Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Side 66

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Side 66
66 7. desember 2018 LOKAÐIR STURTUKLEFAR MEÐ TOPPI, SPORNA GEGN RAKA OG MYGLU Kíktu á sturta.is og skoðaðu úrvalið S. 856 5566 TÍMAVÉLIN - ERLENT Heróín var hóstasaft n Markaðssett af þýskum lyfjarisa n Gengur í bylgjum H eróín er ópíóði sem á sér yfir hundrað ára gamla sögu. Upprunalega var heróín markaðssett sem hóstalyf og lyf til að þagga nið- ur í óþægum krökkum. Snemma kom hins vegar í ljós að heróín er eitt mest ávanabindandi lyf sem til er og áhrifin skelfileg. Líkt og önnur fíkniefni hefur heróín gengið í tískubylgjum og auk- in neysla lyfseðilsskyldra mor- fínlyfja hefur hrundið enn einum heróínfaraldrinum af stað. Talið ávanalaust Ópíum hefur fylgt mannkyninu í þús- undir ára. Að öll- um líkindum hef- ur ræktun þess hafist um 3400 fyrir Krists- burð í Mesópótam- íu, þar sem nú er Írak. Egyptar til forna notuðu ópí- um sem og Persar. Þaðan barst plantan vestur til Evrópu og austur til Indlands og Kína. Í gegnum aldirnar var ópíum notað í lækn- isfræðilegum tilgangi. Við sársaukafullum sjúk- dómum á borð við krabbamein, einnig við fæðingar og fleiri tilvik. Að auki var það mis- notað sem fíkniefni og menn fóru að átta sig á hversu ávanabind- andi efnið væri. Milli Kína og Bretlands voru háð stríð út af sölu lyfsins en þá var ópíumneysla orðin að miklum faraldri í fyrrnefnda landinu. Árið 1805 var morfín unnið úr ópíum. Uppruna- legi tilgangurinn með morfíni var að vinna gegn ávana ópíums. En morfín reyndist mun virkara og sterkara lyf og fólk ánetj- aðist því í staðinn. Það sama gerð- ist árið 1874 þegar heróín var búið til í fyrsta sinn úr mor- fíni. Það var breski efna- fræðingurinn Charles Romley Alder Wright. Hann var þá að leita að valmöguleika við mor- fíni sem væri ekki ávanabindandi og blandaði því við ýmsar sýrur. Heróín var hins vegar ekki fram- leitt fyrir almennan markað fyrr en árið 1898. Þá af þýska lyfjaris- anum Bayer. Dóp djassaranna Heróín var selt án lyfseðils yfir borðið og auglýst sem lyf gegn ýmsum kvillum. Má þar nefna hósta, niðurgang og til að róa óróleg börn. Auglýsingum var sér- staklega beint að barnapíum sem áttu í vandræðum með ódæla krakka. Í upphafi 20. aldarinn- ar var mikil herferð til að auglýsa heróín og Bayer sendi morfín- fíklum frí sýnishorn af þessu nýja undralyfi í pósti. Fljótlega fór fólk hins vegar að átta sig á því að heróín var jafn- vel enn meira ávanabindandi en bæði ópíum og morfín. Árið 1914 var heróín gert lyfseðilsskylt í Bandaríkjunum ásamt öðrum ópíumskyldum lyfjum. Árið 1924 var heróín bannað í Bandaríkj- unum og ári síðar í Þjóðabanda- laginu, sem var undanfari Sam- einuðu þjóðanna. Fíklar voru þá farnir að látast af völdum heróíns og leiðast út í glæpi til að fjár- magna neysluna. Bannið stöðvaði hins vegar ekki neysluna. Þvert á móti þá jókst hún stöðugt fram á miðja 20. öldina. Á árunum eftir seinni heimsstyrjöld var farið að tala um eiginlegan heróínfaraldur í Bandaríkjunum. Heróín komst í tísku í sumum kreðsum, sérstak- lega á djassklúbbunum. Margir af fremstu djasstónlistarmönn- um þess tíma voru alvarlega háð- ir heróíni. Um miðjan sjötta áratuginn rénaði faraldurinn, líklegast af tveimur meginorsökum. Annars vegar þá var framboðið ekki nægt og verðið orðið of hátt. Í heimi heróínfíkla er nægt framboð algert skilyrði. Hins vegar var þá farið að blanda efnin illa. Tóku fíknina heim frá Víetnam Heróín var ekki mjög vinsælt á sjöunda áratugnum. Þá var mari- júana og ofskynjunarlyf í tísku. En í upphafi áttunda áratugarins datt heróín aftur inn með miklum krafti í Bandaríkjunum. Þá voru það bandarískir hermenn sem fluttu fíknina með sér heim frá Víetnam. Hermenn á aldrinum 18 til 20 ára máttu ekki kaupa áfengi á herstöðinni. Þess vegna keyptu þeir heróín af heimamönnum. Það var bæði ódýrt og framboðið nægt. Þeir blönduðu því við reyktóbak eða tóku það beint í nefið. Þegar fíknin var orðin mikil sprautuðu þeir sig. Allan áttunda áratuginn geisaði mikill heróínfaraldur, síst minni en um miðja öldina. Harðari refs- ingar, sem Bandaríkjaforsetinn Richard Nixon innleiddi, skiptu engu máli. Neyslan rénaði þó nokkuð á þeim níunda en festist í sessi hjá ákveðnum hópi. Önnur sterk fíkniefni voru þá að flæða inn á markaðinn, sérstaklega kókaín- blandað krakk sem margir tóku fram yfir heróín. Einnig var tölu- verð hræðsla við nýjan sjúkdóm sem smitaðist með sprautunálum, alnæmi. Síðan þá hafa fíkniefni komið og farið úr tísku. Heróín lá lengi í dvala sem óvinsælt dóp en í kring- um árið 2010 kom það aftur með hvelli. Ástæðan var lyfseðilsskyld- ir ópíóðar sem hafa orðið sífellt vinsælli af fíklum á þessari öld. Contalgin, Oxycontin, Fentanyl og fleiri morfínskyld lyf eru misnot- uð og þessi misnotkun hefur leitt suma fíkla út í notkun á heróíni. Hefur það ekki verið vinsælla í 40 ár. n Sid Vicious Bassaleikari Sex Pistols lést úr of stórum skammti 21 árs. Bayer Auglýsingar fyrir heróín.Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Heróín Eitt hættu- legasta fíkniefni síðustu 120 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.