Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Side 36
Tómstundir og útivist 7. desember 2018KYNNINGARBLAÐ Taflfélag Reykjavíkur er stærsta skákfélag á Íslandi og hvorki meira né minna en 118 ára gamalt. „Það eru mörg skákfélög starfandi á landinu en Taflfélag Reykjavíkur er þeirra stærst og mjög virkt í að halda bæði skákæfingar og skákmót. Félagsmenn eru á fimmta hundrað og margir hverjir mjög virkir,“ segir Kjartan Maack hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Holl æfing fyrir hugann Margir af eldri félögum halda sér í góðu formi með því að tefla reglulega en það er óneitanlega mjög örvandi fyrir hugann að tefla, hvort heldur er fyrir börn eða fullorðna. Vinsældir skákíþróttarinnar hafa aukist að undanförnu og er iðkendum sífellt að fjölga. „Flestir krakkarnir sem æfa hjá okkur æfa líka aðrar íþróttir. Það er mikilvægt fyrir þau að hreyfa sig reglulega samhliða skákinni og því hvetjum við okkar iðkendur til þess að stunda aðrar íþróttir. Það sem skákin hefur fram yfir margar aðrar íþróttir er hugarþjálfunin. Í skák læra iðkendur að temja sér þolinmæði, efla einbeitingu, hugsa fram í tímann, sjá fyrir hugsanlegar hindranir, setja sér markmið og gera áætlun, bregðast við hinu óvænta, taka erfiðar ákvarðanir undir pressu, læra af mistökum, fylgja reglum og bera virðingu fyrir umhverfi sínu, félögum og andstæðingum. Skákin kennir því eitt og annað sem heimfæra má á lífið sjálft,“ segir Kjartan. Æfingahópar fyrir alla Taflfélag Reykjavíkur er með fjölda æfingahópa og námskeið fyrir skákáhugamenn á öllum aldri og á öllum skákstigum. Manngangskennslan er kynningarnámskeið fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref á skákborðinu. Námskeiðið er einu sinni í viku og er öllum krökkum frjálst að mæta og prófa. Byrjendaflokkur er námskeið fyrir börn sem hafa lært mannganginn og geta teflt hjálparlaust. Stúlknahópurinn er sérstaklega ætlaður til þess að kynna skákíþróttina fyrir stelpum. Framhaldsflokkur er fyrir þau börn sem eru örlítið lengra komin og tefla reglulega á skákmótum. Afrekshópur er fyrir afreksfólk í skákíþróttinni. Á sumrin eru svo hin sívinsælu Sumarnámskeið. Fjöldi skákmóta Taflfélag Reykjavíkur stendur fyrir rúmlega þrjátíu mismunandi skákviðburðum ár hvert fyrir fólk á ýmsum skákstigum. „Við höldum fjölmörg skákmót sem ætluð eru börnum eingöngu. Einnig eru mót fyrir lengra komna, afreksfólk og eldri félaga. Svo eru opin mót sem haldin eru fyrir alla þá sem vilja taka þátt. Framundan er eitt stærsta skákmót ársins, Skákþing Reykjavíkur. Mótið hefst sunnudaginn 6. janúar og er öllum velkomið að tefla með. Jólaskákæfing Framundan hjá Taflfélagi Reykjavíkur er Jólaskákæfing TR fyrir öll börn og unglinga sem stunda skák hjá félaginu og foreldra þeirra eða aðra nákomna. „Þetta er hálfgerð uppskeruhátíð eftir haustönnina og breytum við örlítið út af vananum. Þetta er fjölskylduhátíð þar sem krakkarnir tefla í liði með einhverjum nákomnum. Á eftir er boðið upp á jólahressingu, veitt verðlaun fyrir ástundun og svo verður dregið í happdrætti. Öll börn og unglingar úr öllum skákhópum TR eru velkomnir á þessa sameiginlegu jólaskákæfingu þann 9. desember frá 13–15.30 og er um að gera að skrá sig á vefsíðunni taflfelag.is. Taflfélag Reykjavíkur er staðsett að Faxafeni 12, 108 Reykjavík Netfang: taflfelag@taflfelag.is Vefur: taflfelag.is n TAFLFÉLAG REYKJAVÍKUR: Holl æfing fyrir hugann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.