Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Síða 30
30 7. desember 2018FRÉTTIR A ð einhverju leyti er ég að gerast ferðamaður í eig- in landi, pakka nauðsyn- legustu fötum og tölvunni ofan í tösku og keyra á bílskrjóðn- um eins og leið liggur norður í Að- aldal. Þar rennur Laxá í gegnum birkivaxið hraunið og geymir ótal sögur um geimfara sem hafa veitt þarna ásamt breskum lávörðum, íslenskum bankastjórum, skap- styggum pólitíkusum og heims- frægum poppurum.“ Þetta segir Sindri Freysson þegar hann er spurður um hvert yrkisefnið sé í nýrri ljóðabók, Skuggaveiði, sem Forlagið gefur út. Sindri er margverðlaunaður og afkastamikill höfundur sem hef- ur sent frá sér á annan tug bóka á yfir tuttugu ára rithöfundarferli. Í Skuggaveiði tekur Sindri lesand- ann í ferðalag í Aðaldal þar sem föðurfjölskylda hans á jörð. Ljóðin eru myndræn og lesandinn upp- lifir staðinn, hlustar á fuglasöng og heyrir vatnsniðinn og stundum finnur hann ilminn af gróðrinum. Sindri heldur áfram að útskýra fyrir blaðamanni hvernig ljóðin í bókinni urðu að veruleika: „Það er til dæmis til mögnuð kvikmyndaupptaka af Bing Cros- by standa með veiðistöng í Laxá í Aðaldal og syngja lag henni til heiðurs og manni finnst að strax á eftir muni hann taka White Christmas og taka nokkur dans- spor í vöðlunum. En fyrst og fremst eru það auðvitað bændurn- ir í kring sem hafa þraukað þarna öldum saman, oft við þröngan kost, harðindi og barnamissi, en þó notið þess að hafa þessa mat- arkistu sér við hlið fulla af silungi og laxi. Í Skuggaveiði er ég kom- inn á árbakkann, stundum með veiðistöng, stundum ekki, og er að horfa í kringum mig og kasta flug- unni jöfnum höndum inn í fortíð og nútíð og framtíð,“ segir Sindri. Þetta svæði sem þú ert að yrkja um, hvað getur þú sagt mér um það? „Föðurfjölskylda mín á jörð þarna sem heitir Hagi, ekkert stór- býli en falleg jörð og fjölbreytt í landslagi. Jörðin er nefnd í Ljós- vetningasögu og þess getið að þar byggi bóndi að nafni Forni, það er á síðari hluta 10. aldar. Hagi er því fornt býli. Jörðin virðist hafa verið í einkaeign alla tíð og á ein- hvern furðulegan hátt gleður það mann að biskupsstólar, klaustur eða konungar virðast aldrei hafa átt þessa jörð. Það kallar fram þá tilfinningu að hún sé ómenguð af fingraförum yfirvalds og auð- magns ef svo má segja. Langafi Sindra, Jakob, eignað- ist Haga árið 1903. Segir Sindri að hann hafi stundum verið kallað- ur fyrsti jafnaðarmaður Íslands. Hann átti tíu börn með tveimur konum, systrum, fjóra drengi og eina stelpu með hvorri. „Þau deildu öll þrjú sama svefnherbergi og börnin ólust upp saman án þess að velta því fyr- ir sér hvort þau væru fædd inn- an hjónabandsins eða utan þess. Ég hef séð eina ljósmynd af Jakobi með konunum sínum og hann er svolítið skömmustulegur á svip- inn en samt frekar kátur. Þegar föðurafi minn varð ástfanginn af ömmu minni tveimur áratugum síðar, keypti hann fjórðung jarðar- innar af tengdaföður sínum, þar sem þau bjuggu síðan alla tíð. Það var 22 ára aldursmunur á afa og ömmu og hún var nítján ára þegar þau gifta sig og hann kominn yfir fertugt,“ segir Sindri. „Hann var farkennari og hafði kennt henni eins og öðrum krökk- um á bæjum í sveitinni, auk þess sem þau voru skyld í báðar ættir. Ætli þetta myndi ekki rata á síður DV í dag og yrði einhverju smá- borgaralega þenkjandi fólki að hneykslunarefni. En afi og amma áttu saman fínasta líf og eignuð- ust átta börn sem öll komust á legg og stóðu sig vel í lífinu. Yngstur í krakkahópnum er pabbi, fæddur í seinni heimsstyrjöld. Þegar afi dó tók föðurbróðir minn við jörðinni, þá aðeins 16 ára gamall. Hin systk- inin voru öll flutt í þéttbýlið og það dæmdist eiginlega á hann að taka við og reka búskapinn ásamt móð- ur sinni. Upp úr seinustu aldamót- um dreifðist eignarhaldið síðan innan fjölskyldunnar og þá hóf ég að fara þangað meira en ég hafði gert, þó að auðvitað kæmi mað- ur þarna hvert einasta sumar sem krakki, og uppgötvaði hvað er ljúft að skrifa þarna,“ segir Sindri. „Ég vil nú ekki meina að skyld- leiki afa og ömmu hafi verið til annars en kynbóta fyrir afkom- endurna. Í ættinni eru mjög margir bókhneigðir og í henni er líka heil- mikil listsköpun, ekki síst mynd- list. Á mörgum má sjá það sem sumir kalla „Haga-glottið“, og set- ur sterkan svip á margt prýðisfólk úr þeirri ætt. Genetískt bros sem við getum ekkert að gert og birtist kannski ekki alltaf á réttum tíma, en er óvart svolítið stíðnislegt og mér skilst að það hafi komið ýms- um viðkvæmum sálum úr jafn- vægi í gegnum tíðina. Um það segi ég bara; þrátt fyrir allar flækjurnar og harmleikina er jarðnesk tilvist okkar alltof skopleg til að brosa ekki í kampinn þegar tækifæri gefst,“ segir Sindri. Ljóðin eru ákaflega myndræn, var það meðvitað að reyna kalla fram sterkar og ljóslifandi myndir í huga lesenda? „Ég hugsa oft í myndum og það tengist kannski þessum myndlist- argenum sem eru í fjölskyldunni. Síðan mótar maður þessa mynd eftir megni, heflar hana og slípar og reynir að búa til eins kristaltæra útgáfu og hægt er. Föðurbróðir minn, Hringur Jóhannesson mál- ari, sagði einhvern tímann frá því hvernig hugmyndir og verk gátu þróast hjá honum á striganum,“ segir Sindri og bætir við: „Þannig málaði hann til dæmis fyrst sér- kennilegan ljósgeisla sem féll á flekkóttan kött, en síðan breytt- ist kötturinn í fatahrúgu og loks í heysátu og þá fyrst var myndin fullgerð. Það má segja að sum ljóð kvikni með svipuðum hætti, maður fær setningu í kollinn um eitthvað, kannski stað, hlut eða stemmningu, en sú setning breytist síðan og vex og bætir við sig öðrum texta og birtist að lok- um í allt öðru samhengi en mað- ur reiknaði með í upphafi. Hug- myndirnar taka völdin af höfundi þeirra, alveg eins og lífið tekur völdin af fólki.“ Sindri bætir við að hann hafi langað að fanga og miðla fegurð og nautn, kærleika og gleði sem fylgir því að dvelja á þessum slóðum. Að lesendur skynji upplifun höfundar af staðnum og upplifi eins og þeir séu á staðnum. „ …og væru þar í núinu með mér, liggjandi á bakkanum, hlust- andi á fuglinn syngja, heyra vatns- kliðinn og finna ilminn af gróðr- inum, og í leiðinni trúi ég þeim kannski fyrir smá leyndarmáli eða hvísla einhverju skemmtilegu að þeim,“ segir Sindri. „Í ljóðabók- inni Í klóm dalalæðunnar sem út kom fyrir nokkrum árum var þetta svæði miðlægt ásamt sögu fjöl- skyldunnar, en núna má segja að bókin sé persónulegri að því leyti að mínar eigin tilfinningar, ástin auðvitað, vefjast saman við. Þetta blandast allt vel saman, náttúra landsins og náttúra mannsins hafa ótal marga snertifleti, er allt hluti af sömu heild,“ segir Sindri. „Um leið og maður lýsir væntumþykju sinni til náttúrunnar er maður að leggja áherslu á mikilvægi náttúr- unnar og mikilvægi þess að vernda hana fyrir átroðslu og skemmd- um. Skuggaveiði er þannig bók um ást og fegurð, lofgjörð til nátt- úru og staðar, bók sem veitir von- andi vellíðan hjá lesendum. Það er galdur að vera til, stöðug áskorun að finna nýja sjónvinkla á lífið og tilveruna og maður verður að hafa gaman af ferðalaginu.“ n ÞÚ FÆRÐ MYNDVARPANN HJÁ OKKUR 325” 4K FERÐAMAÐUR Í EIGIN LANDI n Lesandi heyrir fuglana syngja og finnur ilminn af gróðrinum n Um ást og fegurð, lofgjörð til náttúru „Gleður mann að biskups- stólar, klaustur eða konungar virð- ast aldrei hafa átt þessa jörð Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Mynd úr ljóðabókinni Skuggaveiði. Sindri Freysson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.