Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Síða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Síða 53
Góður biti 7. desember 2018 KYNNINGARBLAÐ BAN KÚNN: Ferskur tælenskur matur frá hjartanu Hér hefur verið mikið að gera frá fyrsta degi og fólk hefur tekið okkur enn betur en ég þorði að vona. Fyrst kom fólkið úr hverfinu en svo fór þetta að berast og núna kemur hingað fólks allsstaðar að. Við fáum meira að segja pantanir frá erlendum ferðaskrifstofum,“ segir Svavar G. Jónsson hjá Ban Kúnn. Notalegt andrúmsloft og hagstæð tilboð Ban Kúnn þýðir „heima hjá þér“ á tælensku en þannig líður manni þegar maður gengur þangað inn. Hádegis- og kvöldverðartilboðið er vinsælt hjá gestum staðarins. Sex réttir eru í borðinu og má velja þrjá rétti á diskinn. „Við breytum daglega um rétti og því er alltaf eitthvað nýtt í borðinu. Í hádeginu kosta herlegheitin 1.990 kr. en á kvöldin 2.200 kr. þegar tekið er með sér, sem hlýtur að teljast afar hagstætt verð fyrir svo góðan mat,“ segir Svavar. Karrí er ekki bara karrí! Natthawat segir kryddin vera stóran þátt í tælenskri matargerð og þau verði að nota rétt. „Hér áður þekktu Íslendingar víst bara eina tegund af karrí, það er gult karrí eða indverskt karrí. En það eru til óteljandi karrítegundir í heiminum og á Ban Kúnn erum við með svo margar tegundir að við segjum stundum við kúnnann þegar hann biður um karrí: „Karrí og karrí er alls ekki það sama og karrí,“ segir Natthawat kíminn. Ferskleikinn í fyrirrúmi „Kryddin eru líka mjög mismunandi, sumt er þurrt duft, annað er eins og mauk líkt og karrímauk. Svo notum við líka ferskar kryddjurtir þó það geti verið erfitt að fá þær. Í tælenskri matargerð er mikilvægt að allt hráefnið sé eins ferskt og hægt er og við notum t.d. aldrei frosið grænmeti. Við notum mikið ferskt grænmeti, kjúkling, svínakjöt, nautakjöt og fisk í réttina. Hráefnið verður allt að standast strangar gæðakröfur sem ég fylgist mjög vel með,“ segir Natthawat. „En það sem er best við matinn hjá okkur er að við eldum hann frá hjartanu. Sumir elda bara og leggja ekkert í eldamennskuna. Að elda mat er að gefa hluta af sjálfum sér, þess vegna verður maður að gera það vel.“ Ekta tælenskur matur – eins og í Tælandi „Auk tilboðanna erum við með 25 rétti á matseðli og nokkrir þeirra eru grænmetisréttir. Annars er hægt að gera flesta réttina að grænmetisréttum eða jafnvel vegan ef vill. Fyrir utan það getum við eldað ótal marga sértælenska rétti. Fólk getur því komið hingað og beðið okkur um að sérelda uppáhalds tælenska réttinn sinn. Hér leggjum við áherslu á að hafa réttina upprunalega, nákvæmlega eins og ef staðurinn væri í Tælandi,“ segir Svavar. Uppskrift sem hefur gengið í ættir „Pad Thai er vinsælasti rétturinn á matseðlinum. Hann inniheldur hrísgrjónanúðlur, grænmeti, kjöt eða rækjur, og síðan er það leyndarmálið sem allir alvöru tælenskir veitingastaðir verða að hafa – en það er sósan,“ segir Svavar. Sósan í réttinum þykir einstök. Uppskriftin kemur frá langömmu eiginmannsins, Natthawat, en fjölskylda hans hefur stundað veitingarekstur í Tælandi mann fram af manni. Ban Kúnn er staðsettur að Tjarnarvöllum 15, Hafnarfirði. Opnunartímar: Virka daga 11-21 og helgar (og aðrir frídagar) 17-21. Sjá nánar á Facebook-síðunni Ban Kúnn. n
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.