Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 28

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 28
Þ o r l e i f u r H a u k s s o n 28 TMM 2013 · 3 síðan kemur reiðarslagið. Jónatan neyðist til að yfirgefa bróður sinn og halda inn í Þyrnirósadal. Snúður missir bróður sinn á ný og er enn skilinn eftir, lítill, hræddur og einmana. Þegar hér er komið verður hann að taka ábyrgð á eigin lífi og gerðum. Hann hrekkur upp af fastasvefni við það að honum finnst Jónatan hrópa á hjálp, og eftir mikla innri baráttu heldur hann af stað einn upp til fjallanna til að leita bróður síns. Það sem á eftir fer verður mikil þrekraun, og Snúður finnur til sífellds vanmáttar og ótta sem hann þarf að sigrast á, en undir lokin er hann orðinn raunveruleg hetja og verðskuldar að heita Ljónshjarta eins og Jónatan. Það sem skiptir sköpum er hollusta hans við bróður sinn og fullvissan um skilyrðislausa ást hans til sín. Þetta er ferð sem á sér stað inni í innstu sálarfylgsnum. Það að búa henni gervi ævintýrisins verður leið til að draga það sem þar býr fram í dagsljósið.3 Bróðir minn Ljónshjarta lýtur lögmálum ævintýrisins. En lesandinn nemur ævintýraheiminn um leið og Snúður og nær þar áttum um leið og hann, og fær um leið hlutdeild í þeim tilfinningum sem hann vekur. Þessi ímyndaði heimur sprettur upp sem mótvægi við erfitt hlutskipti, söknuð og sársauka. Hér má minna á kenningar austurríska sálfræðingsins Brunos Bettelheim, en bók hans um gildi ævintýris og ímyndunarafls fyrir tilfinningalegan þroska barna kom út tveimur árum síðar en Bróðir minn Ljónshjarta.4 Samkvæmt þeim hafa ævintýrin frelsandi áhrif á börn sem búa við angist og ótta, gefa þeim möguleika til að ná tökum á lífi sínu og tilfinningum. Í sögum eins og Grimmsævintýrum er fjallað hispurslaust um efni sem eru bannhelg í venjulegum, „siðsamlegum“ barnabókum, efni á borð við afbrýði og illsku, einmanaleika og höfnun, ást á lífinu og ótta við dauðann. Áreitin eru persónugerð, allar aðstæður einfaldaðar, heimsmyndin gerð skýr og áþreifanleg, teiknuð í svörtu og hvítu, en um leið gefa ævintýrin börnum verkfæri í hendur til að átta sig á sjálfum sér og umheiminum, vinna úr árekstrum og óyfirstíganlegum erfiðleikum lífsins. Vissulega tekst Astrid Lindgren á við hin erfiðustu viðfangsefni í Bróðir minn Ljónshjarta, einangrun og þjáningu, kærleika og ástvinamissi, þjáningu og dauða. Og heimur sögunnar er sóttur til ævintýra. Hins vegar má segja að Elsku Míó minn beri meiri keim af hefðbundnum ævintýrum með stílfærðri frásögn sinni, draumkenndri framvindu og stílbrögðum að hætti ævintýra. Í báðum sögunum hefur Astrid Lindgren valið sína eigin leið eftir því sem söguefnið krafðist. Frumtextinn er ekki skrifaður á neinu einföldu barnamáli enda þótt sögumaður sé barn. Setningaskipun er einföld en orðaforði mjög auðugur og fjölbreyttur. Þannig er skynjun Snúðs á umhverfinu, ekki síst náttúrunni í fjöllum Nangijala, miðlað með einstaklega myndrænum og lifandi lýsingum. Margt minnir á ævintýrastíl. En þá er þess að gæta að hefðbundið ævintýri er ævinlega sagt í þriðju persónu. Hér er það fyrstu persónu sögumaður sem gengur inn í þennan framandlega heim og miðlar honum og um leið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.