Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 21

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 21
Í g r e i p u m m a n n æ t u n n a r TMM 2013 · 3 21 gervingur offitu í textanum og hann bregst einmitt við öllu róti á tilfinn- ingum með hugsunum um mat eða með áti. Þegar kynferðisleg misnotkun á börnum á sér stað er valdbeitingunni oft haldið leyndri með því að telja börnunum trú um að þau verði að halda öllu sem viðkemur hinu „sérstaka sambandi“ leyndu. Níðingurinn telur barninu trú um að leyndarmálið þeirra megi enginn annar vita um. Þegar afbrotamaðurinn er hluti af fjöl- skyldu barnsins, eða tengdur því á annan hátt svo að það ber traust til hans, er þögn þolandans tryggð á þennan hátt. Leyndarmálin verða svo til þess að níðingarnir komast lengi upp með ódæði sín og geta misnotað fjölda barna án þess að nokkur segi frá. Þegar afbrotamaðurinn er fjölskyldumeðlimur, einsog er tilfellið í Leyndarmálinu, er ekki bara um kynferðislega misnotkun að ræða heldur einnig um annað grundvallandi bann eða tabú sem eru sifjaspell. Systkinin í Leyndarmálinu eru ánægð með að eiga skemmtilegan pabba „sem er alltaf heima að segja brandara“ einsog Hákon segir (bls. 65). Hins- vegar afsakar það ekki hvernig hann misnotar vald sitt. Svar Siddu við lofi bróðurins um pabba afhjúpar breytt viðhorf þeirra: „Fannst þér líka fyndið þegar við þurftum að þrífa hakkavélina í kjallaranum?“ (bls. 65). Þannig er því komið til skila að fullorðnir mega ekki misnota vald sitt yfir börnum og láta þau gera eitthvað sem þau vilja ekki gera og eiga ekki að þurfa að gera: Sum mæri má einfaldlega ekki stíga yfir. Flóttaleiðir og mótþrói kvenpersóna Hið líkamlega er fyrirferðarmikið í Leyndarmálinu en það er einnig hættu- legt. Stór og dýrslegur líkami pabbans er fyrirferðarmestur í verkinu og hann hótar í ofanálag að gleypa alla aðra. Í honum sameinast þættir sem Warner segir að séu samtengdir: skepnuskapur/dýrseðli, mannát og erótík (1995:302). Tvær persónur í textanum eru í áberandi andstöðu gagnvart líkamleikanum, jafnvel væri hægt að segja að þær séu „aflíkamaðar“ eða „aflíkami“ sig í bókinni. Þessar persónur eru mamman og Berta bleika. Móðirin er andstæða hins líkamlega yfirþyrmandi föður. Sumir nágrann- arnir halda að hún sé draugur; óáþreifanleg afturganga. „Ólíkamleiki“ hennar birtist einnig í starfi hennar sem símasölukona, þ.e. hún á sam- skipti við fólk án þess að líkami hennar sé sýnilegur, með röddinni einni. Mamman selur dót sem fólk þarf ekki á að halda, hún „[vinnur] við að selja fólki drauma“ (bls. 15), enn eitt óáþreifanlegt fyrirbærið. Mamman er svo næstum fjarverandi þegar hún vinnur, þó að hún sé heima: „Mjúk röddin í mömmu [rennur] saman við stöðugan niðinn frá hraðbrautinni. [Systkinin geta] auðveldlega gleymt því að hún [sé] heima“ (bls. 15). Snemma í bókinni hættir mamma að búa til mat, lífsnauðsynlegan efnivið fyrir líkama barna hennar og fer að kaupa tilbúinn mat. Þessi þróun helst í hendur við græðgi föðurins í mannakjöt og afhjúpanir á afbrotum hans..
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.