Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Page 80

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Page 80
80 7. desember 2018 F yrir langa löngu bjó kona ein í London á Englandi. Konan hét Elsie Camer- on og sá sér farborða með vélritunarþjónustu. Elsie, sem vakti ekki athygli fyrir útlits sakir, venjulega var með böggum hildar enda orðin 26 ára og einhleyp. Á þeim tíma, upp úr aldamótunum 1800/1900, var það afleit staða að vera í ef um var að ræða konur. Árið 1920 kynntist Elsie Norman Thorne, rafmagns- fræðingi sem rétt var skriðinn yfir tvítugt. Af ótta við að ganga í gegn- um lífið einsömul ákvað Elsie að Norman myndi duga – hann ein- faldlega yrði að duga. Atvinnumissir og sjálfstæður rekstur Nú, unga fólkið, misunga þó, skellti sér í tilhugalífið og tilver- an gekk til þess að gera sinn vana- gang; Elsie sinnti sínu starfi og Norman sínu. Sumarið 1921 missti Norman vinnuna og ákvað að gerast sjálf- stæður atvinnurekandi. Faðir hans hljóp undir bagga og gaf honum 100 sterlingspund til að létta hon- um róðurinn fyrstu skrefin. Norman keypti jarðarskika í Blackness, í Crowborough í Sussex og stofnaði þar Wesley-hænsna- búið. Tíðar helgarferðir Norman var dugnaðarforkur og fyrr en varði hafði hann reist röð smáhýsa og komið upp hænsna- gerðum. Hverja helgi hjólaði Norman til London og varði tíma með Elsie. Norman bætti um bet- ur og breytti einu smáhýsinu í þokkalegt heimili, þótt smátt í sniðum væri. Nú var komið að Elsie að leggja land undir fót um helgar. Alla jafna fór hún með lest til Sussex, var með Norman á daginn en fékk gistingu hjá nágrannafjölskyldu um nætur. Tíðarandinn á þeim tíma bauð ekki upp á að ógift par eyddi nóttinni saman. Trúlofun en engin gifting Elsie og Norman trúlofuðu sig um jólin árið 1922, en gleði Elsie varð skammvinn því skömmu síðar missti hún vinnuna. Næstu mánuði fékk hún starf á nokkrum stöðum, en hætti í þeim öllum af einni eða annarri ástæðu. Til að bæta gráu ofan á svart þá tók rekstur Normans dýfu um mitt ár 1923 og gekk afar illa. Af þeim sökum var Norman hikandi við að ákveða giftingardag og lagðist það hik afar illa í Elsie. Bessie kemur til skjalanna Um hvítasunnuna 1924 skellti Norman sér á dansleik í sveitinni í Sussex. Þar hitti hann fatagerðar- 3 mánuðum eftir að Bandaríkjamaðurinn Pan Sayak-hoummane var myrtur við Arkansas-ána skammt frá Muldrow var morðingi hans handtekinn. Var þar um að ræða Donald Ray Wackerly II. Sayakhoummane hafði verið að tygja sig til heimfarar þegar Wackerly og eiginkona hans, Michelle, urðu á vegi hans. Wackerly. Það voru engar vöflur á Wackerly. Hann skaut Sayakhoummane átta sinnum með .22 kalíbera riffli, hirti veiðigræjur hans, ýtti bifreið hans út í ána og lagði síðan á flótta. Það var Michelle sem upplýsti yfirvöld um ódæði eiginmanns síns. Að hennar sögn hafði Wackerly, að morgni þessa dags, sagt að hann vantaði fé til að kaupa fíkniefni og hann „myndi gera hvað sem er“ til að verða sér úti um það. Wackerly var tekinn af lífi í Oklahoma 14. október 2010. SAKAMÁL ALLAR ALMENNAR FATAVIÐGERÐIR TÖKUM AÐ OKKUR Komdu m eð kjólinn fy rir jólin Malarhöfða 2 • 110 Reykjavík • lost.is • lost@lost.is • Sími 581 3330 ELSIE, NORMAN OG BESSIE n Elsie vildi giftast sem fyrst enda að nálgast fertugsaldurinn n Norman var tíu árum yngri og fannst ekki liggja á n Bessie birtist eins og skrattinn úr sauðarleggnum og breytti öllum áformum „Við nánari kynni komst Norman að því að Bessie var ekki eins krefjandi og Elsie Í dómsal Norman Thorne stendur frammi fyrir örlögum sínum. Elizabeth „Bessie“ Coldicott Hitti Norman á dansleik og heillaði hann upp úr skónum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.