Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 8
8 7. desember 2018FRÉTTIR JÓLAGJÖFIN í ár? við kynnum arc-tic Retro Fyrir DÖMUR og HERRA VERÐ AÐEINS: 29.900,- Blíður og góður „bensíntittur“ sem getur aldrei setið kyrr G unnar Bragi Sveins- son, þingmað- ur Miðflokksins, ákvað í vikunni að taka sér launalaust frí frá Alþingi eftir að Klausturs- málið umdeilda komst í hámæli. Þar sátu sex þing- menn að sumbli og töl- uðu afar illa um mann og annan, eins og alþjóð veit. En hver er Gunnar Bragi Sveinsson, hvaðan kemur hann og hver verður fram- tíð hans? Hér er reynt að varpa ljósi á einn umdeildasta þing- mann þjóðarinnar. Gunnar Bragi er fæddur á Sauðárkróki þann 9. júní árið 1968. Hann er alinn upp í Fram- sóknarflokknum en átti eftir að yfirgefa hann og koma að stofn- un Miðflokksins ásamt Sig- mundi Davíð Gunn- laugssyni. Þá er hann frímúrari og einn af uppáhaldsstöðum hans er Benidorm. Foreldrar hans eru Sveinn Margeir Friðvinsson (fædd- ur 19. september 1938, dáinn 25. júní 2017) og Ingibjörg Gunnhildur Jósafats- dóttir (fædd 13. maí 1940). Fyrrverandi maki Gunnars Braga er Elva Björk Guðmunds- dóttir og eignuðust þau synina Svein Rúnar, Inga Sigþór og Róbert Smára. Stjúpsynir Gunnars og synir Elvu Bjarkar eru þeir Arnar Þór Sigurðsson og Frí- mann Viktor Sigurðsson. Bensíntittur í framboð Gunnar Bragi útskrifaðist síðar en til stóð en hann ásamt fjórum öðrum nemendum varð fyr- ir barðinu á kennaraverkfalli. Gunnar Bragi útskrifaðist því árið 1989. Fljótlega eftir það fór hann að hafa afskipti af pólitík. Aðeins ári síðan birtist stutt frétt í Feyki en þar sagði: „Þessi „bens- íntittur“ á Ábæ, Gunnar Bragi Sveinsson, er orðaður við 3ja eða 4ða sætið á lista framsóknar, sem enn hef- ur ekki verið birtur. Trúlega verður hann í einna bestu aðstöð- unni til að „agitera“ fyrir kosningarnar í vor.“ Gunnar Bragi vann á bensínstöð sem ungur maður við að dæla bens- íni. Seinna varð hann verslunar- stjóri á staðnum og gekk að sögn vina reksturinn vel, enda Gunnar Bragi hamhleypa til verka. Ljóst var að Gunnar Bragi stefndi snemma á frama í póli- tík en það var þó ekki fyrr en tutt- ugu árum síðar sem hann settist á þing. Hann lék einnig knattspyrnu og spilaði golf. Gunnar Bragi þótti harður í horn að taka á vellinum en skapið kom honum stundum í vandræði. Í eitt skipti var hann tæklaður illa. Þá snöggreiddist hann og ýtti næsta manni. Það vildi svo óheppilega til að sá sem fékk byltuna var dómarinn sem var snöggur að veifa rauða spjaldinu þegar hann hafði náð jafnvægi á ný. Þá hefur Gunnar Bragi Liver- pool í hávegum og tókst honum með mikilli elju að gera öll börn bróður síns að stuðningsmönnum Liverpool þó svo að reynt hafi ver- ið að innræta þeim að halda með Tottenham. Árið 2013 var birt nærmynd af Gunnari Braga í Ísland í dag. Þar var rætt við fjölskyldu og vini. Sig- mundur Davíð var að sjálfsögðu einn viðmælenda. „Þar sem er fjör og gaman að vera, þar er Gunnar Bragi mið- punkturinn. Það er aldrei þungt yfir mönnum þegar Gunnar Bragi er á svæðinu,“ sagði Sigmund- ur. Sveinn Rúnar einn af sonum Gunnars Braga sagði föður sinn vera blíðan og góðan mann. „Hann getur verið með skemmtilega lélegan húmor, aulahúmor,“ sagði Sveinn Rún- ar og bætti við: „Hann er mjög þrjóskur. Greiðvikinn og alltaf til í að gera allt fyrir alla. Hann stendur fast á sinni sannfæringu og gefur sig ekki ef hann er sannfærður.“ Þá lýsti annar sonur Gunnars Braga honum sem miklum húmorista sem væri afar stríðinn. Bætti hann við að Gunnar Bragi þyrfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni og gæti aldrei setið kyrr. Þá sagði Atli Sveinsson bróðir Gunnars: „Hann er gríðarlega vinnu- samur og getur verið mjög fastur fyrir. Þetta eru kostir ef maður er sammála honum en geta ver- ið ókostir ef maður er ósammála honum. Hann er ráðagóður og gaman að vera með honum.“ Góður leikari Gunnar Bragi var afar virkur í leik- félaginu á Sauðárkróki en hætti þar í kringum árið 1995. Það var einmitt á sviði sem hann kynntist fyrrverandi konu sinni, Elvu Björk Guðmundsdóttur. Hjá leikfé- laginu tók Gunnar þátt í fjölmörg- um verkum. Elva Björk sagði: „Hann er mjög góður leik- ari. Hann lék alvarleg hlutverk og í försum. Hann fúnkerar rosa- lega vel í försum. Það er svo mik- ið aksjón þar. Það var mjög gam- an að leika á móti honum. Við kynntumst áramótin 1991-92. Við vorum að leika í leikriti saman, Köttur á heitu blikkþaki. Við lék- um þar hjón sem áttu í erfiðleik- um í hjónabandi. Þegar við fórum að tala saman var eins og við hefð- um þekkst í 40 ár.“ Gunnar fékk oft góða dóma fyrir leik sinn á sviði. Um frammistöð- una í Köttur á heitu blikkþaki sagði gagnrýnandi: „Eiginmann Margrétar, Brick Pollit, leikur Gunnar Bragi Sveins- son. Persónan krefst hófsemi í túlkun en líka nokkurs hita eink- um í öðrum þætti verksins. Gunn- ar Bragi gerir henni að jafnaði góð skil og nær talsvert vel að flytja áhorfendum mynd þessa sídrykkjumanns, sem er önn- um kafinn við það einna helst að svæfa vitund sína og hugsanir.“ Nærmynd af umdeildasta þingmanni þjóðarinnar: Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð eru miklir vinir. Gunnar Bragi þykir góður leikari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.