Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Qupperneq 47

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Qupperneq 47
Tómstundir og útivist 7. desember 2018 KYNNINGARBLAÐ Söngsteypan hjálpar fólki að fylgja hjartanu Söngsteypan var stofnuð árið 2006 af Heru Björk og síðan þá hefur skólinn stækkað hægt og bítandi. Í dag eiga skólann með Heru Björk þær Aldís Fjóla og Rósa Björg, söng- og tónlistarkonur. „Það er góður slatti af söngvurum sem hefur farið í gegnum námskeiðin hjá okkur og er alltaf jafn gaman að sjá árangurinn. Það er ákveðinn fjöldi sem finnur sig vel í söngnum og uppgötvar að sig langi að halda áfram. Sumir taka fleiri námskeið, einhverjir fara í kórastarf og aðrir á fullt í það að syngja, semja og gefa út eigið efni. Það er ótrúlega gefandi að horfa upp á fólk fylgja hjartanu út í tónlistina,“ segir Hera Björk. CVT afhjúpar leyndardóma raddarinnar Í Söngsteypunni er notast við tækni sem nefnist Complete Vocal Technique (CVT). CVT er ein útbreiddasta söngtækni í Evrópu og hefur enn fremur hlotið mikið lof á alþjóðavísu. Markmiðið er að fjalla á skýran og skilvirkan hátt um röddina og draga úr öllum leyndardómum sem hafa oft á tíðum fylgt söng og söngkennslu. Fær söngvarinn skýrar leiðir til að vinna með sína rödd, ná sínum markmiðum og finna sinn hljóm. CVT nær yfir öll möguleg hljóð og tónlistarstefnur. Rannsóknarniðurstöður CVT hafa enn fremur sýnt fram á að hægt er að framkalla grófa effekta á heilbrigðan hátt með notkun tækninnar. „Við segjum stundum að CVT sé „idiot proof“ en það þýðir í raun að allir geta nýtt sér tæknina. Það skiptir ekki máli hvort söngvarinn sé byrjandi eða lengra kominn, hvort hann syngi djass eða dauðarokk. Þetta er aðferðafræði sem hentar öllum og veitir verkfæri svo fólk geti unnið áfram með sína rödd,“ segir Hera Björk. Hópnámskeið tryggja góðan árangur Söngsteypan heldur fjölda námskeiða sem má sækja, allt eftir áhuga hvers og eins. Námskeiðin eru hóptímar þar sem unnið er út frá einstaklingnum, getu hans og því sem þarf að bæta hverju sinni. „Við veljum oft fólk af mismunandi getustigum saman í hópa enda höfum við séð að það geta allir lært af öllum. Því ólíkari sem hópurinn er, því meira lærir fólk. Hinir lengra komnu læra því alls ekki síður af byrjendunum,“ segir Hera Björk. Kennarar Söngsteypunnar bjóða einnig upp á einkatíma fyrir þá sem vilja. Fjöldi námskeiða í boði Söngur og CVT er grunnnámskeið. CVT er kynnt fyrir nemendum og þeim leyft að máta sig við tæknina, læra að nota hana og að lokum finna sína rödd. Námskeiðið er kennt tvisvar í viku, aðra hverja viku í þrjá mánuði, alls 48 klst. Næsta námskeið byrjar 29. janúar 2019. Í Söngur og sjálfstraust er farið í sjálfstraust söngvarans á sviði og skerpt á því ásamt því að vinna áfram í söngröddinni. Námskeiðið er kennt tvisvar í viku, aðra hverja viku í þrjá mánuði, alls 48 klst. Næsta námskeið byrjar 5. febrúar 2019. Samsteypan er tveggja anna nám, kennt í sjö lotum. Nemendur vinna saman að því að þróast sem tónlistarmenn, semja lög og texta, útsetja, taka upp í stúdíói, vinna í kynningarmálum, koma fram á tónleikum og fleira og fleira. „Þetta er allsherjar kynning á því hvernig tónlistarbransinn virkar. Farið er í hluti eins og frammistöðukvíða og fullkomnunaráráttu, hvernig maður kemur sér á framfæri á samfélagsmiðlum, regluverk varðandi útgáfu og fleira. Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem langar að öðlast reynslu og fá nasaþefinn af því að semja og gefa út tónlist. Við höfum fengið ýmsa þekkta tónlistarmenn sem gestakennara. Meðal annars komu reynsluboltarnir Ragga Gísla, Jónas Sig. og Emilíana Torrini og sögðu reynslusögur úr bransanum. Þau voru öll uppveðruð eftir að hafa komið og sögðust hafa lært helling af nemendunum alveg eins og nemendurnir lærðu af þeim,“ segir Hera Björk. Tengslanetið Hópstarfið hefur gefist afar vel hjá Söngsteypunni og er tengslanetið sem myndast milli nemenda ekki síður mikilvægt en hið eiginlega söngnám. „Það hafa orðið til traust vinabönd, dúettar, tríó og heilu hljómsveitirnar út frá námskeiðunum okkar og erum við ótrúlega stolt af þessu afburðarfólki,“ segir Hera Björk. Söngsteypan er staðsett að Síðumúla 29, 108 Rvk. Sími: 649-0104 og 699-4463 Netpóstur: info@songsteypan.is Heimasíða: www.songsteypan.is n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.