Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Page 76

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Page 76
76 FÓLK 7. desember 2018 E lenora Rós Georgesdótt- ir er 17 ára gömul og hefur frá unga aldri haft mikinn áhuga á kökum og bakstri. Elenora er jólabarn, enda fædd á Þorláksmessu, og í anda jól- anna gefur hún af sér og heldur Kærleiksjól í Fríkirkjunni laugar- daginn 8. desember, en allur ágóði viðburðarins mun renna til Minn- ingarsjóðs Einars Darra. Elenora hefur frá unga aldri bakað með móður sinni. „Mamma mín er svo klár að baka og skreyta kökur og það er eitthvað sem við gerðum oft saman og ég hef haft mikinn áhuga á síðan ég var krakki,“ segir Elenora. „Það er alltaf til eitthvert bakkelsi heima, kanelsnúðar, kleinur eða annað. Síðan þegar ég varð eldri fór ég að skoða uppskriftir á netinu og svona 11–12 ára gömul þá var ég farin að baka alveg sjálf.“ Það má því segja að bakstur- inn og áhugi á honum sé Elenoru í blóð borinn og hún ákvað að nýta áhugann alla leið og að loknum tí- unda bekk skráði hún sig í nám í bakaraiðn í Menntaskólanum í Kópavogi. „Ég fór síðan á samning hjá Brauð&co og hefur aldrei liðið jafn vel eða fundist ég vera jafn velkomin eins og hér.“ Gaf til baka til Barnaspítalans Elenora er með síðuna Le‘ Nores Cakes á Facebook, lenorescakess, og í fyrra hélt hún bollakökubas- ar og hljóp í Reykjavíkurmaraþon- inu, allt til styrktar Barnaspítala Hringsins, en Elenora á hon- um og starfsfólki hans mikið að þakka. Elenora fæddist með líffæri utan líkamans, það er fæðingar- galli sem ber nafnið Omphalocele. Hún þurfti á bráðaaðgerð að halda strax eftir fæðingu og hefur síðan þurft að leggjast oft inn á spítala, farið í fjölda aðgerða, 2–3 sinnum á ári, og fjölda skoðana. „Mig langaði að gefa þeim til baka það sem þau hafa gert fyrir mig,“ segir Elenóra. „Ég hef fengið mikla þjónustu frá Barnaspítalan- um og það er alveg sama þó að ég hafi verið erfið, til dæmis þegar lyf- in hafa farið illa í mig, starfsfólkið er alltaf með bros á vör og kemur fram við mig eins og ég sé frábær einstaklingur.“ Jólin eru erfiður tími fyrir þá sem hafa misst ættingja eða vini Í ár er annað málefni sem nýtur krafta Elenoru, Minningarsjóður Einars Darra, en Einar Darri Ósk- arsson var bráðkvaddur á heimili sínu 25. maí vegna lyfjaeitrunar. Hann var 18 ára. Eftir andlát hans stofnuðu fjölskylda hans og vinir Minningarsjóð og átakið Ég á bara eitt líf. En af hverju valdi Elenora að styrkja minningarsjóðinn? „Ég á nokkrar vinkonur sem hafa misst foreldri og systkini rétt fyrir jól og jólin eru alltaf erfiður tími, jafnvel næstu ár á eftir, fyrir þá sem hafa misst nána ættingja,“ segir Elenora. „Ég er jafngömul Einari Darra og þekki eina af hans nánustu vinkonum, hún talar um að jólin í ár verði erfið fyrir sig.“ Jólin í ár verða fyrstu jólin sem ættingjar og vinir Einars Darra verða án hans. „Mig langaði að gera gott fyrir fjölskyldu hans, koma henni svolítið í jólaskap og láta henni líða vel yfir hátíðina, af því hún mun örugglega reynast þeim erfið. Mér finnst málefnið mikilvægt og eitthvað sem þarf að vekja athygli á.“ Vinkonur Elenoru aðstoða hana við baksturinn og munu borðin í Fríkirkjunni svigna undir kræsingum á laugardaginn. „Það verður opið hús og við erum með alls konar: sörur, smákökur, tertur, bollakökur, súkkulaði- og mar- engstertur og fleira. Við fengum salinn endurgjaldslaust og mun- um skreyta hann, og allt hráefni í baksturinn var gefins og þakka ég öllum þeim sem styrktu sérstak- lega fyrir,“ segir Elenora. Nokkrar ungar stúlkur munu einnig mæta og spila jólalög og halda uppi stemningunni. Allir eru velkomnir og ekkert kostar inn en á staðnum verður söfnunarbaukur sem gestir geta sett frjáls framlög í. Einnig geta þeir sem vilja styrkja framtak- ið lagt beint inn á Minningarsjóð Einars Darra: kennitala: 510718- 1510, reikningsnúmer: 552-14- 405040. „Mér finnst mikilvægt að allir fái að finna fyrir einstaka jólaand- anum. Að sjá fólk koma saman, með fallegri tónlist og ljúffengu bakkelsi sem hörkuduglegt fólk hefur bakað með ást og alúð. Þetta verður notalegt, eftirminnilegt, kærleiksríkt og skemmtilegt. Ná- kvæmlega það sem jólin eiga að snúast um. Fullkomið tækifæri til að taka pásu í jólastressinu.“ n Suðurlandsbraut 14 • 108 Reykjavík • Sími 588 0188 • slysabaetur@slysabaetur.is VIÐ SÆKJUM BÆTURNAR Ekki flækja málin. Elenora Rós heldur kærleiksjól til styrktar „Kærleiksríkt og skemmtilegt eins og jólin eiga að vera Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Elenora Rós hefur bakað frá því að hún var barn og lætur gott af sér leiða á aðventunni. Það var nóg um að vera við baksturinn þegar ljósmyndari DV leit við. Einar Darri var 18 ára þegar hann lést. Hans verður sárt saknað um jólin af ættingjum og vinum. Allur ágóði Kærleiksjóla rennur til styrktar átak- inu Ég á bara eitt líf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.