Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Síða 41
Tómstundir og útivist 7. desember 2018 KYNNINGARBLAÐ BADMINTON: Ástsæl íþrótt fyrir unga sem aldna Flestir Íslendingar, sem hafa einhvern tíma skellt sér í útilegu og spilað badminton á lygnu sumarkvöldi í guðsgrænni náttúrunni, vita hvað það er ánægjulegt að hitta fluguna fullkomlega með tilheyrandi „boing“ hljóði. Hér á Íslandi gefst því miður ekki oft kostur á að spila badminton úti, enda sjaldan nógu lygnt, og ekki að ástæðulausu að flugan nefnist einmitt fluga. En badminton er líklega sú íþrótt sem er hvað auðveldast að komast inn í og ánetjast. „Þetta er skemmtilegt sport sem hentar fólki á öllum getustigum. Svo lengi sem þú getur hitt fluguna með spaðanum þá ertu að spila badminton,“ segir Jóhann Kjartansson, yfirþjálfari hjá TBR. TBR var stofnað árið 1938 og þann 4. desember síðastliðinn varð félagið 80 ára og haldið var upp á áfangann með heljarinnar afmælisveislu. TBR eða Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur er staðsett að Gnoðarvogi 1. „Við erum með tvö hús í notkun. Annað húsið var byggt 1976 og eru þar fimm vellir. Árið 1987 var félagið algerlega búið að sprengja af sér litla húsið og var byggt nýtt og stærra hús með 12 völlum. Nú erum við með 17 velli fyrir badminton,“ segir Jóhann. Með tilkomu badmintonhalla eins og húsanna í Gnoðarvogi er hægt að stunda þessa skemmtilegu íþrótt allan ársins hring, hvernig sem viðrar. Námskeið og badmintonmót TBR er í samstarfi við níu grunnskóla í nágrenni félagsins. „Þá bjóðum við 4. bekk grunnskólakrakka að koma til okkar á námskeið í badminton. Þetta er gert fyrst og fremst til þess að kynna íþróttina fyrir þeim og vekja áhuga. Margir krakkar finna sig ekki í þessum hefðbundnu hópíþróttum eins og fótbolta eða handbolta, en langflestir hafa virkilega gaman að badminton,“ segir Jóhann. TBR býður upp á barna- og unglinganámskeið flesta daga vikunnar auk þess sem í boði eru kvennatímar á þriðjudags- og föstudagsmorgnum. Einnig eru haldin badmintonmót á hverju ári. „Það eru bæði fullorðinsmót og mót fyrir börn og unglinga. Það er öllum þátttakendum frjálst að skrá sig og taka þátt í badmintonmótum en alls engin nauðsyn,“ segir Jóhann. Skemmtileg íþrótt fyrir unga sem aldna Margir eiga fastan tíma á velli einu sinni til tvisvar í viku og mæta 2–4 saman og spila í fyrirfram ákveðinn tíma. Einnig er hægt að leigja staka tíma fyrir þá sem stunda sportið ekki reglulega. „Það er gráupplagt fyrir vinahópa að skella sér saman í badminton í klukkutíma eða fjölskyldur að eyða tíma saman og spila þessa skemmtilegu íþrótt,“ segir Jóhann. Badminton er stórskemmtilegt fyrir unga sem aldna. „Við erum með félaga á öllum aldri, allt frá sex ára aldri upp í 89 ára sem koma hingað reglulega og spila,“ segir Jóhann. „Þetta er töluvert frábrugðin hreyfing en að mæta í ræktina, fara út í göngutúr eða að synda. Hér komast flestir auðveldlega í mikið keppnisskap og það getur aldeilis hitnað í kolunum. Þetta er auðvitað allt í góðu og eru allir góðir vinir enda er jafn mikilvægt að kunna að tapa eins og að kunna að sigra,“ segir Jóhann. Gnoðarvogur 1, 104 Reykjavík Sími: 581-2266 Netfang: tbr@tbr.is Opnunartími: Mán.–fim: 8–23, fös: 8–22:10, lau: 9–17.30 og sun: 9–16.50 n
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.