Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 2

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 2
2 TMM 2018 · 1 Frá ritstjóra Á dauða mínum átti ég von fremur en að verða í þriðja skipti ritstjóri þessa tímarits! En þegar Guðmundur Andri Thorsson var skyndilega kallaður til skyldustarfa fyrir land og þjóð var einfaldast að láta „gamla ritstjórann“ brúa bilið uns nýr fyndist – úr því hún var enn ofar moldu. Flaggskip þessa heftis er – eins og oft og iðulega áður – ljóð eftir Þorstein frá Hamri, eitt höfuðskálda samtímans sem hefði orðið áttræður þann 15. mars í vor en féll frá meðan þetta hefti var í vinnslu. Hann valdi ljóðið sjálfur til birtingar hér. Margir rithöfundar minnast veru sinnar á Kirkjubóli í Hvítársíðu og kynna sinna af Sigurði bónda Guðmundssyni, þegar þeir nutu vistar í húsi föður hans, Guðmundar skálds Böðvarssonar. Húsið hans – Hús skáldsins – hafði Rithöfundasambandið lengi til ráðstöfunar fyrir sitt fólk. Í ljóðinu minnist Þorsteinn þessa fornvinar síns frá æskuárum og það verður um leið kveðja hans til okkar. Óvænt efni í heftinu er tvö ljóðabréf frá Ara Jósefssyni sem féll sviplega frá ungur maður árið 1964. Jón Kalman Stefánsson fann þessi bréf í fórum móðursystur sinnar, Jóhönnu Þráinsdóttur, og þakkar ritstjóri innilega fyrir að fá að birta þau, ásamt greinargerð finnanda. Ari hefur lengi verið í sér stöku uppáhaldi hjá mér; ég gekk svo langt á sínum tíma að vélrita til eigin nota bókasafnseintak af ljóðabókinni Nei af því hún var ófáanleg þegar ég þurfti á henni að halda. Seinna fékk ég tækifæri til að gefa hana út aftur, meira að segja tvisvar. Kápumynd Munirs Alawi er af Jósef smið og litla drengnum sem hann gekk í föðurstað, falleg mynd af föður og barni sem kallast á við grein Jóns Yngva Jóhannssonar í heftinu um tvö skáldverk eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Afleggjarann og Ör. Fjöldi ljóða er í heftinu, íslensk, færeysk og víetnömsk, þrjár smásögur, umsagnir um bækur og eitt hinna vinsælu viðtala Kristínar Ómarsdóttur; við heimsækjum bæði Flateyri og landamæraborgina syndugu Tijuana og skoðum andófsmanninn Jón lærða með meiru. Það var afskaplega ánægjulegt að fá aftur að stússa í Tímariti Máls og menningar. Silja Aðalsteinsdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.