Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 134

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 134
Á d r e p u r 134 TMM 2013 · 3 tónlistarsögunni verið óravegu frá zen- búddisma er það líklega einmitt Shos- takovitsj. Tónlist hans krefst einbeiting- ar og innlifunar, einnig af hálfu þess sem hlustar. Þetta er meðal annars vegna þess að Shostakovitsj samdi verk sín með ákveðin viðmið í huga hvað snerti tónleikaform, hlustun og einbeit- ingu áheyrenda. Vert er að hafa í huga að hefðbundin tónleikalengd nútímans – á bilinu 60–120 mínútur – varð ekki almenn regla fyrr en komið var fram á miðja 19. öld. Til dæmis héldu bæði Mozart og Beethoven ógnarlanga tónleika með verkum sínum, en á þeim var andrúmsloftið öllu frjáls- legra en við eigum að venjast. Þeir tón- leikar sem verk Mozarts hljómuðu á meðan hann sjálfur lifði voru meira í ætt við það sem nútímahlustandi upplifir á djasstónleikum. Klappa mátti milli kafla og jafnvel í miðjum klíðum ef tónskáld eða hljóðfæraleikari þótti hafa gert eitt- hvað sérlega snjallt.7 Einbeittari og hátíðlegri hlustun hélst í hendur við almenna þróun í tónleika- haldi á 19. öld. Konsertsalurinn varð eins konar helgidómur þar sem sístækk- andi borgarastétt kom saman í þögulli einbeitingu, lifði sig inn í töfrastund þar sem útvaldir snillingar miðluðu guðleg- um sannleika. Tónlist var ekki lengur saklaus skemmtun heldur opinberun; hana bar að taka alvarlega. Andrúms- loftið breyttist í samræmi við það. Hið hefðbundna tónleikaform 19. aldar hefur reynst furðu lífseigt þó að samfé- lagið hafi tekið stakkaskiptum. Enn þann dag í dag eru efnisskrár sinfóníu- hljómsveita flestar með keimlíku móti: fyrst forleikur eða annað stutt hljóm- sveitarverk, helst einþáttungur; því næst einleikskonsert og að hléi loknu sinfónía eða annað verk af stærra taginu. Óperan er kannski það tónlistarform sem helst hefur reynt á þolrifin hvað lengd og úthald snertir. Þar giltu þó lengi enn frjálslegri umgengnisreglur en á tónleikum. Allt fram á fyrri hluta 19. aldar gat fólk spjallað saman eða keypt sér veitingar ef því sýndist svo. Hinir efnameiri leigðu sér stúkur og þegar þeim leiddist listin mátti alltaf draga tjöldin fyrir, tefla eins og eina skák eða daðra við sessunautinn. Um skeið var óperuhúsið La Scala eini staðurinn í Mílanó þar sem fjárhættuspil voru leyfð.8 Fyrsta úthaldslistaverkið var kannski einmitt ópera eða öllu heldur óperuflokkur, Niflungahringurinn eftir Richard Wagner sem tekur fjögur kvöld og rétt um 15 klukkustundir í f lutningi. Wagner lét ekki þar við sitja heldur gerði í ofanálag auknar kröfur um ein- beitingu og hlustun. Hann varð til dæmis fyrstur til að krefjast þess að ljós- in í óperusalnum væru slökkt meðan á sýningu stóð. Kannski eiga músíkmaraþon með tíð og tíma eftir að grafa undan gömlum og stöðluðum hugmyndum um tónleika- formið. Fyrirbærið virðist að minnsta kosti spegla stöðu listarinnar og upplif- unarþörf nútímafólks rétt eins og eldri hugmyndir um tilgang og eðli tónlistar hlutu staðfestingu í tónleikahaldi 18. og 19. aldar. Kannski kjósa hlustendur nútímans meiri ögrun og nýbreytni en felst í tveggja tíma tónleikum? Vilja þeir fremur nálgast listina sem hugleiðslu- ástand en sem vettvang fyrir tjáningu tilfinninga? Eða snýst þetta kannski allt um að fá sem besta kynningu? Viðburðablæti og listkynning Um eitt verður að minnsta kosti ekki deilt: kvartettamaraþonið var viðburð- ur. Kynningin tók líka mið af því. Í dag- skrárriti Listahátíðar bera tónleikarnir yfirskriftina „Shostakovich-áskorunin“ og þannig er spilað á keppnisskap les- andans, skorað á hann að reyna á eigin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.