Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 6
6 7. desember 2018FRÉTTIR FEGURÐ ENDING MÝKT Kostirnir eru ótvíræðir: • Fallegra hús • Ekkert viðhald Ál er okkar mál • Fossaleyni 8 • 112 Reykjavík • Sími: 577 4100 • altak.is VEGGKLÆÐNINGAR Fyrir allar gerðir húsa, ný jafnt sem gömul, fjöldi lita og gerða Nærmynd af Bergþóri Ólasyni: Efnilegur kúluvarpari sem gaf bróður sínum nýra B ergþór Ólason, þingmað- ur Miðflokksins, ákvað í vikunni að taka sér launa- laust frí frá Alþingi eftir að Klaustursmálið umdeilda komst í hámæli. Þar sátu sex þingmenn að sumbli og töluðu illa um mann og annan. Á upptökunum heyrist Bergþór fara mikinn, kallaði hann Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, „kuntu“ og Lilju Alfreðs- dóttur menntamálaráðherra „tík“. Bergþór hefur beðið Ingu Sæland afsökunar á orðum sínum og sagt að orðfærið sem hann notaði væri sér framandi. En hver er Berg- þór Ólason, hvaðan kemur hann og hver verður framtíð hans? Hér er reynt að varpa ljósi á einn um- deildasta þingmann þjóðarinnar. Bergþór fæddist á Akranesi árið 1975, hann ólst upp í Borg- arnesi. Hann býr nú einn í einbýlishúsi á Akranesi og keyrir á eigin bíl í vinnuna. Bergþór á eitt barn, dóttur fædda árið 2016 en er ekki skráður í sambúð, hann gerir hjúskapar- stöðu sína ekki opin- bera á samfélagsmiðlum og því ekki hægt að full- yrða hvort hann sé á lausu. Bergþór er krist- inn maður og hann styður samskipti Þjóðkirkjunnar og skóla. Þess má geta að dóttir hans er hugsanlega fyrsta barnið hér á landi sem var skírð í vita, það var í Akra- nesvita sumarið 2016. Eitt mesta kastefni sem vitað var um Bergþór er sonur Óla Jóns Gunnarssonar en Óli Jón var bæj- arstjóri í Borgarnesi frá 1987 og í Stykkishólmi frá 1999 til 2005, og Óskar Bergþórsdóttur, loftskeyta- manns og húsmóður. Bergþór byrjaði snemma í íþróttum og var í fótbolta sem barn. Sagt var frá því í DV þegar hann var 11 ára að hann hafi átt sér einskis ills von í marki Skallagríms í leik á móti Stjörnunni. Bergþór skipti þá um íþrótt og tveimur árum síðar var hann að gera góða hluti í frjálsum íþróttum með UMSB. Þegar hann var 13 ára setti hann Íslandsmet í spjótkasti pilta, kastaði 43,1 metra. Hann setti svo Íslandsmet í kúlu- varpi pilta, kastaði 14,26 m, og bætti þar með met frá 1978 um 3 cm. „Síðan hafa margir spreytt sig við að bæta það, en ekki tek- ist það fyrr en nú. Bergþór er eitt mesta kastefnið sem vitað er um hér á landi,“ segir í umfjöll- un Morgunblaðsins í ágúst 1989. Met Bergþórs var ekki slegið fyrr en 1996. Hann hélt áfram í kúluvarpi og þegar hann var 14 ára varð hann efstur á ungmennamóti í kúluvarpi og sleggjukasti. Hann var svo valinn í hópinn sem fór á Ólympíuleika 17 ára og yngri árið 1990. Þurfti að þvo bíl þjálfarans Árið 1991 var Bergþór í viðtali við DV eftir að hafa orðið Íslands- meistari í kúluvarpi pilta, en var þó mjög óhress með árangur sinn. „Allt gekk vel í upphituninni og henti ég langt yfir 14 metrana, – en svo fór allt í baklás. Ég á reyndar best 15,10 metra. Fyrir þetta mót var ég búinn að ná mjög góðum köstum heima og var því bjart- sýnn. En það fór á annan veg. Ég er reyndar nýbúinn að breyta yfir í snúningsstílinn og þarf greini- lega lengri tíma til að ná betri tök- um á atrennunni. Það er óþarft að hafa áhyggjur af þessu, þetta hlýt- ur að koma,“ sagði hinn ungi kúlu- varpari. Í síðasta kastinu breytti Bergþór yfir í gamla stílinn og mistókst kastið hrapallega. Eftir á kom þjálfari hans, Íris Grönfeldt, askvaðandi til hans og spurði hann hver hefði eiginlega leyft honum að breyta um kaststíl? „Enginn,“ svaraði Bergþór hálf vandræða- lega. „Svona ganga hlutirn- ir ekki upp. Þú verður að taka út refsingu, drengur minn, fyrir svona glappa- skot. Þú skalt því þvo bílinn minn í dag. Hann er líka orðinn býsna óhreinn. – Skilið?,“ hafði DV eft- ir Írisi. Skipti það engu máli þótt hann hefði orðið Íslandsmeistari. Bergþór lenti í öðru sæti sem Íþróttamaður Borgarfjarðar árið 1989. Langhlaupakonan Mar- grét Brynjólfsdóttir var í fyrsta sæti með 51 stig, einu stigi meira en Bergþór, hann var þá 14 ára. Bergþór lenti aftur í öðru sæti árið 1992. Hann var svo hættur að birt- ast á íþróttasíðum dagblaðanna árið 1994. Bergþór var skiptinemi í Bandaríkjunum og gekk í Royal High School í Simi Valley í Kali- forníu. Þess má geta að hann er áhugamaður um amerískan ruðn- ing og má mögulega rekja það til skiptinemaáranna í Bandaríkjun- um. Gaf bróður sínum nýra Eftir að Bergþór útskrifaðist með stúdentspróf úr Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fór hann í viðskiptafræði við Háskóla Ís- lands. Hann starfaði hjá Heklu hf. samhliða námi og síðar sem ráðgjafi hjá Lýsingu hf. Hann var einnig lögreglumaður í sumar- afleysingum. Um aldamótin gaf Bergþór bróður sínum, Rúnari, annað nýra sitt. Aðgerðin gekk blessunar- lega vel og báðum hefur heilsast vel síðan. Þessi göfuga gjöf Berg- þórs hefur ekki farið hátt en þó vita vinir hans og samstarfsmenn af þessari staðreynd. Á Klausturs- upptökunum má heyra Gunnar Braga Sveinsson, þingmann Mið- flokksins, öskra: „Hann er bara með eitt nýra. En það er ofvirkt nýra.“ Kynntist Sigmundi Davíð á háskólaárunum Bergþór varð snemma virkur í Sjálf- stæðisflokknum og var formað- ur Egils, félags ungra sjálfstæðis- manna í Borgarnesi, 1997-1999. Hann sat svo í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) frá 1999 til 2005. Bergþór var stjórn- armaður í Mágusi, félagi við- skiptafræðinema við Háskóla Ís- lands, þar lét hann meðal annars Röskvuliða heyra það oftar en einu sinni. Hann var einnig for- maður Íslandsdeildar NESU, Samtök norrænna viðskipta- og hagfræðinema um aldamótin. Í viðskiptafræðinni og gegnum starf NESU kynntist Bergþór Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og mynd- aðist með þeim náinn vinskap- ur. Þeir voru ekki samstíga í póli- tík þá en síðar áttu þeir eftir að verða samherj- ar í Miðflokknum eins og frægt er orðið. Menntun Bergþórs er ekkert slor, hann stundaði fram- haldsnám í Alliance Manchester Business School sem er einn besti skóli á sínu sviði í Evrópu. Þaðan útskrifaðist hann með MBA gráðu. Vildi verða bæjarstjóri 27 ára Bergþór var stórhuga eftir að hann útskrifaðist. Hann sótti um stöðu bæjarstjóra Ölfuss árið 2002, þá aðeins 27 ára gamall. Hann var ekki ráðinn. Starf hans innan flokksins borgaði sig því ári síð- ar var hann orðinn aðstoðarmað- ur Sturlu Böðvarssonar, þáverandi samgönguráðherra. „Ráðherrann hafði samband við mig og það var ekki hægt að segja nei við jafn spennandi starfi og þessu,“ sagði Bergþór við Fréttablaðið um ráðn- inguna. Hann hætti árið 2006 og ári síðar hóf hann störf hjá Kaup- þingi. Árið 2007 gagnrýndi hann Andra Snæ Magnason og fjöl- miðla harðlega fyrir ummæli um að Rio Tinto væri „versta fyrirtæki í heimi“. Í grein sem Bergþór skrif- aði í Morgunblaðinu titlaði hann sig sem „áhugamann um vand- aðan fréttaflutning“ og vandaði hann Íslandi í dag ekki kveðjurn- ar fyrir að hafa ekki stundað rann- sóknarvinnu í tengslum við um- mæli Andra Snæs. Bergþór sóttist eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir kosn- ingarnar 2007 og hafnaði í 8. sæti, einu sæti ofar en Þórdís K.R. Gylfa- dóttir núverandi ráðherra. Árið 2009 bauð hann sig fram í 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og hafnaði í 5. sæti. Nokkrar óánægju gætti meðal Sjálfstæðismanna í kjör- dæminu vegna prófkjörsins, en Bergþór var rólegur með það allt saman þegar DV ræddi við hann um málið árið 2009. Eftir hrun varð Bergþór fjár- málastjóri Loftorku í Borgarnesi, hann varð svo framkvæmdastjóri Loftorku, nú LOB ehf. árið 2016. Hann var einnig fram- kvæmdastjóri Byggingalausna ehf. Hann sat í ýmsum stjórnum félaga og fyrirtækja og var einn þeirra sem Gunnar Bragi Sveinsson skip- aði í stjórn Matís nokkrum dögum áður en Gunnar Bragi lét af emb- ætti. Þann 5. október 2017 var svo tilkynnt að hann myndi leiða lista Miðflokksins í Norðvesturkjör- dæmi. „Bergþór mun m.a. leggja áherslu á byggingu nýs Landspít- ala á nýjum stað og skynsam- lega lækkun tryggingagjalds til að bæta starfsumhverfi fyrirtækja,“ sagði í tilkynningunni. Tveimur mánuðum síðar var hann orðinn formaður umhverfis- og sam- göngunefndar. n Ari Brynjólfsson ari@dv.is Bergþór 14 ára gamall frjálsíþrótta- kappi. Mynd DV af Bergþóri árið 1991 þegar hann var Íslandsmeistari í kúluvarpi pilta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.