Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Side 28
28 FÓLK - VIÐTAL 7. desember 2018 arc-tic Retro ÚRIN Fyrir DÖMUR og HERRA VERÐ FRÁ: 29.900,- Nature Collection kirkjugarðinn og fengum leyfi til að mynda þar. Ég gekk beint að leiðinu hennar ömmu því ég fann fyrir sterkum tengslum við hana.“ Bíður eftir ákvörðun ættbálksins Guðrún hefur kynnt sér sögu og uppruna Otoe-Missouria ætt- bálksins, sem upprunalega kom frá svæðinu í kringum stóru vötn- in í Miðvesturríkjunum. Næsta sumar ætlar Guðrún á sumarhátíð ættbálksins og taka upp meira efni fyrir heimildarmyndina sem áætl- að er að sýna á kvikmyndahátíð- um frumbyggja. Hún sótti einnig um formlega inngöngu í ættbálk- inn á grundvelli faðernisins. Gekk það greiðlega í gegn? „Það verður tekin ákvörðun í janúar. Sú sem tók við skrán- ingunni, og er frænka mín, sagði mér að það væru mjög miklar líkur á því að það gengi í gegn. Ég fann það að það skipti mig máli að kom- ast inn í þennan ættbálk. Þeir geta í sjálfu sér alveg neitað mér. Það eru engin lög sem gilda um þetta heldur aðeins þeirra ákvörðun. Ef þeir neita mér þá neita þeir sjálf- sagt Kimberley líka.“ Guðrún segir að hún hafi unnið umsóknina mjög vandlega. Hún lét þýða öll skjöl samkvæmt kúnst- arinnar reglum og fór með þau í gegnum bæði sýslumann og ut- anríkisráðuneytið hér heima. Þar voru þau stimpluð og hafin yfir allan vafa. Inni í þeim voru upp- lýsingar um alla hennar ætt. „Sú sem tók við skjölunum mínum hafði aldrei séð neitt þessu líkt og hún tók ljósrit af þessu öllu. Ef þau neita mér þá fer ég aftur og kref þá um útskýringar.“ Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að fá inngöngu? „Það eru ýmsir hlutir sem fel- ast í því að vera tekin inn í ættbálk. Bæði hlunnindi og réttur. Til dæm- is gæti ég sótt um styrki varðandi alls konar hluti ef ég myndi flytja til Ameríku. Ég gæti farið í gegn- um heilbrigðiskerfið hjá þeim. Þetta er samfélag. Þetta er mjög náið samfélag. Þeir eru með fjár- hagsaðstoð, ferðaaðstoð og margt fleira. Á þakkargjörð gáfu þeir öll- um eldri borgurum kalkúna og allt meðlæti. Þeir sem vildu gátu fengið peninginn. Það er öryggi í þessu. Einnig er þetta ákveðin tengin við upprunann og söguna bak við fólkið mitt. Ég hef áhuga á að vita miklu meira um þetta sam- félag. Að vera boðin velkomin inn skiptir máli.“ Arnar- og Bjarnarkvíslin Otoe-Missouria ættbálkurinn samanstendur af sjö ættkvíslum eða klönum. Guðrún og Kimberly komust að því að þær tilheyra ætt- kvísl sem kölluð er „Eagle-clan“, eða Arnar-kvíslin. Amma hennar var hins vegar af Bjarnar-kvíslinni. Hinar kvíslirnar eru dúfur, uglur, bifrar, vísundar og hirtir. „Karen kom með dót fyrir mig til að búa til mína eigin indjána- -hálsfesti, með skeljum og fleiru sem ég gat þrætt á. Hún skildi ekki af hverju ég fór að þræða ákveðin tákn á hana af því að það er ekki eitthvað sem þau gera. Öðru megin þræddi ég tvo birni á festina. Svo setti ég skjaldböku á hana sem tákn fyrir Ameríku, Am- eríka er kölluð Skjaldbökueyja. Síðan fjöður sem táknaði mig. Ég skildi þá sjálf ekki af hverju ég sétti birnina en seinna, þegar ég lærði um kvíslirnar, áttaði ég mig á því að þetta væri amma mín.“ Ísland framandi Guðrún segir að eitt ánægjuleg- asta við allt þetta hafi verið að kynnast Kimberly og manni henn- ar Johnny. Hann var mjög dríf- andi í öllu ferlinu og styrkti þær systurnar. Eru þau áhugasöm um Ísland, sem er ábyggilega mjög framandi fyrir þau? „Já, þau eru það. Ég fór með ljósmyndabók með mér út og gaf þeim. Þau eru búin að vera að skoða þetta og eru staðráðin í að heimsækja landið. En þetta er svoldið snúið fyrir hana því hún hefur aldrei farið úr landi og er smeyk við kulda. Johnny er kara- temeistari og hefur keppt um allan heim. Í Bandaríkjunum er það al- gengt að fólk fari aldrei úr landi. Bandaríkin eru svo stór og fjöl- breytt að þú getur komist í hvaða loftslag sem er og kynnst menn- ingarborgum innanlands.“ n „Að vera boðin velkomin inn skiptir máli Henry Linwood Jackson Kom til Íslands árið 1966.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.