Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 15
H ú n va r r e i ð TMM 2018 · 1 15 Í þessari bók? Mm – hún er byggð mikið á eigin reynslu og á reynslu minni af hinni bókinni, en ég man ekki hvort allt sé gjörsamlega satt, hvort allt gerðist í raunveruleikanum. En hún er mjög persónuleg og auga bókarinnar liggur næstum því ofan í mínu. Þú þarft að hafa til að bera góðan skammt af heiðarleika / hreinskilni til að nota sjálfið svona. Ertu meðvituð um hverju þú segir mér ekki frá? Ég veit ekki hversu meðvituð ég er en maður getur aldrei sagt allt og það mesta segir maður aldrei. Ég fylgi þessum þráðum sem ég nefndi, allt annað skil ég eftir. Ég talaði svo rosalega mikið opinberlega um Hún er reið sem fjallar náttúr- lega um ættleiðingar á mjög ögrandi hátt. Það var ekki auðvelt að tala um hana, ég endaði í hlutverki opinbers talsmanns en ekki í hlutverki rithöf- undar og það var mér ekki auðvelt. Nýja bókin segir frá afleiðingum þess að lenda í þannig hlutverki. Ég hef ekki til að bera atgervi aðgerðarsinnans en Hún er reið er aktívismi og hún er líka listrænt verk. Já, þér tókst mjög vel að búa til pólitískt listaverk. Áttu þér listrænt maní- festó? Nei. *** Hvernig fæðast hugmyndirnar? Nýja bókin kom óvænt, einsog ég sagði, ég skrifaði hana í einum rykk, fyrsta uppkastið á þessum fimm vikum og við bættist svo vitaskuld mikil og langdregin vinna við frumhandritið, en mér fannst ég ekki semja hana sjálf, það var einsog ég skrifaði hana meðvitundarlaust. Ég var meðvituð um hvað ég var að gera þegar ég skrifaði Hún er reið. Hana skrifaði ég á hverjum degi jafnt og þétt í öll þessi ár, vann frá níu til tólf og í nokkra klukkutíma eftir hádegisverð, þá fór ég í klukkutíma göngu áður en ég hitti vini mína og við fórum á upplestra eða konsert eða fundum upp á einhverju öðru að gera. Vinnuferlið bakvið bækurnar var mjög ólíkt, eins sálarástand mitt. Semurðu á tölvu? Já. Hlustarðu á tónlist á meðan þú skrifar? Nei. Sækirðu áhrif í aðrar listgreinar? Já, ég verð fyrir áhrifum frá mörgu, frá tónlist, myndlist, náttúrunni, sam- ræðum og því sem bara gerist almennt í kringum mig og í lífinu mínu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.