Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Page 78
7. desember 2018MATUR78
Svona heldurðu kolvetnasnauð jól
n Forréttur, aðalréttur og eftirréttur n Ekkert mál að vera ketó yfir hátíðarnar
F
jölmargir borða samkvæmt
hinu svokallaða ketó-matar-
æði, eða lágkolvetna matar-
æði. Mataræðið felst í því að
sneiða kolvetni að mestum hluta úr
mataræðinu, en þeir sem eru ketó
mega til dæmis ekki borða sykur,
hveiti, ýmsa ávexti og grænmeti.
Því eru einhverjir sem kvíða
jólunum og matseldinni sem þeim
fylgir, en matarvefur DV kemur til
hjálpar og bryddar upp á ketó-væn-
um hátíðaruppskriftum. n
Hvítlaukssveppir
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is
Hráefni:
4 msk. smjör, brætt
2 hvítlauksgeirar,
smátt saxaðir
2 tsk. ferskt timjan, saxað
1 tsk. balsamic-edik
salt og pipar
680 g sveppir, hreinsaðir
Aðferð:
Hitið ofninn í 190°C. Blandið smjöri,
hvítlauk, timjan og ediki saman í
meðalstórri skál. Raðið sveppunum
á stóra ofnplötu og hellið smjör-
blöndunni yfir þá. Saltið síðan og
piprið. Steikið í 15 til 18 mínútur.
Hráefni:
4 humarhalar í skel
2 msk. ólífuolía
½ bolli laukur, saxaður
1½ tsk. hvítlaukur, smátt saxaður
1 bolli þurrt hvítvín
2 tsk. Worcestershire-sósa
1 tsk. salt
1 tsk. þurrkað timjan
½ tsk. paprikukrydd
½ tsk. cayenne-pipar
¼ tsk. svartur pipar
1–2 msk. tómatpúrra
2 bollar humarsoð
2 bollar rjómi
4 msk. smjör
Aðferð:
Sjóðið humarhalana í 6 til 8
mínútur þar til skelin er rauð. Takið
halana úr pottinum en haldið
eftir vatninu til að nota sem
humarsoð. Takið kjötið úr skelinni
og setjið skelina aftur í vatnið og
sjóðið í 10 mínútur til viðbótar.
Hellið humarsoðinu í gegnum fínt
gatasigti og haldið eftir 2 bollum.
Skerið humar í munnbitastærð
og setjið til hliðar. Takið til stóran
pott og hitið olíu yfir meðalhita.
Steikið lauk og hvítlauk í 5 mínútur.
Blandið víninu varlega saman
við, síðan Worcestershire-sós-
unni, salti, timjan, paprikukryddi,
cayenne-pipar og svörtum pipar.
Hrærið tómatpúrru og humarsoð-
inu saman við. Náið upp suðu og
látið malla í 10 mínútur. Maukið
súpuna með töfrasprota og bætið
síðan rjóma og smjöri saman við.
Smakkið til og saltið eftir þörfum.
Setjið humarinn út í súpuna og
látið malla í 5 til 10 mínútur til
viðbótar.
Hráefni:
1 bolli rifinn ostur
½ bolli möndlumjöl
2 msk. rjómaostur
1 msk. hvítlaukskrydd
1 tsk. lyftiduft
salt
1 stórt egg
1 msk. smjör, brætt
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1 msk. fersk steinselja, söxuð
1 msk. rifinn parmesanostur
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C og setjið
smjörpappír á stóra ofnplötu.
Setjið rifinn ost, möndlumjöl,
rjómaost, hvítlaukskrydd,
lyftiduft og salt í skál sem
þolir örbylgjuofn. Hitið í
örbylgjuofni í um mínútu, eða
þar til osturinn er bráðnaður.
Hrærið eggi saman við. Hellið
deiginu á ofnplötuna og mótið
brauðhleif úr því. Blandið
smjöri, hvítlauk, steinselju og
parmesan saman í lítilli skál og
penslið deigið með blöndunni.
Bakið í 15 til 17 mínútur, eða
þar til brauðið er fallega gull-
inbrúnt.
Hráefni:
600 g lambakjöt
salt og pipar
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. þurrkað fáfnisgras
4 msk. ólífuolía
1 rauðlaukur, skorinn í þunnar
sneiðar
2 dósir cannellini-baunir,
safi tekinn af
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Kryddið
lambið með 1 teskeið af salti og ½
teskeið af pipar. Setjið það í ofnpott
eða ofnskúffu. Blandið hvítlauk,
fáfnisgrasi og 1 matskeið af olíu
saman í lítilli skál. Nuddið þessari
blöndu í lambið. Steikið lambið í 25
til 30 mínútur fyrir „medium rare“,
færið það á skurðarbretti og leyfið
því að hvíla í 5 mínútur áður en það
er skorið. Haldið eftir soðinu fyrir
sósuna (sjá sósuuppskrift). Hitið
restina af olíunni, 3 matskeiðar, í
stórri pönnu yfir meðalhita. Steikið
lauk í um 4 mínútur eða þar til hann
er mjúkur. Bætið baunum, ½ teskeið
af salti og ¼ teskeið af pipar saman
við. Eldið í 3 til 4 mínútur og berið
fram með lambinu.
Hráefni:
4 msk. smjör
1 bolli soðið af lambakjötinu
2 bollar nautasoð
2 tsk. Worcestershire-sósa
1 tsk. hvítlaukskrydd
salt og pipar
2 msk. vatn
¼ bolli maíssterkja
Aðferð:
Takið til meðalstóra pönnu og
bræðið smjörið yfir meðalhita.
Bætið soði af lambakjöti og
nautasoðinu varlega saman
við og þeytið þar til blandan er
silkimjúk. Náið upp suðu og bætið
síðan Worcestershire-sósunni
og hvítlaukskryddinu saman
við. Kryddið með salti og pipar.
Blandið vatni og maíssterkju
saman í lítilli skál og blandið því
síðan við sósuna. Hrærið stans-
laust í 3 mínútur, eða þar til sósan
hefur þykknað. Ef hún er of þykk
er um að gera að bæta meira soði
við.
Hráefni:
900 g aspas, stilkarnir snyrtir
3 msk. ólífuolía
salt og pipar
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Blandið
öllum hráefnum vel saman og
ekki spara salt og pipar. Skellið á
ofnplötu og bakið í 25 mínútur.
Hráefni:
1½ blómkálshaus, skorinn í bita
12 msk. smjör
½ bolli rjómi
3 hvítlauksgeirar
2 bollar rifinn ostur
1 bolli rifinn parmesanostur
1 msk. ferskt timjan
salt og pipar
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Sjóðið
blómkálið í saltvatni í 8 mín-
útur. Smyrjið stórt eldfast mót
með smjöri. Bætið helmingn-
um af blómkálinu í botninn og
hellið helmingnum af rjóman-
um yfir það. Dreifið helmingn-
um af smjöri, hvítlauk, osti,
parmesan og timjan yfir það
og endurtakið síðan. Saltið og
piprið. Bakið þar til osturinn
hefur bráðnað og tekið lit, eða í
um 30 mínútur. Leyfið að kólna
í 5 mínútur og berið svo fram.
Kaka – Hráefni:
1½ bolli möndlumjöl
2/3 bollar kakó
¾ bollar kókoshveiti
¼ bolli flax
2 tsk. lyftiduft
2 tsk. matarsódi
1 tsk. salt
115 g smjör, mjúkt
¾ bolli ketó-sykur (eins og
Swerve)
4 stór egg
1 tsk. vanilludropar
1 bolli möndlumjólk
1/3 bolli sterkt kaffi
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C og takið til
tvö hringlaga form, sirka 20
sentímetra stór. Smyrjið þau með
smjöri. Blandið möndlumjöli, kakó,
kókoshveiti, flax, lyftidufti, mat-
arsóda og salti vel saman í skál.
Þeytið smjör og Swerve vel saman
í annarri skál og bætið eggjun-
um saman við einu í einu, og því
næst vanilludropunum. Blandið
þurrefnunum saman við og hrærið
síðan mjólk og kaffi saman við.
Skiptið deiginu á milli formanna
tveggja og bakið í um 28 mínútur.
Kælið alveg.
Krem – Hráefni:
450 g rjómaostur, mjúkur
115 g smjör, mjúkt
¾ bolli ketó-sykur (eins og
Swerve)
½ bolli kakó
½ bolli kókoshveiti
¼ tsk. instant-kaffi
¾ bolli rjómi
salt
Aðferð:
Blandið rjómaosti og smjöri
vel saman þar til blandan
er silkimjúk. Bætið Swerve,
kakói, kókoshveiti og instant-
-kaffi saman við og þeytið
þar til blandan er kekkjalaus.
Bætið rjóma og salti saman
við og þeytið vel. Setjið einn
kökubotn á disk, smyrjið
hann með kremi og setjið
hinn botninn ofan á. Notið
restina af kreminu ofan á
kökuna. Geymið í ísskáp þar
til kakan er borin fram.
Ofnbakaður aspas
Aðalréttur
Lamb með fáfnisgrasi
Ketó-sósa
Forréttur
Humarsúpa
Hvítlauksbrauð
Blómkálsgratín
Eftirréttur
Ketó-súkkulaðikaka