Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 15
H ú n va r r e i ð
TMM 2018 · 1 15
Í þessari bók? Mm – hún er byggð mikið á eigin reynslu og á reynslu minni
af hinni bókinni, en ég man ekki hvort allt sé gjörsamlega satt, hvort allt
gerðist í raunveruleikanum. En hún er mjög persónuleg og auga bókarinnar
liggur næstum því ofan í mínu.
Þú þarft að hafa til að bera góðan skammt af heiðarleika / hreinskilni til að
nota sjálfið svona. Ertu meðvituð um hverju þú segir mér ekki frá?
Ég veit ekki hversu meðvituð ég er en maður getur aldrei sagt allt og það
mesta segir maður aldrei. Ég fylgi þessum þráðum sem ég nefndi, allt annað
skil ég eftir.
Ég talaði svo rosalega mikið opinberlega um Hún er reið sem fjallar náttúr-
lega um ættleiðingar á mjög ögrandi hátt. Það var ekki auðvelt að tala um
hana, ég endaði í hlutverki opinbers talsmanns en ekki í hlutverki rithöf-
undar og það var mér ekki auðvelt. Nýja bókin segir frá afleiðingum þess að
lenda í þannig hlutverki. Ég hef ekki til að bera atgervi aðgerðarsinnans en
Hún er reið er aktívismi og hún er líka listrænt verk.
Já, þér tókst mjög vel að búa til pólitískt listaverk. Áttu þér listrænt maní-
festó?
Nei.
***
Hvernig fæðast hugmyndirnar?
Nýja bókin kom óvænt, einsog ég sagði, ég skrifaði hana í einum rykk,
fyrsta uppkastið á þessum fimm vikum og við bættist svo vitaskuld mikil
og langdregin vinna við frumhandritið, en mér fannst ég ekki semja hana
sjálf, það var einsog ég skrifaði hana meðvitundarlaust. Ég var meðvituð um
hvað ég var að gera þegar ég skrifaði Hún er reið. Hana skrifaði ég á hverjum
degi jafnt og þétt í öll þessi ár, vann frá níu til tólf og í nokkra klukkutíma
eftir hádegisverð, þá fór ég í klukkutíma göngu áður en ég hitti vini mína og
við fórum á upplestra eða konsert eða fundum upp á einhverju öðru að gera.
Vinnuferlið bakvið bækurnar var mjög ólíkt, eins sálarástand mitt.
Semurðu á tölvu?
Já.
Hlustarðu á tónlist á meðan þú skrifar?
Nei.
Sækirðu áhrif í aðrar listgreinar?
Já, ég verð fyrir áhrifum frá mörgu, frá tónlist, myndlist, náttúrunni, sam-
ræðum og því sem bara gerist almennt í kringum mig og í lífinu mínu.