reksturs Kon- ukots. Úrræðin tvö kostuðu Reyk- víkinga því um 200 milljón króna árið 2017. Á meðan húsrúm leyfir fá allir þurfandi aðgang að nætur- plássi. Teymi frá Reykjavíkurborg hefur síðan látið nærliggjandi sveitarfélög vita ef einstaklingar með lögheimili í þeim sveitarfé- lögum hafa nýtt sér þjónustuna til þess að viðkomandi sveitarfélag geti gripið til viðeigandi ráðstaf- anna. 40% gesta í Konukoti utan Reykjavíkur Allt þar til um mitt ár 2017 hef- ur Reykjavíkurborg staðið und- ir kostnaði af rekstri neyðarskýl- anna. Þá var gerður samningur við Fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar- bæjar varðandi hýsingu einstak- linga með lögheimili í Hafnarfirði. Skrefið sem nú er ráðgert að stíga þýðir því að önnur sveitarfélög verða einnig rukkuð um gjald fyrir þjónustuna. Eins og áður segir er hóflegt gjald talið 17.500 krónur, kostnaður við gistingu, mat og þrif er reiknaður út sem 12.500 og svo verður innheimt 30% umsýslu- gjald fyrir vinnu starfsfólks og ut- anumhald. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg dvöldu 17 karl- menn með lögheimili utan Reykja- víkur í Gistiskýlinu árið 2017. Þeir gistu í alls 93 nætur. Hlutfallslega voru þeir því 9% gesta en aðeins 1% gistinótta. Hlutfallið var marg- falt hærra í Konukoti en sama ár dvöldu þar 44 konur með lög- heimili utan Reykjavíkur. Alls gistu þessar konur í 689 nætur og voru 40% gesta það ár og 23% gistin- átta. Ef Reykjavíkurborg hefði inn- heimt gjaldið árið 2017 hefðu ná- grannasveitarfélögin þurft að reiða fram rúmlega 12 milljónir króna vegna Konukots en rúmlega 1,6 milljónir króna vegna Gisti- heimilisins. Í samtali við DV segist Heiða Björg vera bjartsýn á að gjald- tökunni verði vel tekið af öðrum sveitarfélögum. „Við fólum sviðs- stjóra Velferðarsviðs að fara með þessar upplýsingar inn á samráðs- vettvang félagsmálastjóra sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu. Við erum með samning við Hafnar- fjörð um að greiða fyrir þá þjón- ustu sem við veitum Hafnfirðing- um og viljum ná samningum við hin sveitarfélögin líka. Við höfum fulla trú á að þau séu tilbúin til að greiða fyrir veitta þjónustu við sína íbúa. Best væri ef önnur sveitarfé- lög á höfuðborgarsvæðinu kæmu með beinum hætti að rekstri ein- hverra úrræða fyrir þennan hóp sem við gætum þá greitt fyrir með sama hætti til þeirra,“ segir Heiða Björg. n Það er staðreynd að… Naglalakkið er sagt eiga uppruna sinn í Kína og hafa fundist minjar af nagla- lakki frá árinu 3.000 fyrir Krist. Ban ana tré er í raun hæsta jurt heims sem get ur náð allt að 20 metra hæð. Sumt fólk er hrætt við að sofna og ótti við svefn er raunverulegt vanda- mál sem hrjáir suma. Þetta kallast somniphopbia. Jólatré er samheiti yfir nokkrar mismunandi tegundir trjáa, sem allar eiga það sameiginlegt að vera barrtré. Á hverjum degi býr hjartað til orku sem myndi duga til að aka vörubíl um 32 kílómetra. Ekki hátt risið á Norðlendingum núna S varthöfði er glaður að sjá Norðurland allt graf- ast í fönn á meðan að- eins skæðadrífa er hér fyrir sunnan. Nú sér Svarthöfði frétta- myndir frá „höfuðstaðnum“ Ak- ureyri á fésbókinni og gleðja þær mjög. Er engu líkara en að Norð- urlandið sé að breytast í plánet- una Hoth. Svarthöfði hefur komið þangað. Það er ekki góður staður. Þannig er mál með vexti að Svarthöfði er ættaður að norðan. Ekki er Svarthöfði stoltur af því. Svarthöfði á því marga fésbók- arvini sem búsettir eru á Akureyri og öðrum krummaskuðum Norð- urlands. Fyrir norðan er smá- borgarahátturinn og minnimátt- arkenndin ríkjandi. Öfund og biturleiki út í höfuðborgina sér- staklega en einnig Suðurlandið allt, þar sem er hagsæld og al- mennt blítt veðurfar. Það bregst ekki að í hvert ein- asta skipti sem hitamælirinn sýn- ir örlítið hærra stig fyrir norðan en hér sunnan, þá rignir yfir mann skotunum frá Norðlendingum. Þeir hlaupa út til að taka mynd- ir, bæði af sólinni og sjálfum sér á stuttermabolum. „Hvernig er veðrið hjá ykkur fyrir sunnan?“ stendur gjarnan með. Hæðnin leynir sér ekki. Þetta er ekki raunin þegar veðr- ið er betra fyrir sunnan. Sem er nota bene um það bil 95 prósent ársins. Ef við Sunnlendingar ætt- um að vera að monta okkur af veðrinu við þessi grey fyrir norð- an þá hefðum við ekki tíma til þess að gera neitt annað. Það er held- ur ekki í okkar beinum að stríða minni máttar. Nú er ekki hátt risið á Norð- lendingum. Væntanlega fara um það bil tuttugu prósent af útsvar- inu þeirra í snjómokstur næstu daga. Hér fyrir sunnan ser pínu kalt en allar götur greiðar og sam- félagið gengur smurt eins og ávallt. Það er samt óskhyggja að telja sér trú um það að Norðlendingar læri nokkuð af þessu. Sjáiði til. Næst þegar slembilukka leikur við Norðanmenn og sól skín þar í heiði, munu þeir byrja að monta sig og senda myndir. n Svarthöfði Hver er hann n Hann er fæddur á Akranesi þann 26. september 1975. n Hann stundaði fram- haldsnám í stjórnun við Manchester Business School. n Hann var aðstoðarmaður sam- gönguráðherra frá 2003 til 2006. n Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri Loftorku í Borgarnesi. n Hann hefur verið talsvert í þjóðarumræðunni undanfarna viku vegna orða sem voru látin falla á veitingastað. SVAR: BERGÞÓR ÓLASON. Innheimta gjald af öðrum sveitarfélögum vegna íbúa sem nýta þjónustu neyðarskýla n Nóttin mun kosta 17.500 krónur n Reksturinn kostaði Reykjavíkurborg rúmlega 200 milljónir króna í fyrra Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Gistiskýlið við Lindargötu. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.