Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 9
H ú n va r r e i ð
TMM 2018 · 1 9
óskina uppfyllta – það hef ég að minnsta kosti heyrt. Svo hafði ég þann hæfi-
leika að geta hrætt fullorðið fólk. Í fjölskyldu minni þekkist fyrirbærið Maja-
blik. Ég setti upp svip með augunum og hinir fullorðnu urðu skíthræddir.
Þetta gat ég frá því ég var lítið barn í kerru.
Varstu trúuð sem barn? Ertu trúuð núna?
Nei. Nei.
Lærðirðu að leika á hljóðfæri?
Nei, eiginlega ekki, ég var meira í íþróttum, í fótbolta, handbolta og körfu-
bolta – ég var sönn strákastelpa.
Hvar í Kaupmannahöfn ólstu upp?
Á Austurbrú.
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í borginni?
Frederiksbergsallé – þar eru breiðar gangstéttir beggja vegna með trjá-
göngum – allée. Á fáeinum stöðum í Kaupmannahöfn færðu tilfinningu fyrir
plássi eins og í Berlín þar sem gangstéttirnar eru breiðar. Borgin mín er lítil
og þéttbyggð.
Áttu maka, ástvin?
Nei.
Áttu barn, börn?
Engin börn, engin gæludýr, bara bækur.
***
Uppáhaldsliturinn þinn og -blóm?
Uppáhaldsliturinn minn er blár. Og uppáhaldsblóm rós.
Og uppáhaldsfugl?
Ég veit það ekki.
Hvert er uppáhaldsorðið þitt?
Á kóresku: halmoni sem þýðir mormor – móðuramma. Hvert ætli sé uppá-
haldsorðið mitt á dönsku?
Lítur út um gluggann: Apótek?
Já, apótek – þó merkingin sé hræðileg og óáhugaverð hljómar orðið fallega,
svoldið hart og það er fallegt grafískt líka.